Nafn skrár:JakJon-1863-09-20
Dagsetning:A-1863-09-20
Ritunarstaður (bær):Hólmum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:systir bréfviðtakanda
Safn:Handritadeild Landsbókasafns-Háskólabókasafns
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:Sólveig Jónsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:ksa á Lbs.

Bréfritari:Jakobína Jónsdóttir
Titill bréfritara:húsfreyja
Kyn:kona
Fæðingardagur:1839-12-01
Dánardagur:1919-01-30
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Hólmum 20. Sept. 1863.

Hjartkæra góda systir!

Gudsást og gódar þakkir fyrir þitt elskulega brjef med systrum okkar í sumar! Jeg vard glöd vid ad sjá þó einusinni brjef med þinni egin hendi, sem bar þess svo ljósann vott hvad góda systir jeg á þar sem þú ert. Þad var okkur líka sönn gledi ad sá dagur var lidin vel og farsællega, þegar litla stúlkan þín sá ljós þessa heíms! Vid mamma óskum henni af hjarta ad ferdin gángi vel, sem hún er nú ad byrja! Margt er nú ordid í skákinni hjá þjer og margt ad huxa, jeg er opt ad furda mig á hvad sumar konur geta annast mikid, og leist þad vel af hendi, t.a.m. mamma okkar, þegar hún er ad segja

frá einhverju sem vidbar á ýngri árum hennar. Födur systurnar komu hefi jeg ekki eitt ord frjett ad nordan, svo jeg er nú á milli vonar og ótta um frjettirnar þadan, eíns og æfinlega þegar lángt lídur. Heldur var okkur farid ad lengja eptir systrum í sumar; (brædurnir eru komnir næstur fyrir 3 vikum á undan þeím, og eru nú farnir eptir Stuttann tíma) en jeg hefi tekid ofaní lurginn á þeím fyrir þad hvad lítid þær voru hjá þjer og sumum af okkar frændum. Alt hefir nú geingid sljett og vel sídan og jeg er altaf ad ná mjer eptir leguna vondu í vor; jeg vona gud gefi ad jeg verdi jafn gód, þó mjer þætti þad ekki trúlegt þó. Mamma er á flakki vid sína gömlu heilsu, og nú er ún ad huxa um úngt barn sem vinnukona hjerna átti í sumar. Ef einhver er vesæll eda þarf á nokkum háttar adstodar med, þá er einsog hún alíti

talad vid þá dálítid í ensku; þad var gaman ad horfa á þegar þeir voru ad elda hvalina, og fóru beínin ad festa í þeím Skutlana, svo Hvalirnir díva bátunum med so óttalegum flýtir ad jeg hef aldrei sjed slíkt, svo vítfyssudu um alla bátana, en bótin var ad þeir vóru med ödru lagi enn okkar bátar. Med haustskipinu kom nýr sýslumadur híngad, og settist ad á Eskifyrdi ad nafni Mivarins, svo nú fer þad ad ega vid hjá okkr sem Jónas sál. kvad, "Yfirvöldin illu dönSk." annars fellur mönnum vel vid þessa dönsku sýslumenn. Smith kom inn í Seidisfjörd og settist þar ad, giptr jölskri konu. Nú er Sverrisen ad fara og med honum ætla jeg ad koma þessum sedli. Sigrídr sem kom frá Höfn í fyrra med Þorgerdi atlar nú þó haust sje komid nordr ad Mödrudal, þvi Ástrídr sem er frændkona hennar, hefir bodid henni til sín. Vel fellur mjer vid Gudnýu Halldórsdóttr frá GrenjadarSt. hún er lagleg og ljer stúlka og þær systr allar.

skyldu sína ad bera þær á hyggjur og sjá um þá. Bródir okkar fjekk í sumar brjef frá frænda okkar Hallgrimi Fridrik Grundeig í Rio Janeiro í Brasíliu, og er hann ad þakka fyrir ættartölu módir þinnar sem hann fekk í fyrra gegnum Courad bródir sinn í Kaupmannahöfn frá okkur, en Gisli Brinjólfson skodadi og endurbætti, og þó vill Hallgr. fá hana sem fullkomna. Hann er kaupmadr og geingur vel, giptur enskri konu og á 4 börn heitir þad elsta Hólmfrídur. Corníl sendi mjermömmu mynd af henni og födur hennar sem hann (Hallgr.) hafdi ádur gefid honum. Hallgr. lángar til ad vita eitthvad um frændur sína einkum spyr hann eptir Sr Þorst. br. Sem hann man eptir í Höfn. Hjer í fyrdinum voru lengi í sumar Hvalveidarinn frá Nýu Jórvík í Nordr ameriku; foríngjarnir komu opt híngad heím og budu okkr til sín svo vid bordudum einusinni middags vard hjá þeím 6 hjedan. Tomas getur

Nú vona jeg mága minn sje koinn heím fyrir nokkru og alt sje í gódur lagi á ykkar bæ; skrifadur mjer nú margt og mikid þessu næst bezta systir! og eitthvad af alþíngismanninum, þó ekki hafi jeg vit á þíngmálum. Margir sem viti hafa á tala um ad hann mæli djarflegt á þíngum, og landid egi þar gódann son. Þess er líka þörf því þeir eru ekki so margs og þad skal líka gledja mig þó jeg sje ekki nema dóttr. Hefdi jeg verid piltr, skyldi mundi jeg sjálsagt hafa ordid þíngmadur, en þá hefdi jeg þurft ad vera dálítid málSnjallari. Man jeg eptir þegar hann var ad tala úr mjer hugann daginn ádur enn jeg var fermd, en þú gjördir alt þitt til ad hughreista mig. Þad komu ad mjer einhverjar löngunar

og Saknadr kvidr, þegar jeg er ad huxa um plásid kæra, og ykkur öll sem jeg vard ad skilja vid, hvenær sem jeg get svalad þeirri löngun. Elsku systir! forláttu nú tínínginn og glatadu og eidilegdu öll mín brjef, þaug mega ekki lesa nema einusinni. Heilsadu öllum frændum og kunníngjum, kystu manninn og alla krakkana fyrir okkr mömmu. Ad lyktum árna jeg þjer allrar blessunar hjer og sýdar og kved þig hjarkæri kvedju. Þín elsk. systir

Bína

Myndir:1234