Nafn skrár:KleBjo-1854-10-16
Dagsetning:A-1854-10-16
Ritunarstaður (bær):Bjarteyjarsandi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Vist bæri mér að vakna af svefni og doða þánkaleisins, við vel talanði og syvakanði vinarhót sem ekki lætur fier leiðast að tala til mín með svo lifanði Bragði og jöfnu fram haldi, að min hugur verður í hvört eitt sinn likur þeim fugli semþæeinkir sier hátt að fliuga en missir þo mátt i miðjum kliðum, ein svill mér verða þó vilien sie nokkur að mátturin reinist þo minni, g ásamt þessu vill á stunðum forlaganna margbreitta birði hamla einu og sierhvörju géðfeldu augna miði, sem eg þarf ekki hér að fjölirða hvörnin slikum timana biltingum er varið. Adur en eg skilst við miða þennan sem i eingvan máta reinst sem verabæri; seigi eg þér mina vellidan frá okkar siðustu samfunðum lof sie guði, lika i sama máta liður sæmilega i Bygðarlagi minu eptir þvi sem tidfallið hefur látið sig i ljósi á þessu snart utrennanði Sumri, sem margr hefur mátt á reina lukkunar brigðlindi, og so higg eg þar að kvæði, að sumir hafi um sárt að binða, sem eg fæ ekki i fljótu bragði úttalað eins og reinslan að lokunum kan að sina, lika vildi i sama máta vildi giæfan snúa sinu baki of þunglega til Islenðinga i sumar á Alþingisfunðinum, þegar frelsisvinirnir urðu að láta sin hluta fyrir Höggormi forðjörfunarinnar! Svona vill nú alt að ein u hniga, svo nu gjorast þau einu urræði að þreiga i vonar rikri tru til hinar nærstu sumarsólar að henar geislar verði fagrir og ánægiu samir til að letta oss af herðum hinu þunga unðir okunar mirkri, sem margur er buin ofleikgi i að Ráfa! - - - Hér með læt eg lika fylga að géta þeirra sem ur Bygðarlagi minu burtkölluðust seinni part á sumri þessu, hvörra fyrstur (varð að verða Snorri Þornst.(ogtorfuður) bónði, anar Jón bónði á Litlasanði. - - Lika varð i þeirra tölu nysálaður þenan jfirstanðanði mánuðar 12ta dag Stephan Stephanson Reinivalla Prestur, aðra man eg ekki að telja sem burtu hafa vikið ur Bygðarlagi minu, - - - -

lika lángaði mig til að verða á ferðini i Vetur petir mínum vana, og verður þá margti til skemti ræðu, sem eg neni ekki að orðleinga Rugl a mida þessum með, þvi það væri lika mál að skila þvi sem þú átt i lani hjá mér, en þá verður lika að nokkru að gjæta að af þér kan eg maski nesti að gala, þegar eg higg aptur heim að finna eins og þú ehfur fyrri var við orðid. Svo að enðingu þakka eg þér fyrir hið siðasta til skrif þitt hvört eg með skilum með tók,- lika bið eg þig forláta mér Rugla þeiting þennann sem bæði seint og illa kemur. Með óskum bestu og hugheillustu af þinum góðkunningia meðan heiti

Kleméns Björnsson

Bjarteyarsandi dag 16da Október 1854

Vyrðuglegum Ungum manni

Jóni Jónssyni

að/ Hvitárvöllum

i Andakil

Myndir:12