Nafn skrár:JonTho-1868-09-13
Dagsetning:A-1868-09-13
Ritunarstaður (bær):Þórðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):S-Þing.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Jónatan Þorláksson
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1829-12-04
Dánardagur:1906-02-09
Fæðingarstaður (bær):Þórðarstöðum
Fæðingarstaður (sveitarf.):Hálshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):S-Þing.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Þórðarstöðum þann 13da Sepr 1868

Heiðraði, bezti vinur!

Innilegustu þakkir fyrir tilskrifinn og sendingarnar; sje eg að ekki gleimir þú mjer; Fátt er nú i frjettum að skrifa, og svo verð eg að hripa þetta fljótlega því Jón sonur sjera Björns sem eitt sinni var i Glæsi bæ bíður eptir brjefinu, eg bið hann flytja þjer það; enn frjettirnar af mjer eru all bæri legar, Veturinn sem leið var mj góður sem mörgum öðrum og þetta yfir standandi sumar þegar als er gætt eitthvört hið bezta að því leiti sem ár gæskunni við víkur; enn dýrt þykir að kaupa að Kaupmönnum á Akureyri og sannarlega veita þeir níy Norðlendingum þúngar búsífar, alt er dýrt hjá þeim, enn varningur okkar bændaer er rýr og heoypir lítið frung þá hann sje færður kaupmönnum og þeir um liða lítið um skuldirnar og sagt er nú að hvörgi sje eins ill kaup skapar við skipti og þar, sleppum þið, "eínginn dregr þó dýrt kaupi segja menn Nú sendi eg þjer 4ða deild Árbókanna hún er nú að sönnu nokkuð velkt enn þó vel eigandi að eg kalla að þessu sinni get eg ekki sent þjer fleira

Enn þá vil eg minnast lítið eitt á Sigurð póst Bjarnason, eg hef átt hjá honum og á 8 rikisdali, að með t0ldum þeim 2 sem eg hef sagt þjer að taka hjá honum, og ilt þykir mjer að þú skulir ekki enn hafa getað fengið þó hjá honum; hann er póstur þarf hann ekki að flytja fjár ykkar Baldur, sem mjer er sagt að þú eigir jafn vel ein hvörn hlutí, og þarf ekki að borga honum það, getur þú ekki notað þjer og látið verða ykkur útgefendum Bald, að gagni þessa 2 rdl. í flutnings kaupið, og gætir þú ekki með þeim nost í náð þeim svo þjer að notum yrði, Eg vil enn fremur biðja þig að reyna til að hafa út hjá Sigurði þessum af áður nefndri skuld hvað þú getur, enn þó (fyrir það fyrsta) með góðu, mjer fer nú að gremast að fyrir það eg hef verið miskunsamur við hann, skuli eg nú ekki hafa annað hjá honum enn svikinn og hefði hann fyrri látið mig hafa meiri hlut þessa skyldi eg hafa gefið honum nokkuð af skuldinní, enn hann hugsar nú sjer dugi að svíkja mig alveg, gefist þú upp við hann að eiga vil eg biðja þig vísa mjer á mann (sem honum gæti orðið nógu þúngur) í að krefja skuldarinnar, eg fer þá ekki huxa um hvað eg fæ, það ma vera ekki neitt, einusta, að S. megi út með alt fyrst hann hefir altað táldregið mig

Þú spyrð mig eptir manninum Hald. Péturssyni hann telur nú sitt heimili Vagli þetta árið þó hefir hann ekki enn verið þar svo sem neitt, hann er husamaðr og vinnur hjer og þar, og hann eg nú hálf skylinn við konu sína og aftur það bráðum að lögum að verða alveg .... (fátækur) Eg verður að hætta að þessu sinni, enn bið þig forláta, og bið þig skrifa mjer það fyrsta og segja mjer frjettir og þaðum verður og af sjálfum þjer og þínum hvurnig heilsast Seinna skrifa eg meira og fleira þjer. Með forlats bón heilsan og vinta

JÞorláksson

S.T.

Herra Lögregluþjón J.J. Borgfjörð

í Reykjavík

Myndir:12