Nafn skrár:JenEgi-1876-08-20
Dagsetning:A-1876-08-20
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3092 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jens Egilsson Laxdal
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1858-01-19
Dánardagur:1923-10-06
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hornsstöðum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Laxárdalshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Vinneipeg Dag 20 Agust 1876

Heiðraði Góði vin

Her með þakka eg þjer og ukkur hjónum fyrir alla velvild ukkar við mig

Nú fer jeg að byrja að skrifa þér

þá byrja jeg þegar jeg fór um bord á Bordeiri 28 Júní á Gufuskipið Veroni klukkan 6 um kvöldið og lenti á Sauðárkrók klukkan 7 um morguninn 29 Júní 30 Júní lagði Skipið þaðan til Akureirar og Hafnaði sig á Akureiri sama dag 2 Júlí fór skipið þaðan klukkan 6 um morguninn 3 Júlí vóru margir sjóveikir en alldrei fann jeg Til sjósottar 5 Júlí klukkan 6 sáum við Skotland á Skipinu vóru 739 farþegar 396 sem

sem ötluðu Til Halifax en til Nýaýslands 343 6 Júlí lentum við í Granton klukkan 3 um dagin klukkan 9 um köldið fórum við í Vagnana og komum til Glasskó klukkan 12 um Nóttina þar var vel g tekið á móti okkur frá Glasskó var Telógrafirað til Stjórnarinnar í Halifax kver kjör hún vildi veita Islendingum er þángað ötluðu en hún svað svaraði að hún vildi veita móttöku nema sem svaraði 20 fjölskildum og var haldin fundur þar þessu við víkjandi svo margir breittu meiningu sinni með að fara til Halifax 11 Júlí fór jeg um bord í Gufuskipið Austrian það dróg 2458 Tons fæði á Skipinu

Morgun matur Te Brauð og Smjer Miðdagsmatur súpa og kartöflur og Kjet og stundum Fisk og Búðing á Sunnudögum 19 Júlí klukkan 11 um dagin Saum við Labrador ströndina á hægri hönd en Nyfundna land á hina við Sáum margar Fiskiskútur frá Nífundnalandi 21 Júlí Sáum við Qvibekksfylki þá kom 1 Íslendingur fram á Skip til okkar hann var Sendur frá Stjórninni í Halifax Sagði hann mjer okkur að þar væri Atvinnulaust og Fisklaust og Sveikst hún að mestu um öll sín loford því hús vóru ekki til handa nema 7 Familijum svo hjeldum við öll áframm til Kvíbekk og lentum í Kvíbekk 22 Júlí þar fundum við tvo

Íslendinga fr sem kómu frá Halifax og ötluðu í Maitopa við hjeldum allur hópurinn á fram til Manitopa nema 7 eða 8 menn 23 Júlí fórum við frá Kvíbekk og kómum til Toronto 24 Júlí um Nottina, við urðum að kaupa járnbrauts seðil fyrir 13 Dollara áður en við fórum frá Kvíbekk en þeir sem ekki gátu keipt þá var lánað 27 Júlí fór nokkuð af Hópnum á stað frá Toronto en 28 nokkuð í Seirni hópnum var jeg og flestir þeir sem ötluðu til Halifax klukkan 10 kómum við til Sarnýu og fórum undir eins út á Gufubát 00 29 Júlí vórum við á Vötnonum 31 Júlí 1 Agust fórum við í vagnana 4 Agust lentum við í D00luth 2 Agust vorum við þar kyr 3 Agust fórum við í vagnana 4 Agust komum við

komum við til Rauðarár þar sem heitir Fisherslanding 5 Agust fórum við á 3 báta 1 Gufubat og 2 Flatbáta 8 Agust kómum við til Vinneipeg þar Vistaðist mart kvennfólk og var eptir sókn eptir því en ekki eptir karlmönnum og Vistaðist fátt af þeim marga landa fann jeg hjer úr Nílendunni sem vóru hjer í Vinnu 14 Agust fór flokkurinn á stað upp til Nílendunnar 16 Agust kómu híngað þeir sem fóru af Austurlandi Halldór briem var Túlkur fyrir þá þeir keiptu hjer kýr og Veiðarfæri og Maskínur og fleira, jeg hef ekki getað feingið vist en þá jeg er búinn að vera hjer í Vinnu í Viku og fæ 1 dollar og hálfan á dag í þeirri vinnu erum við eitthvað 30 Íslendingar Meira man jeg ekki að skrifa enda hef jeg stuttan tíma

jeg atla að biðja þig að skrifa mjer til aptur það fyrsta

Kveð jeg þig svo óskum bestu lukku og farsældar og bið þann sem öllu ræður að vera vermda þig frá öllu íllu

jeg bið að heilsa konu þinni Virðingarfyllst

Jens Egilsson

utanaskrift til mín er sona Mr, Jens Laxdal, Winneipeg P.O. Manitoba Canada

Myndir: