Nafn skrár:AnnAsm-1887-01-05
Dagsetning:A-1887-01-05
Ritunarstaður (bær):Garði
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:Anna er móðir Einars
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3175 4to
Nafn viðtakanda:Einar Friðgeirsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Anna Ásmundsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1837-12-15
Dánardagur:1891-04-07
Fæðingarstaður (bær):Rauðaskriðu
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Syðra-Fjalli
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Þing.
Texti bréfs

Garði 5 jan: 1887

Elskulegi sonur minn!

Guð gefi þér gott og blessunarríkt þetta nýbirjaða ár og allar þínar ólifaðar æfistundir Nú býst eg við að það verði í síðasta sinn er eg skrifa þér suður; því nú

fer þú. bráðum að verða laus þaðan og svo getur verið að æfi mín hér fari að stittast. Enn eg vildi meiga kissa þig í anda fyrir þína mikl art, er þú sunir og hugsunar

semi er þú hefur þó ná að hugsa um þig að líkindum. Já eg kyssi þig og þakka þér fyrir sendinguna sem er

Iðunn og fl. Innilega samgleðst eg yfir því að þér hefur auðnast að fá þér svo góðan fríðan kátann og mentaðan, förunaut, og sem á

við þitt skaplindi. Já eg óska ukkur allrar blessunar og ykkur verði hver stundin annari ánægju ríkari alla ykkar lífstíð, er eg óska að berði sem leingst. En nú er að

segja þér eitthvað í fréttum. Það er þá fyrst

um heilsufar að það er allgott, nema hvað eg er einlægt vesæl samt hef D eg fótaferð optast og er þá einhverja ögn að gera ímis að spinna eða prjóna. Eg er í

smíðhúsinu gamla eins og eg var og er Björn minn ráðsmaðurinn. Eg held þér síndist hann nóu bóndalegur. Hann hefur stækkað hjá kellingunni, og þar hugsa eg að

þú fengir nóugóðan fjármann. Hann heygjaði með Nönnu í sumar um 40 hesta. Þikir þér það ekki eptir vonum? Hann hefur ærnar í hornhúsi og lömbin í smiðjunni og

Gránu. Eg hef von um að hann basli af með heygið, því það hefur verið gott um jörð fram að jólaföstu.- Hann vill endilega vista sig en eg vildi heldur að hann spurði

þig eptir því. Eg býzt nú við að fara héðan í vor og bízt eg þá heldst við að fara til Friðriku dóttur minnar og Gunnlaugs að Víðivöllum. Þó þar

rend="overstrike">þar sé óhentugt pláss þeim líður vel og eru bæði vel ánægð. Ingibjörg var í sumar á Víðivöllum en þær Nanna og hún eru til skiptis hjá mér

í vetur. Olgeir sonur minn er á Vopnafirði og hefur furðanlegakomist af

en eg veit ógjörla um hvað hann hefur haft uppúr sumrinu því hann var við sjá, og hann vissi ekki þegar hann skrifaði síðast hvað hann hefði fyrir stafni í vetur

Ásgeir heldur til á Húsavík og er að smíða hús er hann á sjálfur og þarf því miklu til að kosta. Hann hefur verið hér í dallum nokkurn tíma okkur til gamans og leingst

á Víðivöllum. Hér er slæmt um atvinnu og fjaskaleg peniga ekla og er mjög gengið eptir skuldum en mönnum þikir leiðinlegt að britja skepnur sínar niður fyrir ekkert

verð. Nú man eg ekki meiri fréttir, en gaman hefði eg af að vita ef þér ditti í hug að sækja um eitthvert brauð, hvert það væri Eg orðleingi svo ekki þennan miða meir, en

kveð þig með forlásbón á öllu ófullkomnu af minni hendi og sér staklega fyrir þennan bréfmiða, og bið Guðalmattugann að vera þér alt í öllu og leiða þig veg gæfu og

guðsótta og veita þér alla blessun í lífi og dauða

það mælir ónít en elskandi móðir

meðan heitir

Anna Ásmundsdóttir

Ásgeir og Björn og Ingibjörg biðja óskup vel að heilsa þér.

þín sama móðir

Anna Ásmundsdóttir

Til

Einars Friðgeirssonar

í Reykjavík

Myndir:12