Nafn skrár:JohHal-1876-06-08
Dagsetning:A-1876-06-08
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4416 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jóhannes Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-09-10
Dánardagur:1935-09-10
Fæðingarstaður (bær):Geitafelli
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Grenjaðarstað
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

Elskulegi vinur.

Jafnvel þó eg fengi ekkert bréf að heiman með annari ferðinni, þá ætla eg samt að drepa hjer niður penna til að láta ykkur sjá að eg er með lífi og heilsu l.s.G. með þessari ferð komu aðeins tvö brjef hingað úr Norðurlandi en engin blöð og getum við helzt til að okkar bréf hafi ekki náð í sunnanpóstinn. Úr Reykjavík er skrifað um almenn harðindi þ.e. fiskileysi og fjárkláða fyrir sunnan en ótíð og hafís við norðurland. Annað hefur ekki frjettst að heiman síðan í Marz, en við vonum að þessi harðinda boðskapur sje máské orðum aukinn einsog margt fleyra sem skrifað er úr Reykjavík en sleppum því, jeg er viss um að mín bréf eru á leiðinni og koma með næstu ferð, þú hefur varla gleymt mjer nú fremur en endranær. -

- er hjeðan til Minnesota og láta þar vel yfir sjer Frá Manitoba er lítið að frjetta, ísinn leysti þar af vatninu ekki fyren í Mai en þá kom allgóður veiðiskapur og hefur víst ekki veitt af því, því eptir brefum að norðan var fólk farið að fá skyrbjúg sem sjálfsagt hefur orsakast af ónotalegu viðurværi. Engin nafngreindur hefur dáið þar í vetur svo eg viti nema kona Olafs frá Espihóli og fóstursonur hanns er Olafur hjet, þau voru bæði fremur brjósveik og hafa víst ekki þolað hinn grimma og stöðuga kulda sem þar var. Heyrst hefur hingað að Sra Páll Þorláksson frá Reykjavík (svo kallar hann sjálfur aðseturstað sinn í Shawana) ætli að ferðast til Manitoba í sumar, en til hvers er ekki líðum ljóst sumir af þeim er þekkja mannkærleik hanns geta til hann ætli að leggja blessun sína yfir ekki einungis Nýja Island sjálft til lands og vatns, heldur beri hann einnig í sínu kennimannlega hjarta

innilega umhyggju og velvild til landa sinna þar og vasa þeirra fyrir hverjum hann ætli sjerstaklega að biðja svo þeir mættu á hæfilegum tíma opna sig og útrýma þeim saurugleik er hinir veraldlega sinnuðu kalla „The Almighty Dollar" en af því að enþá eru aðeins fá svín á Nyja Islandi þá er ekki víst að þessum óhreina anda verði hleypt í þau, heldur horfir beinast við hann verði látinn í hegningarvinnu til prestsins sem að dæmir embættisbróður síns Sæmundar fróða skal breyta honum í sel og ríða heim til gamla Islands, ekki samt til að ná í Oddann því hann er lítilsvirði hjá einveldinu í Ljósavatnshrepp heldur til að sækja eina ágæta og óspjallaða yngismey af Eyrarbakka sem fundin er verðug þess að verða móðir hinna tilkomandi hreppstjóra og presta í (hinni Ameríkönsku) Reykjavík!!!

Margt mætti víst skrifa hjeðan um sýninguna í Philadelphia en hverki er eg maður til að gjöra það laglega nje hef tíma til þess eg sendi þjer samferða þessu blaði 2 Dagblöð sem gefa þjer nokka hugmind bæði um opning sýningarinnar og hinna helztu viðburði þar að lútandi, eg ætla mjer samt að utleggja sumt af því og senda Norðanfara, en af því eg er nú að búa mig í burtu frá Milwaukee þá kemst eg ekki til þess. Eg er ásamt unglingsmanni úr Vopnafyrði ráðinn á herskip þangað til 1sta Dec næstkomandi eptir þann tíma verðum við annaðhvort að hætta ellegar vista okkur til 5 ára; vinnan sem við höfum er mest innifalin í allskonar æfingum sem til hernaðar heyra og hlakka eg til að reyna mig á því, kaupið verður frá 15 til 18 um mán. og fæði, við eigum að hafa lítið að gjöra en strangar lífsreglur að breyta eptir; ef af þessu verður þá skal eg seinna skrifa þjer greinilegar hvernig mjer fellur þetta líf. þið megið halda áfram að skrifa utaná til mín einsog áður því við komum hingað að minnsta kosti einusinni í mánuði til Milwaukee eða Chicago

9. Júní Jeg kem nú hingað aptur á þetta auða blað sem eptir varð í gærkvöld, til að hjala eitthvað við þig kl er 5 f.m. sólin er nýkomin upp, flestir eru en í fasta svefni og ekkert heyrist nema einstöku gufulúður frá járnbrautum sem eru brúkaðar jafnt á nótt og degi þegar eg minnist á járnbraut dettur mjer í hug að segja þjer frá hinni hröðustu ferð sem nokkurn tíma hefur verið gjörð í Ameríku og máské í öllum heimi. Um næstliðin mánaðamót fór ferðafólks lest (Passenger train) frá New York til San Francisco á 83 kl tímum og nokkrum mínútum vegalengdin er 3310 mílur, hin mesta ferð sem áður hefur þekkst var 50 mílur á kl.tímanum en þetta náði lítið yfir 72 og aldrei minna en 32 en að jafnaðar talið af mílum á hvern tíma verður ekki meir en lítið yfir 39. kemur að því að víða varð að standa við til að loka eldivið og vatn og skipta um Gufuvagna (000000000) ferðamennirnir vóru aðeins 16 og mátti hver borga 500 dollars en fría hvíld máttu þeir fá í viku í besta Veitingahúsinu 0.0. og fría ferð aptur til New York, þar fyrir utan fengu þeir vegaseðla úr silfri sem voru 40 doll virði. Heldurðu þú hefðir haft gaman af að vera með?

Jeg skrifa ekkert í Grenjaðarstað með þessari ferð, því tíminn er naumur og eg verð að fara umborð í dag þessvegna bið eg þig bæði að skila kærri kveðju og sömuleiðis láta vita að mjer líði vel, það er að segja ef nokkur spyr um mig annars skaltu ekki kæra þig um það. Gjörðu svo vel að leiðbeina kálfinum. Heilsaðu innilega pabba og systrum mínum einkum Guðnýu „And accept the best wishes from your affectionate friend and brother-in law"

J. Halldórsson

P.S. The Litographs which I mentioned in my last letter to you were mailed a couple of weeks ago. Yours 000 JH

Myndir:1234