Nafn skrár:JohGud-1870-xx-xx
Dagsetning:A-1870-xx-xx
Ritunarstaður (bær):Mjóadal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):A-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 97 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jóhannes Guðmundsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1823-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svínavatnshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):A-Hún.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Mjóadal á Kyndilmessu 1870

Háttvirðti kæri vin!

Alúðlegast þakka jeg þjer fyrir tilskrifið með pósti í vetur, og sjerilagi björgunina á Baldri er mjer kom mikið vel því ekki er ofgott að heimta verðið þó menn geti staðið í skilum. Jeg sendi þetta með Kaupmanni ofaní Lángadalinn, en hann hefir ekki viljað skilja það strax við sig. Þó ferðir hafi fallið niður hefi jeg ekki getað skrifað þjer fyrri. Jeg er hjer svo afskekktur og veit ekkert hvað gjörist fyrri enn eptir dúk og disk. Það er víst óyggjandi að Sigurður Sál Guðm. son á heiði er höfundur að No 64 í nýa Sálmabókar viðbætirnum, þvi Síra Pétur í Grimseý sagði mér það eptir honum o: Sigurði og hefði hann mjög furðað á því að það var þar komið, og gott ef hann sagði ekki það væri vers úr sálmi. Því miður veit jeg ekki hvar sálmasafn hans er niðurkomið. Jeg hefi að sönnu heyrt það mundi vera hjá Alþíngismanni Se Ólafi Sigurðarsyni í Ási, og mjer þykir það ekkert ólíklegt því Ólafur er mentamaður. Líka má vel vera það sje hjá dóttur manni Sigurðar Stepháni bónda StephánsSyni á Heiði; og í öllu falli hlýtur að vera hægt að

spyrja það uppi. Óheppinn varð jeg þeg að Pjetur Pjetursson skyldi vera farin þegar þú fjekkst brjef mitt, en jeg bið þig samt að hafa mig í huga, ef hann kynni að koma aptur til Reykjavíkur. Jeg fjölyrði ekki framar þennan seðil en skje kann jeg skrifi þjer síðar ef maður fer suður sem mjer er að nokkru leiti viðkomandi.

Þinn ætíð skuldbundinn elskandi vin

Jóhannes Guðmundarson

Myndir:12