Nafn skrár:JohGud-1865-05-17
Dagsetning:A-1865-05-17
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gunnsteinsstöðum dag 17. Mai 1865.

Elskulegi vin!

Jeg þakka yður alúðlegast fyrir tilskrifið frá 24. f.m. og þvi fylgjandi kveðlíng. ekki þurfið þér að flýta yður með sálma registrið mitt framar enn kringumstæður yðar góðmótlegu til leyfa. Jeg gjöri svo ekki mikið með það hvort heldur er, fyrst um sinn í sumar. Nýlega hefi ejg heyrt að G. Gisli pr Sigurðarson á Stað hafi kveðið 2 eða 3 sálma í viðbætinum, en því miður hefi jeg ekki gétað fengið upplýsíngu um hverjir þeir eru. Mér hefir því komið til hugar að ef svo væri að þér þekktuð Síra G. G. að mælast til þér skrifuðuð honum, og til að leita eptir upplysingu hjá honum í þessu efni, og svo líka um þá höfunda að gömlum salmum er hann kynni að þekkja af þeim sálmum er í viðbætirinn hafa verið teknir, og eins ef hann þekkti einvherja höfundana að sálmum þeim er höfundalausir eru í Salmabókinni. Jeg er að tína saman hvað jeg gét af þessu.- Hefir Sigurðar Gíslasonar Dalaskálds verið gétið með höfundum gamalla Sálma? Hann hefi rkveðið vikusálma sem til eru í handritasafni Guðm. Sál. á

Geitisskarði. Þér nefnið í bréfi yðar "fræðimanna og bókmentasögu" Einars gamla á Mælifelli. En það hið svo kallaða Rithöfunda tal hans? eða er það áreiðanlegt og skrifað eptir hans handriti? Jeg veit ekki betur enn Guðm. Sál. hafi aukið það nokkuð. og vildi jeg gjarnan reyna að ná afskrift af þeim viðaukum fyrir yðuar ef þér vilduð, og ef jeg gæti, aður enn handritin verða drifin suður, móti því að þér þá síðar leðuð mér ritið allt til afritunar handa Lestrar félagi okkar hér. Jeg gjörði tilraun í vetur að fá nokkuð af handritonum lánað hjá Bókmentafélagsdeildinni í Reykjavík, til að reyna að ná afskriftum af einhverju af þeim áður enn þær siðustu menjar af hinum merku ritum Espólins og Einars Sál. hyrfu úr Norðurlandi, og bauð ábyrgd og veð og kostnaðarlausann flutning siðar til fél. á þvi er það léði. En jeg hefi nú fengið afsvar, og þykir mér það heldur harðt, og satt að segja þykir mér þessi aðferð vera líkari ómentuðum og óþjóðlegum óþokka, enn vísinda stiptun sem ætlar sér að frama Islenskar bókmentir. Ekki hefi jeg fengið fyrri afmælis visurnar né heldur Jólavisurnar, og væri mér kært að fá þær hvorutveggju ef þér gætuð, og vilduð svo vel gjöra.-

Fyrirgefið nú þennan efnislitla miða yðar Skuldb. vin

JGuðmundarsyni

Myndir:12