Nafn skrár:JohGud-1869-09-24
Dagsetning:A-1869-09-24
Ritunarstaður (bær):Mjóadal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

fengið 15/10-69. og bl. af Baldur með. Mjóadal dag 24. September 1869.

Elskulegi vin!

Hafðu kærar þakkir fyrir tilskrifið síast um allt annað gott og vinsamlegt. Þó ólíklegt sé en jeg nú svo vant viðkomin að jeg kémst ekki til að skrifa þér miða, og hlytur því seðill þessi að verða mjög ómerkilegur Þá er fyrst að géta þess að jeg hefi feingið ef sendt 14-15 blað Svaldure, og sendi það því hér með til baka. Jeg hef nú feingið 17 No af Baldri og vantar ekkért á milli. Loksins hefi jeg nú fengið að nafninu kaupendur að þessum 11 Exempl. en valla borgun frá nokkrum manni, og ekki einn einastu skilding í peníngum, og er jeg nú þvi miðr ráðalaus með borgun fyrir blaðið, Jeg var að hugsa um að senda þér kind og biðja þig að verzla henni fyrir mig í þessu tilliti, en fyrir þá stöku kulda neyðartíð sem hér er nú þori jeg ekki að eiga það á hættu. Það lítur helzt út fyrir að öll vatnsföll verði ófær af frosti þar til þau géta lagt. I fyrradag var Blanda rennd á 2r hyljum sem jeg veit, og nú í morgun var á 7. tröppu frostið hérna. Þetta er víst dæmafátt. og svo er nú hér á Laxárdal

alsnjóa síðann þann 17. þ.m. og allt lítur þetta hörmulega út. Fyrir nokkrum árum síðan tók Pétur Pétursson frá Úlfsstöðum í Skagaf. af mér 20 Exempl. af Húnvetníngi til sölu hvert á 24~ _ ?? 48~ Pétur þessi sigldi eptir það, eins og þér máksé er kunnugt, En síðan hann kom inn hefi jeg frétt hann hafi eitthvað verið við Verzlun í Reykjavík. Jeg vildi því biðja þig góði vin! að reyna til að ná fyrir mig skuld þessari, og ef það lukkaðist vildi jeg það gengi uppi borgun fyrir Baldur. Af þessum 7rd 48~ á Pétur sölulaun Af fyrra ári Baldurs vantar mig 1 Exempl. 1-4 blaði er mér væri kært að fá. Nú eru kaupendur blaðsins að fækka og vildi jeg feginn vera alveg laus við útsölu á því framvegis. Jeg má nú ekki fjölyrða þetta meíra en kveð þig óskum allrar farsældar.

Þinn skuldbundinn heiðrandi vín

Jóhannes Guðmundarson

Myndir:12