Nafn skrár:JohHal-1876-07-18
Dagsetning:A-1876-07-18
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4416 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jóhannes Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-09-10
Dánardagur:1935-09-10
Fæðingarstaður (bær):Geitafelli
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Grenjaðarstað
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

Honey Creek July 18th 1876

Elskulegi vinur!

Jeg rispa þjer þessar línur í mesta flýti rjett til að lata þig sjá að eg er en þá lifandi, í þetta sinn hef jeg ekkert bréf að borga þjer því með tveimur seinast gengnum póstskipsferðum hef eg ekki sjeð eina línu frá þjer, með hinni seinustu þ.e. Júníferðinni fékk eg ágætt bréf frá gamla Schon, svo nú vantar mig ekki nema svo sem eina $2000 til að vera ánægður, en þó þeir alldrei láti sjá sig treysti eg

því að guð muni bera umhyggju fyrir öllu og blessa viðleitni mína svo að mjer auðnist að sjá ykkur einhverntíma á árinu 1877. Jeg fór frá Milwaukee 14. Júní yfir til Michigan í von um að fá góða vinnu og hátt kaup, en það brást hraparlega því þar er vesta harðæri eg ferðaðist þar um í 2 vikur og fékk enga vinnu, fór aptur til Milw. og var þar þangað til 11ta þ.m. að eg fór hingað vestureptir til að vinna við uppskéruna sem nú er að byrja og lítur út fyrir að verða mikið góð, hingað

Please, to take good care of the herewith enclosed letter to my bean and obilige J Halldorsson

eru um 35 mílur frá Milw. svo þið haldið áfram að skrifa mjer þangað einsog áður, eg býst við að koma þar í haust ef G.l. og þá skal eg skrifa þjer rækilegar helduren núna því bændum þykir "Good for nothing" að sjá menn sitja við skriptir um þenna tíma árs, eg er enþá óráðinn en hef haft daglauna vinnu við að binda rúg fyrir $ 1 1/2 á dag og fæði það er nú álitið gott kaup, en daglaunavinnan er svo óstöðug að maður hefur lítið meira uppúr henni en að ráða sig uppá mánuð fyrir frá 18 til 25 doll

þið skulið ekki vonast eptir bréfi frá mjer fyren um nýjár, því eg get líklega ekki skrifað neinum þangað til. Hjer er mikið fallegt pláss og næstum eintómir Jankee's svo eg kann vel við mig það sem af er. I seinasta bréfinu sem eg reit þjer minntist eg á að eg væri ráðinn á herskip og það var satt, en þegar það átti að fara út var gætt að stórgalla á öðru hjólinu svo það varð að setjast upp aptur og er nú aðgjörð. Fyrirgefðu þenna litla miða og kysstu fyrir mig G systir með kærri bróður kveðju eg er þinn einl og elskandi

JHalldórsson

Myndir:123