Nafn skrár:JohGud-1863-07-08
Dagsetning:A-1863-07-08
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gunnsteinsstöðum dag 8. Júli 1863.

S.T.

herra Bókbindari J. Borgfjörð!

Eptir til mælum yðar hefi jeg fært í tal við faktor J. A. Knudsen að ljá yður verelsi i húsinu á Árbakka næsta ár, en þvi miður er ekki orðið um það að gjöra, því fyrst var það að hann var búinn að leigja Bentsen Beykir húsinn, og hann svo aptur búinn að taka þann hér nýkomnu ??? Jósef Stjesen, svo honum var orðið ómögulegt að ljá svo mikið hús rúm sem yðr gæti nægt, og vildi hann þó feiginn gjöra það. Jeg reyndi líka til að fá húrúm fyrir yðr hjá Jómfrú S. Arnesen á Ytri ég, en forgéfins. Jeg gét því ekki skrifað yðr annað en fullkomna erindisleysu í þessu tilliti, og hefði jeg þó gjarnan viljað að það hefði ekki verið. Ef yðr ditti í hug að reyna þetta fyrir næstkomandi ár þá væri ómissandi fyrir yður að hafa einvherja útveigi með það í tíma. -

Yðar Skuldb. vin

JGuðmundarson

Myndir:1