Nafn skrár:JonTho-1864-03-01
Dagsetning:A-1864-03-01
Ritunarstaður (bær):Þórðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jónatan Þorláksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-12-04
Dánardagur:1906-02-09
Fæðingarstaður (bær):Þórðarstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þórðarstöðum þann, 1ta Marz 1864

Kæri vinur

Þorsteinn þinn fór frá mjer í gær morgun ólund komi mig Þorhukomst ekki sjálfur og meinti eg hann þá mundi halda tafar laust á heiðina og til þín með kjötið enn hann náði í Fjósatúng og hefir svo setið þar um kjurt í dag, sem að sömu er von því mjög hefir verið kvast í dag með renníng. Eg bjó út baggann hans og vog í hann- 3#, og framm yfir það voru 5# enn enginn má um það vita, enn bezt væri þú ljetir sigta þokann, svo þú vissir hvört alt kæmi til skyla eg ráð lagði honum að taka ekki af sjer bagganná á Akureyri enn halda við stöðu laust með hann til þín enn mjer lítst nú maður inn ekki muni vera kapp samur í ferða lagi, enn þó væri nú alt gott ef hann kæmist með heilu og höldnu að lokum til þín, Eg bið þig að útvega mjer spá spilinn svo leiðis eins og þau komu úr pressuni nefnilega ósundur skorinn og ekki límd; ekki muntu eiga titilblað af Ingólfi sem eg gæti fengið hjá þjer, svona þarf eg ætijð að snikja uppá þú þegar mig vanta blöð, endi eg svo bréfið með forláts bón heilsann og vinsemd Jónath Þorl.:son

Þorsteinn skylaði bréfinu með 2 dölum ínnani frá þjer, JÞ...

S.T.

Bókb. Jón .Borgfjörð á

Stóra eyrarlandi

Myndir:12