Nafn skrár:JonThv-1884-04-01
Dagsetning:A-1884-04-01
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Egilsstöðum
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Jón Þorvarðarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1814-00-00
Dánardagur:1898-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Papey
Upprunaslóðir (sveitarf.):Búlandshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Minniota Minnisota 1 april 1884

Góði vin!

Hér með þakka eg þér þitt kjærkomna bréf af 24 novenBer ++ enn meðtekið

8 marts n.l+ það er min hjartans ósk að þessar línur hittu ikkur ástkjæru hjón við bestu velliðan, nú er mér þá lokxins farin að veiklast von að eg fói þá

á næju í þessu lifi að sjá ukkur, og meiga umfáælma mina á hjartkjæru Imbu. er nú þo stór á næa að fá að heira að

ukkur liði vel. það er af okkur að seigja að okkur líð vel (l.ség.) og loftslagið hér á so vel við mig að eg hef hér miklu

betri heilsu enn eg hafði heima. Nú í vetur dó gamli Jonathan á Hognastöðum er var á Eidum því hann flutti þangað þegar Jonathan sonur

hans flutti til Bæarins i haust og birjaði þar verlsun, sem eg hefaður skrifað þér um, og órð leingi það hér því ekki meir. Hér er nú farið að

sá Hveiti og var það birjað núna á Föstudaginn var af heim???

þá er að minnast á vexilinn er Tryggvi sendi Jónathan Teingasyni

minum að eg fékk hann að nafninu til eftir að hann hafði brúkað hann til ágóða sér í 3 Manuði, nó um það. þú senðir mér með bréfi þinu afskrift

af reikningi og skila grein frá Waldimar fyrir innheimtu á uppboði minu, af reikningum sé eg að litið borgast af uti standandi skuldum mínum

og hefi eg aldrei truað það hefði orðið so lítið sem inn hefur borgast eftir iafn langann tíma eða yfir heiltár síðann eg for, að lítur helst út fyrir

að mig vanti skuluheintu mann að á minna þá að greiða i það minsta eitthvað dálítið árlega. Hefur Magnus Magnusson ekki enn borgað þær

kr 100 er mér voru lofaðar fyrir það sem eg undir hélt Jón lítla árið aður enn eg fór? Það gékk hreint yfir mig þegar eg hafði lesið skilagreininga

(réttara nonið að mér finst óskilagrein) því hann hafði aungva löglega heimild til að sleppa þeim fyrir að borga það sem þeir keiptu við

uppboðið og hann hafði lofast til að innkalla þo einhvörjer findu uppá að ljuja upp skuldum á seljandann, ekki gét eg vitað fyrir hvað að vera Þorsteirn

vill hafa þessa 10Kr 88a er hann neitaði að borga nema hann taki það fyrir nottina

er við gistum hjá honum seinast er við forum til Eskifjarðar,

þú ert nú kominn so langt i burtu að eg veit þér er það örðugt þo vil eg biðja þig ef þú gétur að komast eftir því og lata mig vita fyrir hvað hann hefur gjört þá

skulda kröfu. - Enn þær 11 Kr er Sigurdur Sveinsson neitaði að borga þikist eg vita að eru fyrir það sama er hann sagði Sislumanni i fyrra er hann fekk hann.

(Sislumanninn) til að taka út úr Reikningi minum á Djupavog 11kr er hann þokkist eiga eftir af arskaupi sinu hjá

mér, sem hann þó ligur. því þær 80K. er hann var raðinn uppa fékk hann eins og Reikningur hans sinir er hjá þér er. Sislumaður Jónsson skrifað mér i fyrra

að hann hefði tekið þessa 11 Kr til Sigurðar og geimdi þær eg skrifaði Sislumanni til og sagði honum að hann Sigurdur

ætti ekkert kjá mér. og fyrir það hann laug upp á mig þessari skuld sendi eg Síslumanni gagn reikning, (kontrareikning) fyrir það er hann barnaði

vinnukonu mína og eg ekki hafði fært honum til Reiknings og settí eg það 50K nú hef eg ekkert svar feingið frá Sislumanni enn, og er það því vinsamleg bón

mín til þín að þú vildir við

[vantar efsta hluta bréfsins á ljósriti] tækifæri að það irði tekið hjá honum lögtaki. mér þikir það

kasta tolfonum þegar Waldimar tekur 11% sem utgjörir 16.33, enn hver hefur tækið við þem peningum mér i mindast að hann hafi skrifað það i sömu mind

i reikning minn og hann fekk hjá borgendum og sent so kronu talið til Orum & Wulf, reindar

er eg ekki búinn á fá þá á visun enn, og af því sé eg að skipið hefur komið seint til hafnar í haust, og þo eg sé ekki ánægður með aðra eins rangsleins má

eg vist hafa það so búið eins og annað hunsbít síðann eg er kominn i só mikla fjærlægð, því það er bagt fyrir mig að ná rétti mínum úta Islandi

og vera uti vesturheimi, því hvern skildi eg géta feingið sem vildi taka það að sér heima á fróni

mín vegna að rétta hluta minn við alla þa er ganga á hluta minn heima þar sem eg á aunvann að nema þig sem eg gét haft til trú til, og get eg þo

valla vonast til þú viljer ganga uti það min vegna, enn samt bið eg þig hér með að gjöra so vel að reina að rétta hluta minn, jeg vona að Sislumadur á

liti það ekki rettvist af Sigurði Sveinssyni að taka tvívegis þessar upplögnu 11 Kr skuld er hann gjördi kröfu um að fá af fémunum

minum, eða skildi Sislumanni sinast það lögmætt af Waldimar að taka 4% fyrir að senda mér á visun fyrir það er borgaðis til hans af því er seldist af

fémunum minum á uppboði 22 juli 1882 og hannaður hafði tekið 4% fyrir að innkalla ef hann væri spurdur að því (Sislumaðurinn) gerdu so ver og

spurdu hann að þessu fyrir mig annað hvert munnlega eða skriflega. Nú hafa þér ekki neina stóra sín?? sem eg á heima að taka af

upplognar eða ó lögmætar kröfur imar, n??? með hjá þjér, og eg bist nú helst við að

það risi einhver er upp og vilji reina að kræka í það enn eg vo?? það sé ekki laust fyrir sem hjá þér er, það stendur ekki vænti eg

so á fyrir þér að þú gétir sent mér neitt af því í ár, og þikti mér þo vænt um að géta feingið til mín það sem eg á eftir hei?? því hér géfa

peníngar meiri arð af sér enn heima, ekki mattu taka þettað so að eg æltist til að þú gjórir það ef þú att i kroggum með það. Ekki hefur Jón Jonathansson

enn borgað mér það sem hann skuldar þér mig minnir fyrir Ædardun. -

þú munt vera j búinn að fá

klaraðann Reikning minn hj?? Sæmunssen? og hverninn ge?? það? jeg atti bísna mikið hja Snjólfi á Kallstóðum og

eitthvað hjá Þorsteini á Steinaborg hv??ju svara þeir? það er vist mikill giptingahugur í Gísla mínum á Eyd??lum, síðann

hann géfur sér aldrei tima til að skrifa mér línur, jeg bið þeg nú að bera honum kjæra kveðju mina og eins fósturforeldrum hans, og seigðu honum eg hafi forvitni

að frétta hvert það hafi komið nokkurt svar uppá bréfið sem eg flutti fyrir hann og atti að fara til nia Islands, það var eftir sem n?? mínnir

hann segði mér uppá skuld er þorsteirn sem va?? í Londum hafi í att þar inn jeg keipti frimerki á það og le?? það só

fara í Póstinn, að endingu kveð eg ukkur so astkjæru hjón og fel ukkur Guðs handleiðsu

þinn einlagur vin

JÞorvardarson

Myndir: