Nafn skrár:KleBjo-1855-11-07
Dagsetning:A-1855-11-07
Ritunarstaður (bær):Ferstiklu
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Elskaði vinur óskir bestu!

Margar eru lifsins hindranis, sem yfir falla og talma mönum að geta komið fram fyrir ætlan sini, sumar likt að sjá sem þær spetti upp af deifd og fjörleisi sálar og likama, en sumar leggja alvarleg bönd á fram kvæmd mans, sem trauðla verða slitin enda þótt alt væri nokkurt fyrir, svo að margar með svo feldu innvefju svo sem i nokkurs konar dular búning, ?? mikin part æfi, og sumar alla nú finst mjer þetta rætast á mjer að nokkru leiti, að margskonar talmanir sjeu á veiginum, enn lof sje þeim algóða gjafara fyrir það sem alt annað að han hefur ljent mjer lif og skenpin, og ekki gjort mig afskiptan þeim dyrgripum sem priða vort timanlega lyf hjer á jörðini og farsællega án sliða hefur han leiðt mig hingað til og mina full komnum mun han eflaust enda jeg játa það og finn að lýfæðin slær i brjósti minu, en hvað þiðir slikt þó einn, og einn vilji vaka, þar sem svo margir sofa þó með vondum draumlátum á þeim gamla kodda þræls óttans, þánkandi litlið á það margbreitta ögugstreimi timans og til fellanna, sem nú vilja hier á suður landi riss svo mjög sem olga sjóar sem af vindinum er upptendruð fái það það vill heldur kasta að suðurlandi áföllumnokkrum, það nú þetta ár sem er að liða, er likast þvi sem það ætti ekki að fá að skýna í heyði, heldur er á að horfa þvi likast sem það grúfi yfir því mökkur tilfellana, svona er það fyrir minum augum, hvöriu er ekki margur vanbúin við þvi að liða kaun og fá ekki græðslu, þá ætla jeg að stöðug lindið vanti að berjast góðri baráttu, til þess að græðslan er aptur feingin, Vist er þjer ekki vel

goldið að Byria og enda brjef til þin með svoddan fáfeingileg heilu hugmyndum, sem i aungvan máta riðja frá augum Ðntar þinar þeim myrkva sem að likindum væri nokkur orðirsiðan jeg myndaðist við i anda að senda þjer kveðjumina, hjeðan af þessum aðgjörða smáa og svælu fulla, og sam heldislitla intur kjálka, Já vist mætti ekki mina vera utan jeg ljeti i ljósi inilegasta þakklæti mitt fyrir brjef þau sem þú hefur sent mjer aptur, þau eru nú orðin þrjú, og hafa öll verið meðtekin með gleði andans sem fyrri, fáir gjörast hjer minir vinir, sem likir sjeu þjer, fáir sem fræði og gleðje anda minn, fáir með jafna staðfestu semi, hana er valla auðgjört að fina, og er jeg sem hvörgi með strjála viðleitni mina, þvi likast er það fyrir þjer, þar svo lángt er á milli, sem þú skrifir og sendir rjett út i bláin, þar nafn mitt ferðast svo sjaldan norður til þ´ðin, og væri það fullkomin orsök til þeir þó þjer dvínaði þánki til mín, þvi mörgum verður að slá slöku við, að sá opt i ófrjoð sama jörð,- sendingin sem jeg fjekk frá þjer með seinasta brjefinu var vel meðtekin af mjer, og veitti jeg henni móttöku 27d Septembr, ekki veit jeg gjörla hvörnin útsalan lukkast, þvi fáir finast hjer mentavinir, skyrar gjöri jeg þjer fyrir þvi seina, en valla dugar þjer meyra að senda, svo list mjer á blikuna. Vist ætlar mjer ekki að takast þessi brjefgjörð sem best, þvi vist vildi jeg,að jeg væri frjetta fróður ofurlitið, til þess að þreita augu þin á heita rugli minu nú í eitt skipti, en sú er bótin, að augu þín þola það, marki af unna, þvi jeg reni heldur grun til þeir að jafn vagsið blaði minu muni hafa þreitt þan, siðan við skildum, ei siður enn fyrri, en þess er ekki að dilia að tiðanda sam er tiðin, nær og fjær en ein er

galli á þvi, að friettirnar vilja flýa mig sem markverðar eru, en þess vil jeg hjer fyrst géta, að forlögin hafa en þa itt mjer svo sem spölkorn frá þeim stað sem jeg dvaldi á næstliðið ár mjer gat ekk igeðjast þarað vera leingur orsakirnar verður mjer ekki að verki að skrifa, utan verulegu við þiga ð tala, en sú var hin helsta, (að sól sjer þar ekki leingi við bæi,) og fjekk svo á mig að jeg hoppaði á burtu sem bráðast, en flúgið var stutt og og kom jeg niður á Fetstiklu næsta bæ við Saurbæ, þaráni jeg öllu betur hag minum, þvi þar þjónar margt að ánægu mini, og það lika, (að sól sjer þar árið um kring)- þangað vona jeg að okkur báðum lifandi verði óhult brjefum að benda first um sin. - Sigurður bróðir min sem var i Hliðarhúsum han fór þaðan næstliðið vor, og suður á melin, þángað sem HAnes skósmiður á heima, og i bæ sem han á, slikt eru þungir kostir fyrir han að byggja þann veg i leigu húsi ár frá ári með ómaga þrjá, og væntir mig að honum þingist úr þessu fyrir féti, sem von er þvi margur drékkur súran drikk af æsku árum sinum, hjá konu dvaldi jeg háseti á Vetrar vertið sem leið, sem og jeg gat fyrri, og hepnaðist það allvel, hlutir vóru lika alment i besta máta, þess var lika þörf, þvi jeg held að folk hefdi illa úr hungri fallið, þvi kaupstað i Reykjavik higg jeg að fremur sje óhætt að nefna ómynd, eður Svývirðing Oslands, og þá higg jeg að farin sje hans mesta höfuð uriði hafi hun nokkur verið, ekki er gott að reisa rönd á moti soddan óreglu sem þar er á komið þar Herrar vorir sem þar byggja, láta slikt með geðþekni til gánga, O! hvýlíka hollustu, að láta sig aungan skipta um velferð lands og lýða, þar er þeim þó eflaust tiltrúað, en slikt dugar valla að orðleingja, þvi það geingur útfyrir tilhliðleg takmörk; - Jeg mintist Sigurðar hjer að ofann

han hefur eflaust skrifað þjer til i Sumar eptir tilmælum þinum i vor, honum hefur lika veitt það hægt þar han var heima i sumar, og veit han svo gjörla hvað i kringum sig hefur gjörst betur enn jeg, enekki reist. jeg sa með framkvæmd Sigurðar með brjef sendingar þvi það hefur jafnan farið ut um þúfur, en slikt þarf jeg ekki að lá honum, þegar jeg skoða sjalfan mig hvörsu mjer takast brjefsendingar til þin,- þo jeg vildi nú rita þjer grein af Reykjavikur lifinu, þá verður sliktiaungri mind, þvi þaðan hef jeg litið sannferðugt frjett, utan það sem fremur má við tiðindum teljast, að Biskup vor Helgi skildi nú sigla i anað sin til Kaupinhafnar, en slikt var fremur mæðuför, að verða að fara, að leita að syni sinum, sem tindur kvað vera út i gjálif: heimsins, mikið er slikt kæruleisi að vita, að han svo skilu sleppa sjer ut i gjályfi heimsins, frá þvi dyrmæta mentalyfi og sina aungvum áminingum sini föðurs, i Biskupsstað var settur prófisor Pjetur, mælt er að han nývigt hafi Steffan frá hraungjerði þar fyrir aðstoðar prest, jeg þarf ekki að minast þeirra er vigdir vóru af honum i sumar i September, dagblöðinn færa það i allar áttir, þeir vóru 5. ein af þeim var MAgnus Grimsson, han var heppin að fá Mosfells brauðið, skildi honum ekki i þeirri stöðu, hliða betur að gæta öðru, en drikkju stofum i REykjavikurbæ, Svo hefur frjest af Alþíngi i sumar, að starf þess hafi nokkur verið, svo ekki er giskandi til, að, aðgjörðirnar hafi verið smáar eins og fyrri, go þótt nokkrar verið efdi, þá er likast til að svo fari sem fyrri, að Islandi verði bægt frá þeim notum, vjer sjáum afdrifin i ár, af frýverslunini, hvörnin meðhöndun stjórnarinar er á málefnum en slikt er várt að lýða, en óskandi væri að frýverxluninn feingi þá stefnu sem til hefur verið ætlað, - Ekkert hef jeg sjeð af nýprentuðum bókum frá prentsmiðju Reýkjavíkur, en mælt er, að nýprentaðar sjeu Rimur af Reimar (og Tal, en mikið hrosa þeýr starfsemi sini fram yfir prentmiðju

Akureýrar, og munu þeir helst vera heýlo?handi á það, að h?fell annara gjörðir, eina nybreitingu hef jeg frjett ur Reykjavikur bæ, nefnilega, eblingu stjórn seminar, að þriðje Lögreglustjóri er settur, Alexius Arnason að nafni, sem jeg veit að þú hefur gjörla þekt, og hefur þeim þar vel tekist valið, og fleiri er mælt þeýr eygi að verða, en hvörja þyðingu slikt hefur er mjer hulið, go meyra þaðan man jeg ekki að sini, Ekkert hef jeg á Þingvalla funin minst, sem að var i vor, þángað f´ro jeg að heyra og sjá i tölu Borgfyrðinga, og vóru þeyr nær 30u að tölu og mátti það heita helftin fundarmana, þar mændi jeg vonar augum eptir brjefi þinu, en það kom ei, þvi þingmen i sumar réðu fram hjá, svo brjefið kom frá Reýkjav: fundar stjórum brá i brunir að lýta svoddan fámeni á þingv elli og arlar leysi þingmana með fram hjá neýðina, og að settum fundi þar hjelt Jón Guðmundsson fjöruga og frjálslega ræðu fyrir fundinum, og gieðjaðist mönum vel að heni, og mættust til að hun prentuð irði i Þjóðólfi og svo var gjört, þá brá nátturan venju sini á þeim fundi, að stormur var mikill með rigningu nógri, þvi Þingvalla Skýlinu seinkar mjög og samskonar til þess, þó altaf sje ræðt um byggingu þess á hvorju? fundi, en slikt kémur i sama stað niður, alt er með ofmikillri deifd,fundinn er hætt að sækja svo að málefnin fá ekki það álit sem þörf væri á, góður rómur var gjörður að ávarpi N orður Mula syslu búa þar á fundi að senda þeim eitthvað til Virðingar sem störfuðu erlendis að venzlunarfrelsi voru, þángað var sendur eirn maður að vesta, með málefni metfyrðinga sem fram fóru á kolla burðarfundinum, það var sjera Andrjes á Gufudal, umræður vóru gjörðar þar um fundar hald, og leist mörgum það tvýsýnt vera, að lýfinu irði haldið i hönum framveigis á

-hvörju ári, en samt var það enda likt þess máls, að halda þar fund á ári hvörju á þennan vissa mánaðardag, þar vóru upplesnar Reglur fyrir fundar haldi framv. i 20u greinum, og leist fundinum að breita þeim litið, og um talað að prenta, og mörg mörg málefni voru þar ræðt, og sum undir búin til Alþingis meðal hvörra læknir skipunar málefnið frá Borgfýrðinga fulltrúa þótti mest um varða, þvi læknar þikja offáir, hvörja áheýrsl. sem það fær hjá stjórnini, þvi á alþingi kvað það hafa verið útræðt til stjórnarinar álits, þvi flest er nú undir högg að sækia, en ekki tjáir utan biðia og þreitast ekki, á þessari strýðu týð, Þjóðólfur færir þjer Norður i fillri stýl um fundar haldið og Alþing i sumar þó jeg hætti hjer ræðu minni, þvi han er skapaður til þess að þeigu ekki, um það sem heýrist og giörist hvört sem það er satt eður ekki, þvi hönum berast tiðindin frá ollum hjeröðum landsins, Þjóiðólfur lýsir þvi yfir að fyrir farist hafi i sumar að ávarpað frá Mula syslu feingi þá áheyrslu sem til var miðað á þingvallafundinum, og svona fer eitt og anað sem þeim er feingið til með ferðar, nú var þó fulltrúi Borgfyrðínga forseti á þingi i sumar og er han alvralegur og frjálslindur maður, eins og þingloka ræða hans lýsir i Þjóðólfi 15- Agust þ.á, - þó jeg láti með ollu hjá liða að rita þjer dauðsföll mana þetta sumar, þá flitur Þjóðólfur það á vængum sinum sem anað til þin, hjer i borgarfjarðar syslu hafa fáir dáið af þjer þektum, útan kona sjer Jakobs á Melum og kona sjera Verharði i Reykholti, aungvir hafa dáið sem jeg heyrt hefi i okkar gamla æskunarplássi, og velmeigum mana er þar i blóma sinum, útan þeýr ur almennu heýskapar hnekkir, þvi sjáarins æði var þar samfara óþurri veðráttu, svo um Réttir gleipti þar sjórin heý megnmikið hjá öllum sem flæðeingi eiga, svo lika fara slæmar sögur af heýbjörg þeyrri sem feingin var, þvi bæði hafa þar brunið heý til stórskaðs, og gégn

runin af vatni, lika eru þau i minsta máta þar,og anarstaðar, lika hafa fárlegir eld brúnará heýi orðið á stöku stöðum á þessi liðandi hausti, og varð han nú eina skaðlegastur á neðra Skarði i Leyrarsveit hjá Jóni Þorvaldssyni, þvi samfellu heý bran upp til kaldra kola, og mistist þar margra kúa forði, ekkert veit jeg anað af okakr gömlu æsku stöðvum, en allir haldi kirru fyrir breitingar litið Guðmunds Teitsson er bóndi orðin á Asgarði og þegar giptur Sigriði Jónsdóttir, -Jónas Jóhansson er á Hvanneyri húsmaður, og okkar gamli fræðari er á Hesti, og baslast þanveg áfram, opt með syna frá leita ölæði, fylgi griðka hana kvað vera hjá honum i eptirlæti nægilega, og svona kémur margt fyrir á Lyfsleið sumra, en svipljótast er slikt á þeim, sem bera eiga Lamba viskunar, sem lýsa skal af svo bjart verði á Veigi smælingans, memandi burt i sama máta mótþróunar þela allan frá brjósum þeýrra sem þeim er tiltrúað, að gánga götuna á undan með reglulegri um geingni sini, þvi bágt er að eiga blindan lieðtoga, þvi þá verður opt hætt við föllum þegar minst varir og þarfra frammkvæmða verður ei framar von, Nú kostur sjer að mönum enn á ný Vetur. Já! köldum anda blðs han frá sjer með býrjun sini, svo sem merki þess að han geimi með sjer fulal alvöru, nú er þó ervitt með ástæður suðurlands að mæta þrumuslögum harðindana, þvi Sumarið sem leið, er liðið b og hvorfið burt i aldanna haf, en þess Minnieg og eptir leifar munu verða mörgum i fersku mini, enn yfir, alstjórnarinar álögum ber þó manni ekki að kvarta þvi hans niður röðun er Visdómsfull og góð, en mannana að þreinging og stjórnr tilhögun er bæði um kvörtunar verð og ófullkomin,- Vist mætti þjer til hugar koma, við málaleingingu og rugl og þetta, að mjer væri nær að hætta en halda áfram, enn jeg þekki þig á anan veg, þó um tíma sjert i fjærlægdini,

numir svona burt frá mjer, en sú er uggun, að andi minn fær ánægu sama hvild, i hvört eitt sin, sem hönum sendist trigda og alúðar ávarp þitt, sem hugur min skal jafnan minugur vera, á meðan kraptur mins anda stenur i skorðum og munu okkar ummæli þar um hvörgi raskast, meðan tungan fær útklakið þeim orðum sem hugurin biður, og fingurnar missa ekki það abl sem þeim hefur meðdeilt verið, og fylgir hjer að endingu aluðarsamt þakklæti mitt fyrir alt gott ujndan farið, og farsælleg ósk! allra þina ókomina æfustunda, og fyrir kækja, og sá sami algóði gjafari, sem uppfyllir allar vorar bænir þó vjer biðjum ekki, stirki og ebli okkar fyrirsetta hálfverk, i þessarí Útlegdar tjaldbúð vors lýfs, og þoknist honum svo að geima okkar fals lausa Vinskap ómeingaðan til enda, sem jeg efast i aungum máta, vertu svo alla tíma kærum kærum kveðjum kvaddur, af eínlægum anda, og einlægum Vin! meðan heíti

Klemens Björnsson

Fetstiklu 7d dag November 1855, Til Jóns Jónssonar Borgfyrðings á Kaupáng

Myndir:1234