Nafn skrár:JonEld-1889-02-15
Dagsetning:A-1889-02-15
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3093 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jón Eldon Erlendsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-08-12
Dánardagur:1906-11-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Keldunesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kelduneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Þing.
Texti bréfs

15. febr. 1889. - 35 Lombard Str. Winnip., Man.

Kæri vinr!

Með því eg hefi Eirík fundið þá bið eg hann fyrir þessar línr þær verða fáar og ómerkar.

Og efnið: það er þetta. Hingað kom eg 21. jan. var fáa daga atvinnulaus, gat síðan átt kost bæði á smíðavinnu og brautarvinna en frost (heljarfrost) hafa verið og tók eg því fremr innivinnu l. sjorettinn. það er stílsetning við „Heimskringlu". Vinnan létt og þokkaleg. Kaup lítið $20 um mán. og $10-12 ganga fyrir borð af því. Svo hefi eg farið í Goodtemplars stukuna „Hekla", þá er eg að berjast við djöfla nl. þá er orsök eru í allri ógæfu minni hér. Eg þarf ekki að vera margorðr um slíkt. Eg fæ „gagl fur gás, og grís fur gamalt svín" eða verstu skammir og ódrengskap fyrir hjálp. þetta er vanalegast her. Eg er í dálitlum skuldum og svo skortir mig fé í fargjald fyrir konuna. Hún er ennþá og verðr til 1. apr. suðr í mass. 2500 mílr héðan. Hún lætr betr af „fóstru" sinni síðan eg fór, getr skeð að hún að lokum beri lítið eitt úr býtum. Frá Ólafi Olassyni frænda mínum í Alberta (við Klettafjöll) fékk eg síðast bréf í gærkveldi. Hann lætr afbragsðvel af nýlendunni. Tíðafarið óviðjafnanlegt. Járnbraut ein eða fl. eiga að leggjast á næsta sumri um nýlenduna. Hann vill hafa mig vestr og ætlar að styrkja mig þegar hann

getur náð fé sínu undan öðrum (svikahroppum) Ekki - als ekki líst mér á hag landa hér í Wp. það eru rétt örfáir sem allvel bjargast helst þeir sem fara með kaupskap. Djöfuls frost og fjöldi landa gengr yðjulaus. margir fullvinnandi eyða því yfir vetrinn sem þeir afla á sumrin. Um þessar mundir er kaup stúlkna hér í bæ frá $6-20 um mán. Karla kaup við brúargjörð eru $2,50 á dag, en þess njóta fáir og þola aðeins traustir.Eg hefi góða heilsu og er þegar komin hér í allgott kinni við betri menn. Í gærkveldi fann eg fyrst Eirík.

Óvíst er enn að lán fáist hjá stjórninni til þess að kosta vestrfl. agent á þessu næsta sumri.

Eg bið þig að láta þessar litlu fréttir komast til vinfólksins á Kleifum. Eg hef engan tíma til að skrifa póstrinn þarf að fara innan fárra stunda og verkstofan heimtar mig.

Þinn vinr sem hjartanlega biðr að heilsa í bæinn

J.E. Eldon

Herra skólastjóri Torfi Bjarnason Ólafsdal

Myndir:12