Nafn skrár:JonThv-1884-08-14
Dagsetning:A-1884-08-14
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Austfirðinga, Egilsstöðum
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Jón Þorvarðarson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1814-00-00
Dánardagur:1898-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Papey
Upprunaslóðir (sveitarf.):Búlandshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Minniota Minnisota 14 águst 1884

Kjæri vin!

Nú hef eg þá að þakka þér fyrir þín kjærkomnu 2 bréf það fyrra dagsett 5 juni enn meðtekið 26 águst það siðara af 3 águst meðtekið 29 august, af

þeim seg eg (G sé L.) að ukkur líður vel, og þið unið all vel lifínu i þessari níu stöðu ukkar, so vil eg með famordum minnast á að okkur hér líður

vel L sé G og við erum við sömu heilsu og við hofum haft siðann við komum hér vestur, enn natturlega óstirkist likaminn alltaf við

ellina á okkur sem öðrum þo heilbrigðir séu. þá er að géta þess að eg hef feingið avisunina fra Orum & Vielf uppa þær K 471,4a er

mér var sent frá Berufjarðar verlzun af 25 oktob. 1883. þú gétur þess að þú hafir skrifað öllum er eg atti hjá og hafirðu hótað þeim hördu og hafi þeim

sumum litið sagts við það, enn þo finn eg mér skilt að lata í ljósi aluðarfilsta þakklæti mitt við þig fyrir þær aðgjörðir þinar mér til handa.

eins og aðrar, jeg læt þá her við lenða að svara þínu fyrri bréfi (af 5 juni) þó eg sé fullviss um að það er frá þér vil eg þó geta þess að þú hefur gleimt

að skrifa á það nafn þitt þá er með fam orðum að svara þínu siðara bréfi (af 3 august) í því lætur þú í ljósi efnaskort þinn að setja þig hér niður sem

bónði, stragx og þú kemur hér enn jeg gét fullvissað þig um það að þem hefur ekki farnast hér betur búskapurinn sem hafa birjað hér með mikilefni

enn hinir er að eins hafa haft rað að borga firðina, enn hvað heilsu þína snertir vona eg hun skani fremur hér undir þessum klima hér enn heima,

og forþenusta hér er ekki ein bundinn við farmara lif eða farmara vinnu enn annað sem ekki kostar meiri á reinslu enn þau verk er þú af kastar þar

heima á froni, n? óll búðar vinna, ogénta, kontora, smíðar, bókband, og mart fleira. nó um það. aungvanveginn furðar

mig þó þú lítir þér mislíka er eg skrifaði þer að

skuldu nautum mínum þar heima mundi finnast so hægt geingið að skuldakröfunni að það

væri ósekið þo þeir tregduðust við að borga, eftir sem mér skilst af bréfi þínu hefur þjér funðist eg vera að ásaka þig fyrir linlega inn heimtu enn það

var aldeilis ekki mín meining, og þvi var það að mér þokti so vænt um að eg brosti með sjálfum mér er eg las að þú sagðist þo þekkja annann lakari

innheimtu mann enn þig, n? mig, jeg hef skrifað Joni teingdasyni minum til umað borga þær 53 Kr er þú att hjá honum enn ekkert

svar feingið enn, eg hef verið að hugsa að kaupa mér tim og mann til Montivito og heimsækja hann enn þiki það ekki til vinnandi

ef eg má géfa 48 Kr fyrir manninn og timið og óvist hvert eg fæ peningana þo eg finni Jón því allir ljuka upp sama munni um að hann sé skuldseigur, enn

samt her ef í higgju að skrifa honumenn og jafn Vel sitja um hvert eg gét ekki feingið ódyrari keirslu enn 48 Kr til að finna Jón, því það fullvissa eg þig um

að eg hef allann vilja á að ná þeim fyrir þig.

Þig undrar sem von er að eg skildi fhafa gleimt að við

rend="overstrike">j vorum bunir að inn færia í Reikning okkar á milli þær 100 kronur er mig minti eg ætti hjá Herra M. Magnussyni, fyrir það sem

Nonini dvaldi hjá mér, enn nú hefur þú með brefi þinu upplist mig um misminni mitt, og sé eg það betur þegar eg fæ þann reikning er

þú seigist senda mér um öll skulda skipti okkar. Það vil eg einkanlega biðja þig um ef þú gétur að sporna við því að Sigurdur Sveinsson sleppi klakklaust

með þær 11Kr er hann ligur upp að sig haf vantað uppa kaup sitt hjá mér, og hann er tvisvar búinn að ljua sér ut ur reikningi minum fyrst fekk hann Sislumann

til að taka þá ur verlsunar reikningi minum á Djupavog og sidann laug hann sé aptur inn af uppboði peningum mínum hjá Valdimar Sislumaður hafði skrifað

mér að hann hefði tekið þessar 11Kr úr Reikningi minum til sem Sigurdur gjörði kröfu um og geimdi þá, so skrifaði

eg Sislumanni 21 Marts 1883 og gaf honum til kinna að Sigurdur ætti ekkert hjá mer, enn þegar hann var svo ósvif að ljua uppa mig skulð gjörði eg honum

kontrareikning uppa 50 Kr

(2) fyrir það sem hann lagðist með vinu konu minn Guðbjörgu Gerdmuns

dóttir og atti barn með henni bæði fyrir verktap á stulkunni bassburðarlegið fyrir höfná barninu meðann það lfiti og utför þess setti eg þessar 50Kr og senði

Sislumanni kröfu mína og óskaði hann léti taka þær 50 Kr hjá honum lögtaki ef hann tregðadist við að borga þær, enn þar eð jeg hef ekki feingið neina línu frá

sislumanni er eg hræddur um hann hafi ekki feingið bréf mittir eða þá hann hefi gleimt því, gjorduso vel við tækifæri

að færa það í tal við hann. - Hefur Vigfus Eiríksson á Bjargi við Djupavog borgað nokkuð af þeim 18 Kr er mig minnir eg ætti hjá honum, eða Hans Luðvigsson

Sjólist af þeim 6 Kr er eg atti hjá honum, eða Luðvik Broðir hans í Sjólist Hamarsminni af þeim 6 Kr 75 er hann

hafdi mér óborgaðar, þorsteirn Marteinsson Steinaborg skrifaði mér 4 Kr og þorsteirn Jónsson er var á Steinaborg ár 1881 er mig minnir eg ætti hjá 8 Kr

fyrir fiður og mig minnir eg ætti hjá Sigurði Johanssyni Malkvist á Hlið 8 Kr 50 a.

Eirikur Arnason Krossi 3 Kr og Bjarni þordarson Nupi frá

1880 fyrir 200 Rissunga 4 Kr. jeg óska þú vildir lata mig vita hvert þessir framann skrifuðu hafa borgað nokkuð af því er þeir skulda mér. því ótrulegt

er að einginn þeirra kannist við neitt af því er þeir skudla mér. Fréttir hef eg aungvar að skrifa í þettað sinn og hefur þú þær helstu í Leif því eg þikist vita

að þú hefur hann til að lesa, og so skrifar Rósa minn Imbu sinni allt er henni dettur í hug og hun helður hun hafi gaman af að heira. Þó alta eg að géta

þess að Edvard keipti í vor heilann kvart af allra fallegasta landi er lá rétt við förtúma er hann atti fyrir 400 dollara so nú bir hann á 5 fortium,

fleiri bæði Islenðinga og nornskir og Sænskir keiptu kvarta hér um kring, og sinnir 80 Ekrur Josef hér keipti 80 ekrur af jarnbrautar lanði og vinnu

maður hans aðrar 80, og hafa þer inn fensað það land allt með gaddavir og hafa þeir só tekið nautgripi til haga gaungu í fensið, og fá þér i haga toll fyrir hvern

grip 1 Dollar. Sumarið hér þikir að hafa verið óstilt með storma og óþurka það hefur verið

af og til skurar og þar Sólskin í milli, við hefðum ekki

kallað það óþurka sumar í Tapey, Jonatan frá Eydum er við verlsun í Minniota enn Johann er frosti sem var i félagi með honum er

hættur og er haldið hann muni vilja selja husið sitt og flitja norður að jarnbrautinni sem lögð var í sumar, og næstan er búinn og fara að birja þar verlsun. Nú

eru allir búnir að Harvista, enn fáir eru búnir að lata þreskja enn það sem eg hef heirt hér um kring hafa þeri sem mest hafa feingið af ekrunni er 18 bussel eitt

bussel er 60?? enn hveitið er á litið mikið verra enn í fyrra so að haldið er að ekkert af því verði tekið á No 1

heldur 2-3 og kanski 4, Seirna mun eg skrif þér um uppskéruna hér nær búið verður að þreskja hér hjá Josef og nábúonum. Já vænt þækti mér ef þú vilðir

senda mér þjóðvina almanakið fyrir þettað ifirstandanði ár og 1885 og só framhalð af þeim ef lif mitt enðist. so leingi Nú vil eg biðja þig að endingu að bera kjæra

kveðju okkar hjóna Gísla mín á Eydolum og konu hans og fostur forelðrum og seigðu honum jeg hafi verið að vonast eftir bréfi frá honum enn hef þo ekkert seði ár,

á eg að trua hann sé búinn að gleima mér. nei það gét eg ekki. Nú verð eg að fara að hripa fáeinar línur til Herr Soðlasmiðs Daniels Simonarsonar í Reikjavík og

verð því að hætta og biðja þig að lesa í málið hasthrip þettað, og misvirda ekki við mig hvað á bota kann að vera vant- Heilsað kjærlega frá mér þinni astkjæru

konu og vertu so að endingu ásamt henni Guðs handleislu falinn um tíma og eylifð

þinn einlægur vin

J Þorvadarson

Helsaðu frá mér Eiríki Sigmunssyni og Margréti ef þau eru þar hjá ukkur

þinn sami

J.Þ.

Myndir: