Nafn skrár:JohGud-1866-02-11
Dagsetning:A-1866-02-11
Ritunarstaður (bær):Gunnsteinsstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Gunnsteinsstöðum dag 11. Febrúar 1866.

Heiðraði elskulegi vin!

Jeg þakka þér með ást og alúð fyrir tilskrifið frá 19. f.m. og því fylgjandi sendíngu. Sem jeg ófyrirsynju hefi aukið þér ómak með hvað "Barnsfarasóttina" snertir því nú er Sýslumaður að útbýta því riti. Báglega hefir nú tekist fyrir Jóhanni garminum. vegna ótíðarinnar situr hann tepptur fyrir sunnan Holtavörðuheiði en fylgdarmaður hans hann í gær8.þ.m. með lítið eitt af bréfum Eins og við mátti búast af þér hefir þú tekið einkar vel og mannúðlega í allt það kvabb sem bréf mitt í vetur hafði með að fara, en sérílagi þakka jeg þér fyrir umsýslu þína við G. magnússon, og bið jeg því að halda því fram sem bezt þú gétur. Enkum riði mér á að fá greinilega fyrirsögn frá G. um fyrirkomulag það er hann hugsar sér á safni sínu, svo að jeg ekki safnaði því er hann ekki vildi, og að það sem frá mér kæmi yrði honum sem aðgengilegast m.fl. Enga línu fekk jeg nú frá gísla. Mikið vænt þykir mér um að meiga eiga von á Hrana Hrings sögn frá þér. En ekki skaltú vera að kosta uppá að senda mér hana með Pósti, því héðanaf í vetur gét jeg ekkért

skrifað fyrir annríki. En géti Íngimundur vinnumaður minn flutt hana í vor, væri mér kært ef þú gætir sendt mér hana. Jeg býst við að Guðm. Sál. sé vala fullkomnari en betri, því jeg hefi fáorðan vitnisburð hans um hana, og lætur hann mjög lítið yfir henni. Ef þú vissir eitthvað um hvaðan Saga þessiþín væri aðkomin og hver hefði vitað og eptir hverju, væri mér kært að fá það með. Ef Ingimundur ekki gæti tekið Söguna væri mér mjög kært að géta feingið hana í sumar emð Skóla lærisveini Pétri Guðmundarsyni því það er líka bezta og óhultusta ferð. Ekki hefi jeg séð rit Hjaltalíns til B. Sveins og ekki heldur rit Fr. Eggértss. og væri mér kært ef þú gætir útvegað mér þau með tíð og tíma. Eins og líka mér þækti einkar vænt um að meiga eiga þig að til að útvega mér ýmislegt smávegis sem út kemur og ekki er sendt út um landið. En ekki skaltu vera að hugsa um að útvega mér Lilju ef þú ert ekki búin að því. Jeg óska þér til lukku með þína nýu stöðu og vildi líka þú gætir haldið henni á meðan þér býðst ekki annað álitlegra, þó jeg raunar ímyndi mér að staðan sé ekki sem skémtilegust. Ekkért er héðan að frétta nema harðindi af hríðum og snjóþýngslum síðan fyrir Þorra, og ekki hefir komið nokkur stund frostlaus síðan á Nýári. Hafísin er nú að flækjast hér úti fyrir

Jeg bið þig nú að fyrirgéfa þennan ómerkil. miða þínum elskandi vin

JGuðmundarsyni

E.S. Núna 22 fékk jeg rit síra Fr. svo þú skalt ekki hugsa um að útvega mér það. Ætíð sæll! JG.

Myndir:12