Nafn skrár:KleBjo-1859-11-11
Dagsetning:A-1859-11-11
Ritunarstaður (bær):Brekka
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Minn elskul: góði, og triggfasti, Úngdóms Vin!

Frá suður landsins, þér, fjærlægu stöðum sendi eg þér en eínu sinni á ári, alúðar og inniegt þakklæti minn, fyrir samjöfn trigða og alúðar tilskrif þin, sem eg hef veitt veit móttöku með skilum, og þessu seínasta 10a Nóvembr, svo það mun verða fyrir mér sem fyrri, að eg verði seinn að ná i postin, þó honum hafi dvalist i stóra staðnum, þar postskipin seinkaði mjög, ei að síður hlít eg að krípa línur nokkra fáar til þín, til þess að láta þig vita lífsstöðu mína og líðan, þvi fréttirnar munu verða fátækar, að þessu sinni, það er þá fyrst af mér að ségja, að forlöginn hafa hrifið mig spölkorn frá þeim stað sem eg dvalði á næstliðið ár, og flutti eg út á Kjalarnes, þar sem heitir á Brekku, þar byggði eg bæin að nýu í fyrra, sem kallaður er af mörgum velgjörður, þvi mér líka þikir þar hægra til flutnings og sjáar, lausamaður er eg frjálslega og spinnir einginn á moti, og ekki hef eg i ráði að breíta stöðu þeirri næstkomandi ár, ef guð lofar að lifa, ekki hef eg neina aukabirði að annast, utann leggja stirk með móðir minni, því hun hefur þess líka þörf, þó það máski dugi henni ekki

þar fári börn hennar géta ekki lagt henni til?? skert, það er nú orðin minn alvarlegur starfi, stunda smíðar alt sumarið til vertiðar, og svo hef eg orðið mikið að gjöra að naumlega gét eg af lokið, nú mannaði eg mig upp i sumar og smðiðaði eg i REykjavik i 5 vikur timbur hús, þvi misjöfn gjörast þar not af handiðna mönnum i staðnum, því slíkt er ágjörningur að brúka þá suma, þannveg er nú lifstöðu minni varið, hún er breitíngar og umfágns lítil, svo hvað liður nú áfram þá væri eg nú fús á að leggja i fjelag það, að byggin mér hús með öðrum þo sem það vantaði, þvi gott er að vera sem frjálsastur, þó mér, og okkur báðum veíti það þúngt, því auðauf æfan heimsins, var ekki stráð á götu okkar, á æskutimanum, samt er kraptur þess góða gjafara æ! him sami, að senda oss óefað eptir þörf okakr, og blessa vor litlu efni, eða verður mér ekki samt að óska, jeg vildi við ættum saman hús, enn hvar á það að standa? víða fer að verða þúngt að lifa, og illa líst mér á norður frá, og sá eg þó fram á ískiggilega byrjun á suður landi með kláða fellinum, og mikið leingi verður það að komaast til lagfæringar aptur, þvi aðgjörðirnar eru svo veinar, enn villigötur óteljandi sem búið var að leíða á alþíðuna, og loksins þekkist sú gatan sem norðlendingar brúkuðu með kláða f......, og víst higg eg að þjóðvin okkar íslendinga Jóni J. missjáist með kláða

?ferðina, og finst mér stefna þjóðólfs höfundar i þvi máli, nú sem stendur, öllu merkilegri, enn bezt er það, að bændur gætu sjeð það rétta, hvað sem stjórnendur okkar álita, Jón Sigurðsson skorar nú mjög á Islendinga með fískiveiðar, og umbót til fram fara þeírra, og er það nauðsinlegt, og hefur það feingið goðan þokka hjá sunnlendingum, hvört sem framkvæmdirnar verða nokkrar, eða aungvar, þvi fjelags skapur er eingin, þvi hvör vill skríða fyrir sínn eigin gagni, og þar við stendur, og er sárt að vita til þess, sem fyrri, jeg verð sleppa þvi i þetta sinn að fara með frétta rugl úr imsum stöðum, því dagblöðin letta þeirri birði af hvörjum sem ritar, þess verð eg að géta að nú á eg merkilegan sóknar prest Svbr Guðmundsson og erum við tveir einir Borgfyrðingar á Kjalarnesi, og víst er það ánæulegt að filga honum, en slikt vill vanta þvi alstaðar er pottur brotin með stjórn og þjóðfrelsi, þvi margir verða til þess að þrælbinda sig með fjötrum vananz, nú er eg farin að fjærlægast okkar gamla æskunar plass, svo þángað hefðekki leingi komið, og aungvar smálegar fréttir berast mér þaðann, enn víst mun þar þó vera breíting á mörgum stöðum þar sumir upplifna með þreki og dugnað, enn sumir hníga til grafarinar, og smásaman hverfur mér og okkur það plass að þekkiga, sjerilagi hvað mannfólkið snertir, þo eg felli nú undan fleíra um þetta, þá lifa máské enn þá, nokkrir þar, sem betur géta og gjöra að skrifa

þjer frettir af æskunnar stöðum, þó eg láti þ?? víta með miða þessum að samjafn andi vakir i brjósti mínu, og að binding vínáttu okkar standi i sömu skorðu og hún var i byrjun sinni, þá finn eg þó jafnan mismun þann, sem jafnan fylgt hefur framkvæmð minni, með bréfgiörðir minar, tel eg mér orsakir til dugnaðar skorts við bókmentir allar, því staða sú sem maður er kallaður til, hún hrífur mann með abli, og glepur fyrir með þá indislegu sjón vísindana, því maðurin er veíkgjörður og skammsynn að byggingu allri, og fúsari á lettúð og kæruleísi, heldur enn vaki með stöðugum anda, anda þeím sem gætir að þörf og köllun lífsins, enn þvi er ver, að jeg og fleíri verða til þess að dempa hann, enn hvað sem þvi líður þá óska eg þess að tilfinningar og þekking mín glæðist, enn aðreí útaf sofni, að endingu óska eg þess, að viðhaldandi kraptur stjórnarans góða annist og stirki þig, ásamt öllum þínum kærkomnum vinum, hvört sem auðnast að senda þér optar neitt sín falða ávarp, veít eg ekki þvi skuggin hilur þá ímindun mína, hveð eg þig svo af samjöfnu vinar anda, Triggfasti vin! svo mælir alvarlega,

KBjörnsson

Brekka dag 11 November 1859

Myndir:12