Nafn skrár:ArnJon-1859-10-02
Dagsetning:A-1859-10-02
Ritunarstaður (bær):Arnhólstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 93 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Arnfinnur Jónsson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-00-00
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):Arnhólsstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Skriðdalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Múl.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

104 Arnhólstöðum 2/10 - 59

Góði vin

Alúðar þakkir firir Senðínguna á víglunðar rímum og Stak lega góð vilð í Sumar Jeg Skammast mín að Skrifa Yður fyrir þá skulð að eg hefi Svo leingi traslað að Senða borgunina fyrir rímurnar enn nú Senði eg Jóni Sygfús Syni á Kietilsstöðum briefið og bið hann Síá um það og eg legg hier Innaní 54 Skilðinga fyrir Rimurnar og bið Yður firir gefa mier hvað leingí eg hefi dreiið að senða þettað litil ræði hieðann er ekki að Skrfa friettir þvi þær eru eingvar til nema bærilega líður fólki og harðinði Svo menn eru farnir að verða hræððir um að hei birðir verði littlar ef til leingðar lætur Þórgrímur kom og við Sömðum um hesta kaupinn Svo og Svo Sem eg nenni ekki að skrifa Yður núna enn ef þier komið á austur lanð þá vonast eg til að þier komið til min eg voerð næsta ár á.-

Hallbiarnarstöðum lofi guð mier að lifa (það er næsti bær fyrir Innann þig nú) þá skal eg Sei ia Yður frá okkar góðu við skiftum laxdal og mín fór látið mier þettað flíti klor og lifið Svo alla tima vel oskar Yðar ein lægur vin

ArnfinJónson

S,T,

Herra bókbindara J, Borgfiörð

Myndir:12