Nafn skrár:KatEin-1877-03-15
Dagsetning:A-1877-03-15
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Katrín Einarsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

sv. 23/4 77.

Akureyri 15 mars 1877

Háæruverðugi Prófastur sjera Daniel!

Eptir leyfi frá þeim hæstvyrðtu hjónum Amtmanni og einkum frú hans vildi eg leyfa mjer að spyrja hvört það væri eigi leyfilegt frá yðar hendi að eg fengi til næsta sumars að tjalda innann og gjöra dálítið við svo sem tvö stafn gólf í stofu húsi því sem er framí bænum á Eyra, landi ef eg hefði engin önnur betri ráð því hjer er mjög óhagl. að fá húsnæði þau hjónin amtmaður ljetu í ljósi að þar sem þau höfðu part af jörðinni munduð þjer góðfúslega láta þeim þetta tilkall til húsa í tje, sem þau þá ætluðu að gjöra svo vel og afstanda mjer sem hefi nú lengi gjört mjer bon um eigna rjett í húsi eða húsparti sem tínast til getur þó eigi látið jeg gjöra og þannig hefur þetta altaf dreigist Eg átti staka von á peningum sem áttu að ganga fyrir húsið en í stað þeirra fjekk eg inn00000 sem seljandi getur eigi þeigið, og jeg

stend þessvegna uppi í vandræðum það datt mjer aldrei í hug þegar jeg var fyrir sunnann að þrá blessað norður landið að þar væri nú lengur engin staður orðin sem mjer væri vel komin en nú lítur þó út sem öllum dyrum sje lokað einsog á stendur sje jeg nú eigi annað Eg vona þjer gjörið svo vel góði Prófastur að svara mjer sem fyst eg hefi ætíð haft gott traust til prestsins míns og hef það líka til yðar og vona þjer sjáið að mjer er vorkun fyst aptur arinn vill ómögulega lofa mjer að vera þrátt fyrir nægt húsrúm um að mestu er auðl. verð eg að fara tínast til 14 mai en Guð veit hvört ef þjer gjörið eigi gustukaverk á mjer þjer skuluð eigi láta yður miklast þó stofan sje eigi góð því bæði er eg uppalin á sveitabæ og engin fín Dama svo get eg á hinn bógin lagað hana með litlum kostnaði og í þriðja lagi er aðeins talað um sumar tíman og um það leyti sakar mann minst þó hún kynni að vera köld

Eg hefi nú engin flyri orð um þetta en fel það á vald góð mennsku yðar

með vyrðingu og kjærum kveðjum

Katrín Einarsdóttir

Háæruverðugi Prófastur sjera Daniel Halldórsson á Hrafnagili

Myndir:12