Nafn skrár:JohHal-1879-02-02
Dagsetning:A-1879-02-02
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4416 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jóhannes Halldórsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-09-10
Dánardagur:1935-09-10
Fæðingarstaður (bær):Geitafelli
Fæðingarstaður (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):Grenjaðarstað
Upprunaslóðir (sveitarf.):Aðaldælahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-þing.
Texti bréfs

February 2nd 1879

Elskul vinur!

Brjefið þitt af 19 oct. fá. kom fyrst hingað í fyrrakvöld og áttu margfaldar þakkir skilið fyrir það. síðan jeg skrifaði þjer síðast hef jeg staðið í allrahanda stórræðum, Mig minnir að jeg gæti um stúlkuna mína við þig síðast hún kom frá Milw. seint í October og svo giptum við okkur 28da Nov "or the American thanksgiving-day" Jeg leigði tvö lagleg herbergi uppá lopti í næsta húsi við búðina þar sem jeg vinn, og hef síðan lifað rólegu og ánægðu lífi, samt er eitt sem jeg þrái enþá og þetta eina ert þú og Guðný, þú segir þjer finnist svo mikill ábyrgðarhluti að hætta börnum þínum í svona langa og hættulega ferð, sem sje til Vesturheims, þetta er í vissum skilningi satt. En finnst þjer þá engin ábyrgðarhluti að útiloka börn þín og eptirkomendur þeirra frá andlegu og líkamlegu frelsi og framför sinna tíma, með því að kúlda þig og þau æfilangt í þessu kalda og dimma skúmaskoti heimsins, sem Island má með rjettu kallast Jeg hef hingað til hverki latt nje hratt þig hingað af því jeg hef sjálfur verið á einlægu reiki, en nú hef eg loksins fundið samastað sem mjer líkar, og jeg sje

að hægt er að lifa í, þessvegna hika jeg ekki við að segja, Kondu hingað í herrans nafni, og hugsaðu þig ekki lengi um, því tíminn er dýrmætur, og jeg skal færa þjer heim sanninn um að þú skiptir mikið til hins betra, Jeg get naumast hugsað til að þú skulir vera lengur á Íslandi þar sem harðindi og óstjórn fara dagvesnandi, ámeðan við hjer vestra böðum oss í hinum altlífgandi iðnstraum frelsis og menntunar þjer þykir máske að jeg mála þetta með alltof fögrum litum, en jeg ætla að láta þig sjálfan dæma þegar þú ert búinn að komast inní Amerikanskt líf og sjá með egin augum að frelsið er megin lífæð sem heldur þjóðlíkamanum við stöðuga hreifing og framför. - Ef þú bara værir kominn nú þá skyldi eg útvega þjer pláss við hliðina á mjer í búðinni En um slíkt er ekki að tala og jeg verð að fá þangað einhvern óþektan í þinn stað, jeg hef verið þar einn síðan fyrir jól, hinir tveir voru látnir fara, jeg veit ekki fyrir hvað, nú er aptur farið að lifna með verslun svo jeg hef næstum of mikið að gjöra, mest þreytist jeg á að reikna og færa inní bækurnar á hverju kveldi. - Jeg vildi þú værir kominn til að kenna mjer þýzku, því hennar þarf eg með daglega en get lítið talað.- Norsku, Svensku, Dönsku, Ensku og Islensku má jeg til að bulla sitt á hverri stundinni daginn út og inn, og er mjer orðið nokkuð sama hvert málið er, af þessu öllu er samt Norskan leiðinlegust og hörmulegt er að vita hve jafn fallegt mál er orðið afskræmt og viltaust (seinna meir)

Feb 3rd 1879

Nú kem jeg aptur til ljúka við þetta fánýta brjef þú biður mig að senda þjer mind af mjer, því þú eigir ekki nema eina sem þjer líki ekki Jeg hef aðeins látið taka af mjer tvær mindir síðan jeg kom vestur og hef sent þjer þær báðar fyrir löngu, en samt ætla jeg að senda þjer seinni mindina mína, þó hún sje nú orðin nokkuð ólík mjer, komi hjer "Photographer" í sumar þá skaltu fá mindir af mjer og konunni tilsamans, til bráðabyrgða sendi jeg þjer mind af henni sem var tekin fyrir þremur árum og er ekki vel lík. - þú segist hafa gaman af að vita um ýmsa er þú þekkir hjer vestra en sem ekki skrifa þjer, og verður mjer þá fyrst fyrir að minnast á Lopt Jónasson hann hefur 80 ekrur af landi og allgott hús 7 mílur norður hjeðan, hann býr með Aðalbjörgu frænku þinni, þau hafa átt saman tvö börn sem bæði lifa, Loptur skyldi við fyrri konu sína að lögum í sumar, en er þó enþá ógiptur Aðalbjörgu, honum líður vel í

efnalegu tilliti, drekkur varla neitt enn vinnur altaf, hann talar vel Norsku en varla neitt í Ensku. - Jónas langi er í Milwaukee, hann heldur saumabúð og hefur optast atvinnu, samt er hann að kalla í skítnum, að nokkru leyti fyrir sóðaskap, hann talar lítið Ensku enþá Guðrún Aradóttir er 8 mílur hjeðan gipt manni úr Vopnafirði þeim líður vel, Steffán frá Ljósavatni er þar líka, hann og Sigríður ega tvær dætur, mjög laglegar. Gísli frá Mjóadal og Lína eru í Milwaukee. þau eiga tvo sonu Gísli skilur en ekki að heitið getur eitt orð í Ensku þeim líður allvel samt langar Gísla altaf heim til Fróns, fleyri eru ekki hjer sem þú þekkir og læt jeg því útsagt um þetta mál

Now, Dear Friend! as I said before, I want you to make up your mind and come over here, I give you my word for it that you will never regret doing so your children being old enough to travel, are also of the right age to come here and go to school, remember, you must not deprive yourself of the blessings which this Great Union and my adopted country offer to every honest and earnest man who seeks to make it his home In your next letter please to favor me with your opinion of this matter, which I hope will meet your deerly consideration Having neither time nor space I must conclude by sending my best love to all your folks. Hoping to hear from you soon I remain yours forever true friend

John H Frost

Myndir:1234