Nafn skrár:AdaBja-1880-05-29
Dagsetning:A-1880-05-29
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 3078 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Aðalbjartur Bjarnason (Albert Arnason)
Titill bréfritara:vinnumaður,bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1864-09-01
Dánardagur:
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatunga
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saurbæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Toronto May 29da 1880

Elskulegi bróðir

af hjartans alúð þakka jeg þjer fyrir tilskrifið á Sumardaginn fyrsta sem jeg með tók í gærdag af Benidigt. Jeg get nú ekki útmálað það fyrir þjer hvað glaður jeg varð að fá brjef frá þjer sem jeg hef verið að vonast eptir í allann vetur og svo að heira af öllum fram föronum hjá þjer og góða veðrinu og jeg óska það megi haldast eins stillt og stöðugt eins og vorblíðan í Amerícu Heldur þótti mjer sárt að heira um missir íngstu dóttur þinnar jeg get því

nærri hvað ukkur tekur það barnsmissirin nærri og jeg vona þið þurfið ekki að reina meira af því mótlædi.

Hjer er nú komin lángur formáli og ekki farið að hugsa um frjettirnar sem aungar eru heldur en vant er jeg verð þá í stuttu máli að sega þjer líðan mína sem er í allan máta góð lof sje Guði, jeg hef verið hjer í sama stað til þessa og Guð veit hvað lengi jeg verð hjer jeg er vel látin og ánægður í allan máta jeg hef nú verið bísna vant við látin síðan vorverkin birjuðu fyrst að stínga garðin sem er meira en ekra og sá í hann alls konar jarðávextasáðtegund

um sem nöfnum kann að nefna og er jeg búin að koma öllu inn fyrir 3ur vikum og hóunin er birjuð svo er í kring um húsið hjer um bil 2 ekrur sem eru einlægar grasflatir með beðum utan með og malar stígar ligga aptur og fram hringin í kring um húsið jeg hef nílega verið að planta allskonar rósir í beðina utan með og tekur þar hátt á annað þúsund stórar og smáar plöntur jeg verð að slá grasið með maskínu tvisvar í viku og raka sandin á hverjum degi og vatna öllu saman með hósnum á hverju kveldi hriða um hest og kú og keira út með húbóndan eða húsmóðirina þegar þarf og svo

margt og margt sem ekki er worth while telling. Meðal annara orða þá skrifaði jeg þjer brjef nokkurn part á ensku í vetur sem jeg vona að þú hafir heimt þegar Pósturin kom til baka í því sagði jeg þjer af högum Lalla hann er nú víst að rífa í sundur land sitt í Nebraska hann hefur reindar ekki skrifað syðan í fyrra haust en jeg er nú farin að þekka pennaleti hans svo vel að þó jeg ætti brjef hjá honum í 20 ár þá skildi jeg ekki vera eina ögn hræddur um hann. Heldur þikir mjer gaman að heira um allar fram farirnar hjá þjer og jeg oska stundum að jeg mætti

vera einn af lærisveinum þínum þó jeg viti að jeg er þess að öllu leiti óverðugur jeg held annars að jeg gæti ekki litið í augu þín framar fyrir sneipu ifir að hafa spennt svo óvirðuglega úngdómi mínum og ónítt þá Guðsgöf að vera bróðir þinn og göra þjer þá hugraun að færa mjer ekki í nit kosti þína og þar á ofan ekki sjá þettað fyrri en of seint var við að göra jeg bið Guð að gefa að engin úglingur sje líkur mjer bara ef allir vissu hvað gott tækifæri jeg hef með óvirðingu ónítt þá mindi margur óska eptir hinu sama

og betur með fara.

Þegar jeg er að hugsa um ukkur á sigurs og frammfara veginum þá er eins og vakni einhver ófullkomin von í hjarta mínu að mega sjá og sam gleðjast með ikkur en ef jeg verð ekki svo lánsamur að geta samglaðst með ikkur persónulega þá skal jeg þó sjá ikkur í anda og syfellt prísa velferð ukkar jeg skal hugsa um ukkur a dagin og dreima ukkur á nóttunni.

Jeg vonast nú eptir að fá seðil frá þjer svona einhvern tíma þegar þú átt hægt með en en ekki skaltu skrifa mjer fyr en jeg læt þig vita hvert jeg verð hjer eða ekki jeg verð

nú viss um annað hvert í næsta manuði. Jeg er nu stundum að hugsa um að reina að læsra handverk eða einhverja þarflega atvinnu en það er næsta ómögulegt þegar maður á aungan að í þessu landi til stirkja sig. jeg hef laungun til að læra að styra gufumaskínu og er það hægast á járnbraudar maskínum en mjer þó harðast óhugsandi vegna fá tægtar jeg held annars að mjer verði betra að fara vestur til Lárusar en að lifa hjer því kaupið er svo dauðans lágt og svo verður maður þreittur á að lifa aleinn lángt í burtu frá öllum synum en bæði Larus og Jon Halldorson hafa beðið mig að koma og vonast eptir mjer

Well blaðið er nú bráðum þrotið og heila spuni minn þegar runnin á enda svo jeg bið þig að skila kærri kveðju minni til allra kunnínganna og láta þá vita hvernin mjer líður og jeg biðji þá fyrirgefningar sem eiga brjef hjá mjer að endingu bið jeg þig að kissa Guðlögu og öll börnin fyrir mig og verðu kæra kveðju mína til alls fólksins Guð almáttugur annist ikkur öll mælir þinn elskandi bróðir

ABjarnason

P.S. jeg skrifaði Gvendi Arnasini til í fyrra og fjekk brjef frá honum í vetur hann er í miklu og er giptur á land og og eins langt og jeg veit líður honum vel

Ont. Canada

AB 14 Bloar St West Toronto

Myndir:12