Nafn skrár:JohGud-1869-02-11
Dagsetning:A-1869-02-11
Ritunarstaður (bær):Mjóadal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Mjóadal dag 11 Febrúar 1869.

Háttvirðti elskulegi vin!

Loksins er jeg þá búin að halda á Söguþætti þínum af hrana hríng. og sendi jeg þér hann nú hér með með kærasta þakklæti fyrir lánið gofyrirgéfníngar bón fyrir dráttinn á skilonum frá mér. Nú erum við félagar búnir að láta prenta Skýrslu félags vors, og þó hún sé mesta ómynd að allri gjörð dyrfist jeg að senda þér hér með 2 Exempl. sem lítilfjörlegann þakklætisvott fyrir velvild þína og gjafir félaginu til handa. Þú gétur hjálpað Bokmentafélagsdeildinni eða einhverjum öðrum sem þér sýnist. Mikið varð okkur dýrt að fá prentun á pésa þessum, prentunin á arkinu varð 11rd. Upplagið 200rd Jeg skrifaði þér í haust um Baldur m. fl., og hefi jeg síðan frétt að þú mundir hafa útsendíngu hans á hendi, og þóktist jeg því hafa htt vel á. Þér mun ekki hafa þókt jeg hæla Baldri mikið

sérílægi kveðlíngonum, enda mun jeg seint verða svo að mér að jeg meti suma af þeim mikið. En blöð þau er siðar komu þykja mér allgóð. Jeg var því hálfpartin farin að sjá eptir að jeg sagði mig frá útsölunni, því nokkrum kaupendum gat jeg þó haldið, en jeg þurfti ekki lengi að sjá eptir þessu, því nú ert þú eða einhver búin að senda mér 11 Exempl. á ný, en ekki veit jeg nú hvað mikið jeg kann að géta seldt. Ekki hefi jeg enn feingið titilblað fyrsta ársins eða fyrsta blaðið af þessu svo mér þykir galli á ef hann verður höfuðlaus, enda er nú ekki svo ástaðt fyrir mér að jeg géti sendt það sem eptirstóð af borguninni, það er líka enn talsverðt óborgað til mín þó allt ætti að borgast fyrirfram. 5. blaðið fékk jeg loks með skilum svo allt er nú komið af fyrsta árinu þegar jeg fæ titilbblaðið. Ekki hefir þú enn látið mig vita hvort jeg á að fara að reyna að útvega afskrift af Æfisögu Jóns Sýslum. Jakobssonar eptir Jón Espólín. En það er líkast til jeg ætti óhægt með það ef jeg feingi ekki vissu um vilja þinn í því enfi fyrrenn um eða undir sumar mál að Póstur kémur Ekki gét jeg sagt þér héðan neitt merkilegt, því fyrirmyndarbús hugmynd Húnvetnínga er Norðanf. skýrir frá verður víst að litlu í þetta sinn.

Fyrirgéfðú þennan ómerkilega miða þinum einlægum vin

Jóhannesi guðmundarsyni

Myndir:12