Nafn skrár:JohGud-1865-04-14
Dagsetning:A-1865-04-14
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gunnsteinsstöðum dag 14. Apríl 1865.

Elskulegi vin!

Jeg þakka yður alúðlegast fyrir tilskrifið og sendinguna "S0k má i Aælli liggja" en ekki komu þar með afmælisvisur Havotins sem þér þó segið þér "hafið hugsað að sena mér afskrift af", og þækti mér mjög æskilegt að fá að sjá þær.- því er verr og miður að jeg gét ekki orðið við tilmælum þínum með höfunda að messu saungsbókar viðbætinum, svo nokkurt gagn sé að. Jeg hefi átt mjög erfitt með að grafa þá upp en það sem jeg hefi sendi jeg yður hér með. En af því jeg hefi ekki komist til að afskrifa blöðin verð jeg að biðja þig að senda mér þau aptur þegar jeg eruð búinn að halda á þeim. Gísli Eýúlfsson hefir ekki kveðið fleiri enn þá sem jeg veit um, eptir sem Jóh. Sýslumaður sagði mér í vetur. Sigurður á Heiði mun valla heldur eiga nema þetta eina vers. Lakast þykir mér að géta ekki haft uppá öllum Sálmum Síra Páls á Völlum. hann kvað eiga 9. Það sé jeg líka að sá sem skrifað hefir um Sálmaskoldin í Norðanfara hefir verið fróðari um þá eldri höfunda enn jeg er, (eins og mig furðar heldur ekki á) Jeg vildi þú gætir nú bæði vitað um þá sálma sem Páll hefur kveðið, og svo um þessa eldri

í þeirri von að þér yrðuð svo góður og láta mig njógta þess síðar. Heyrt hefi jeg að séra Stephán á Kálfatjörn hafi valið alla götiða Sálmana, og breytt þeim, að undanteknu því sem tekið er úr Passjusálmum hallgríms prests, sem Séra helgi í Görðum kvað hafa valið. En ekki veit jeg um fullan sann á þessu. Þetta er nú allt er jeg gét upplýst. Svo þér gétið gloggvað yður á skammstöfunum höfundanna set jeg hér nö-fn þeirra. A.J. Arnór prófastur jónsson Vatnsfirði. ; B. Sturluson. Bjarni Sturluson. (mér oþekktr, gamall) ; Gi E. Gísli Eýulfsson bróðir Sra Þorkels Borg. ; H.J. Hallgrímur Jónsson (nú dáinn) djákni ; H.P. Hallgrímur prestur Pétursson. ; J.M. Jón prestur Magnúsarson Laufási. ; J.Þ. eð J. Þorl. Jón Þorláksson prestur Bægisá. J.Þ.V. Jón Biskup Þorkélsson Vídalín. ; M.E. Magnús prestur Einarsson Tjörn. ; M.St. Magnús Stephensen Doctor. ; O.E. Oddur Boskup einarsson. ; Ó.I. Ólafur prestur Indriðason Kolfreýsstað ; O.O. Oddur prestur Oddsson Reynivöllum. ; P.J. Páll prestur Jonsson Völlum. ; S.G. Sigurður Guðmundarson bóndi Heiði Gönguskörðum. (Lifir enn.) ; S.J. Sigurður prestur Jósson Presthólum. ; St.J. Steinn Biskup Jónsson.

St.Ó. Stephán prófastur Ólafsson Vallanesi. ; St. S. Th. Stephán prestur Sigurðarson Thórarensen Kálfatjörn. ; Svb. E. Sveinbjörn Egilsson Rektor. ; Þorl. Þ. eða Þ.Þ. Þorlákur prófastur Þórarinss. Ósi ; Þ.St. Þorvarður prestur Stephánsson Hofi Vopnafirði. jeg hefi líka verið að balsa við að fá upp höfunda að sálmum þeim sem höfunda lausir eru í Sálmabókinni, en það gengur ærið tregt, og er víst ómögulegt með suma þeirra. Mikið þækti mér vænt um hvað þér gætuð bendt mér í hvorutveggju þessu.

yðar Skuldb. einl. vin

JGuðmundarson

P.E.N.M.O.P.2

Sem að gjörir

Myndir:12