Nafn skrár:JonEld-1889-08-15
Dagsetning:A-1889-08-15
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3093 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Jón Eldon Erlendsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1855-08-12
Dánardagur:1906-11-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Keldunesi
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kelduneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):N-Þing.
Texti bréfs

25 Lombard Str. Wp. Man. 15. ágúst 89.

Kæri vinr! Berðu kæra kveðju til allra vina minna hjá þjer

Eg er í dag að undirbúa ferð mína suðr til Dakota, þangað flytjast nú Ísl. héðan dagl. til þess að reyna að fá atvinnu. Hér er lítið að gera, fjöldi manna verklaus. Allmikil veikindi, barnadauði. - Ekki verða sagðar stórar hreifingar Ísl. hér vestra um þessar mundir og sízt framfaralegar. Sumir enda búazt við að líða sárum skorti næstu missiri. Þó er hér ein „stórklikka" sem allmikið lætur yfir sér, en flestir vitrir menn munu nú álíta að hún muni vera að stíga sitt dánar-spor. Hvert „Klikkan" á fremr að kenna við „Lögberg" eða Isl. lút. kirkjuna, veit eg ekki, því alt er sama tóbakið. Það má kalla þetta dálítið Rússneskt ráð sem lætur eptir sig liggja á þessu ári: fyrirlestra: „Isl. að blása upp", „Isl. nyhilistar", og svo eitt hálft dus. eða svo af fyrirl. sem enga yfirskrift hafa. - Það heldur eilíf peninga samskot utan kirkju og innan, þyngir á allar lundir hagi fávitringanna, níðir alt heimaalið grobbar af hagsældum landa hér, hælir sér á hvert reipi, þykist vinna vegna sannleikans (og svo kirkjunnar!) og engin tunga fær alt sagt er þessi neðra lýðr hefst að, sízt nema í löngu máli. Nú er verið að sækja heim presta og bjóða hingað út dáindism. heim - að þessu er líkl. að einhver skarpr Isl. heima gjöri sér gaman. - Almennt má heita alljótt útlit fyrir verkmanna lýð. - Eg læt þig vita að konan mín er dálítið á batavegi, hefir í hug að reyna sauma eða þvíl. Eins og fyrstir má óhætt segja að konur hafi hér langbezt tækifæri . Ekki hef eg séð bréf fra þier í langa herrans tíð, en vona það sé nú á leiðinni. Líklega get

eg ekki fengið mig til að rita þér bréf fyrr en ef dálítið betr blesi. Mundu að rita þínum als góðs unnandi J.E. Eldon

Utanáskr: í Heimskr.offic

Skólastjóri T. Bjarnason Ólafsdal Dalasýslu Iceland Evropa

Myndir:12