Nafn skrár:JohHal-1875-08-22
Dagsetning:A-1875-08-22
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4416 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jóhannes Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-09-10
Dánardagur:1935-09-10
Fæðingarstaður (bær):Geitafelli
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Grenjaðarstað
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

P.S. Adress Box 89 as before I'm going to Milwaukee at about the middel of October next. yours J.H.

Elskulegi vinur!

Beztu hjartans þakkir fyrir 2 ágæt bref meðtekin 24a Júlí og 20te næstl þú ert vissulega seinþreyttur til reiði, að þú skulir ekki fyrir löngu vera hættur að skrifa mjer, svo ómannlega sem mjer hefur farist að endurgjalda þjer í sömu mind jeg er nú búinn með óaflátanlegri og næstum ófyrirgefanlegri leti að æra frá mjer alla sriptavini heima nema þig og Kr Jónasson, frá Sigfúsi hef eg ekki fengið línu síðan í snemma í mai en eg fyrirgef honum því eg veit að þær tilfinningar sem endurfundir fagurrar fósturjarðar og „ástríkrar unnustu„ hafa í för með sjer eru nægilega sterkar til deyfa minningu lítils fræna í fjarlægu landi að minnsta kosti í bráð. Ingib. hefur ekki skrifað mjer í heilt ár máské af því eg hef sagt henni of margt satt, Gunnl er hættur af því eg gaf honum hnífil fyrir ótrúmensku hans "óviðkomandi jómfrú„ svo sem Kristb. S.Ósk, Mekku og Siggu, hef eg viljandi látið þagna með því að gjalda þeim kuldalegt orðaglamur fyrir snarpheitt rósamál í óeiginlega uppsrkúfuðum stíl, en ef satt skal segja þá er eg í rauninni feginn að vera laus við þessar vænglausu hunangsflugur sem ekki var verdt að hlusta á, mjer er nóg ef þú vilt halda áfram að skrifa mjer því þín bréf ein svala betur mínum andlegu þrám heldur en allra annara til samans þessvegna er eg nú búinn að ásetja mjer að skrifa fáum eða engum öðrum en þjer það eina sem mjer þykir að þínum brefum er að þú hælir of mikið hinu botnlausa rugli sem eg ber á borð eða rjettara sagt á pappír fyrir þig og sýnist þannig ganga framhjá heilræði sem hjer er opt brúkað 0: never praise anything but what you can't beat. Það sem eg skrifa þjer af frjettum í þetta sinn verður hverki nje mergjað eg er nú einsog þú sjerð kominn í burt frá Milw. og um 40 mílur vestur á land til bænda, eg fór frá Milw. snemma í Júlí ásamt 4 öðrum löndum til þorps eins sem heitir "Oconomovoe„ þaðan gengum við 10 mílur í norðvestur til "Alderley„ þar vissum við af tveimur löndum og spurðum þá um hvar bezt mundi að fá vinnu, fórum við eptir ráði þeirra og fengum strax nóg að gjöra og er mjög skamt á milli okkar, eg var svo heppinn að hitta á beztan stað og öfunda sumir fjelagar mínir mig af því, eg er vistaður til 3ja mán. hjá tveimur Skotskum bræðrum sem búa með móður sinni, þeir eru liprir og viðfeldnir, og kerling þvær og bætir

föt mín fyrir ekkert sem þó ekki er siður hjer, ekki fæ eg nema $15 um mán. og fæði af því eg er óvanur uppskerumaður, en næsta sumar ætti eg að geta fengið frá $ 1 1/2 á $2 á dag við að binda hveiti hef eg tvisvar reynt mig við alvanan og fljótan þrjót og bar sigur úr býtum í seinna skipti af löndum þeim sem eru hjer nálægt mjer þekkir þú aðeins tvo Gísla frá Mjóadal og Stefán frá Ljósavatni, - 5ta þ.m. náðu þeir Olafur Olafsson og Pall Björnsson tilbaka til Milwaukee úr Alaskaferð sinni og er saga þeirra hjerum bil á þessa leið; 12 mai þá kom fyrzta kaupskipið til Kodiac og fengu þeir þá loksins bréf þau er send voru frá Milw. í Febr. og Marz skip þetta lagði aptur á stað frá eyjunni 15. Mai og tóku þeir sjer far með því til San Fransisco Olafur sem háseti en Páll sem kokkur þeir fóru fyrst norður að Cooks Inlet og voru svo að flækjast þangað til í miðjum Júní þá komu þeir aptur til Kodiac og dvöldu þar nokkra daga, þaðan fóru þeir til Sitka og komust svo loks til San Fr. 16 Júlí þaðan held eg þeir hafi fengið fría ferð til Milw. ekki hef eg fundið þá að máli en sagt er þeim hafi litist vel á landið, samt er nú líkl þetta góða Alaska mál á enda að minnsta kosti fyrst um sinn og eru hin illu úrslit þess mest að kenna galopaskap Jóns Ol. sem nú hefur fyrirgjört öllu því trausti er svo margir af löndum hjer báru til hanns og í launi get eg sagt þjer að Consúlshúfan sem sagt er að hann hreyki framaní Reykvíkingum er ekki annað en gömul hermannshúfa sem honum var gefin á skipinu sem þeir fóru fyrst með til Kodiac af því hann misti sinn egin hatt í sjóinn, þetta er nú annars allgott því skeð getur að húfan verði Jóni að ægishjálmi í augum Baunverjans og gott traust hef jeg með að hann (Jón) sleppi einhvernvegin einsog fyrri, Snemma í Júlí mán komu til Milwaukee frá Canada Skapti Arason og Kr. Jónsson fra Hjeðinshöfða þeir vóru á leiðinni til Manitoba sem er eitt af lendum Breta hjer í Norður-Ameríku, þar ætluðu þeir ásamt Tryggva Jónassyni að útvelja nýlendustað handa Isl. Sigurður Kristóferson sem kom hingað vestur ásamt mjer slóst í för með þeim Tryggvi kom aptur til baka 14 Aug. og var þá strax telegrapherað til Sra Jóns Bjarnasonar í Madison sem kom næsta dag til Milw. og boðaði hinn fyrsta ársfund „Islendingafjelags í Vesturheimi" mættu

fundar menn á rjettum tíma og vóru að öllu rusli samtöldu um 40 fyrzta umræðuefnið var um hvernig að embættismenn fjelagsins þeir er valdir voru í fyrra hefðu gegnt skyldu sinni og kom öllum saman um að skrifari Jón Ol. hefði ekki lokið verki sínu af sem bezt því ekki fannst einn stafur í reikningum eða skjölum fjelagsins skrifaður af honum, þegar búið var að endurskoða alla reikninga voru upplesin nöfn og aldur Isl er fæðst hafa og dáið í Amer. því næst kom Sra Jón með þá uppástungu að sleppa skyldi öllum sektum úr lögum fjelagsins af þeirri ástæðu að þær væri ekki nema til að auka óánægju ýmsra fjelagsmanna og ætti slíkt ekki að eiga sjer stað á meðan fjelagið væri ekki stærra en það er, sömuleiðis að halda skyldi húslestur á Sunnudögum á meðal landa í Milw. sinn Sunnudaginn í hverjum stað, einnig að halda skyldi Sparisjóð og leggja í hann vikulega og var þetta alt samþykkt í einu hljóði, þá var byrjað að tala um „Manitoba" og las Tryggvi upp heilmikla lýsingu á landi því er þeir höfðu valið fyrir nýlendustað og sem liggur vestanvert við vatnið „Vinnepeg" það er vaxið grisnum skógi sem ljett er að ryðja en sumstaðar talsverðar engjar svo þar er strax hægt að hafa margar kýr, jarðvegurinn lítur út fyrir að vera góður til akuryrkju hið svarta mjúka moldarlag kvað vera frá 6 þuml til 2 fet á dýpt en þar undir er kalkblandaður leir í "Lake Vinnepeg" er líka veiði allmikil og nokkur í "Red river" sem er á allstór og rennur í gegnum land það er þeir völdu fyrir nýlendu stað, við á þessa segir Tr. að sje vel lagað fyrir borgarstæði og vill hann fá útmælt svo sem 1000 ekrur á þeim stað sem líklegast er að bærinn byggist og ætlast hann til að þessum þúsund ekrum sje skipt á milli þeirra sem fyrstir koma þangað svo að hver fái 5 ekrur og 160 ekrur af sjálfseignarlandi þar fyrir utan, land þetta er ekki beinlínis í ríkinu Manitoba heldur norðan við það meðfram Vinnipeg að vestan parturinn sem þeir hafa hug á er um 50 mílur á lengd en 2 „town-ship" á breidd (það er nálægt 12 mílur) stjórnin í Ottawa hefur í gegnum frjettaþráðinn heimilað Islendingum einkarjett til að byggja þetta land ásamt stórri eyju sem liggur undan því í vatninu, einnig býðst hún til að flytja þá sem nú eru í Canada ókeypis frá "Detroit" til "Manitoba" og fæst það líkl líka hjeðan, á fundinum í Milw. var samið ávarp til stjórarinnar (í Ottawa) um það og

því en er ekki hægt að fá nýtt fræ. - Heilsaðu kærlegast pabba og systrum mínum og öllum sem mjer eru kærir guð veri með ykkur öllum og láti velferð ykkar fara dagvaxandi gleymdu ekki að skrifa mjer þó að eg sje þess ómaklegur og mundu eptir að þú átt að launa íllt með góðu, eg er þinn einl. og elskandi vinur og mágur Jóhannes

ætlar Tryggvi að koma því á framfæri þegar hann kemur austur til "Toronto" þegar búið var að ræða um "Manitoba" voru kosnir embættismenn til næsta árs og hlutu þessir flest atkvæði forseti Sra Jón Bjarnason varaforseti Lára kona hans skrifari Jónas stóri og gjaldkeri Olafur frá Espihóli að því búnu var fundi slitið og hafði hann staðið yfir í 6 kltíma og sagt er það hafi verið hinn bezti fundur sem Isl hafa haldið í Milw. en til ólukku var eg þar ekki en þessar frjettir hef eg týnt saman úr brjefum frá þeim sem voru viðstaddir, margir eru í uppnámi af hinni glæsilegu lýsingu á þessum landsparti en eg marka það lítið því mjer finnst sumir af löndum mínum hjer láti rjett einsog börn sem sækjast eptir öllu sem er nýtt ekki sízt ef einhver gyllir það fyrir þeim með meinlausum fagurgala, og líkt þessu ljetu þeir bæði um Shawano og Alaska sem nú er einsog ekkert í samanburði við "Manitoba" mjer gremst þetta kvikyndi en get ekki aðgjört og sannast að segja hef eg allt of mikið af því sjálfur, þú biður mig að segja þjer mitt álit um Alaska og er það fljótsagt, eg efast ekki um Kodiac eða suðurhluti Al. sje bæði hvað loptslag, jarðveg og einkum veiðiskap snertir betur lagað fyrir Islenzka nýlendu en nokkurt annað pláss í Am. en það hefur einn stóran galla sem er samgönguleysi við aðra en "Alaula" og harðlynda einskonar verzlunarmenn sem okkur Isl til skamms tíma ekki hefur verið nein nýung að sjá, og þessi galli ásamt vegalengdinni þangað er nægilegt til að sýna að þar getur aldrei orðið nýtt Ísland þeir sem hingað eru komnir þurfa að finna einhvern stað strax til að setjast að á í sameiningu áður en þeir eru búnir að tapa móðurmálinu eða eru orðnir kæringarlausir um þjóðerni sitt, en að vernda þetta hvortveggja svona á flækningi innanum allt það rusl sem hjer er samankomið, það er hægar sagt en gjört, eg gæti sagt miklu fleyra um þetta en tíminn er stuttur og blaðið á þrotum, hjer hef eg ekki aðra tíma til að skrifa en Sunnudaga og þykir mjer það ekki gott eg veit ekki hvert eg get einusinni skrifað unnustunni með þessari ferð eða ekki, og sjerðu af þessu að eg læt þig sitja fyrir öllum öðrum, jafnvel henni vegna hverrar eg flúði föðurland, frændur og vini til að berjast við óteljandi hættur og hindranir máské í langan tíma en ef guð vill þá vinn eg sigur og nýt hundraðfaldra launa ef eg aðeins fengi að deyja í faðmi ykkar sem eruð mjer kjær. þegar eg fór að heiman var þetta mitt princip. treystu guði og góðum mönnum. en nú er eg búinn að breyta þessu og segja. treystu guði og sjálfum þjer því góðir menn eru ekki auðfundnir sízt í Ameriku!! - fyrirgefðu elsku vinur! þenna ljóta seðil, eg skal senda þjer fræið sem þú baðst um annaðhvert með seinustu eða fyrstu póstskipsferð

Myndir:1234