Nafn skrár:KleBjo-1857-01-10
Dagsetning:A-1857-01-10
Ritunarstaður (bær):Ferstiklu
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Elskaði Vin! í fjærlægðini óskir bestu!

Á þessum blíðu ártyðar skiptum, sem nú útrunnið er sem fossandi straumur, í aldanna eylyfa haf! vil eg með alvöru gefni, hveða upp úr langvarandi þögn og seigir! margt synist mjer hvorfa, og likt sem eýðast með öllu, og streima með ofljúgandi hraða, út i hið mjer hulda haf skuggans og eyðingarinar; enn sá lyðandi, og komandi timi geymir þó geymir þó óteljandi i skauti sýnu, og leggur svo margt, fram fyrir mann til skoðunar verðar eptirtektar, víst fyrir þá sem veita þvi góðar gætur, þó eru margir sem ganga fram með þeym lyðandi tima, að skeýta litið hans tittalandi raustu, þó f margir finist hanns gætandi;- mjer er að sönu ofvagsið að gjöra greinaskil á slikum hlutum; sem sjálfur er aðgæslu og skeitingar litill, umm vafinn þeym dvalabúnings reytum hönðum, sem fyrir byrgja sjónar geisla mina, svo þeyrra gætið litið, enn gét þo valla annað sagt, enn með sjálfráðu áfram haldi, á þeim hulda vegarins stigum, treistandi með alhug þeim ráðherra, sem ræður öllu með visdómi og krapti, og aldrej lætur þann falla sem knýr han til fylgis;- eg þarf ekki að rita þjer æfi sögu mina hún er þjer lika að nokkru kumi, samt lasta eg ei það sem liðið, er að þessu sinni. heldur væri nauðsynlegt að færa þjer annað til frjetta af þvi helstu sem eg til veit, og ekki heldur við stansa þó samtíningur kunni verða fyrir á veiginum og bjóða sem góðir rjettir væri minum Vin!,- láta það sýðan ummindast i nokkurs konar vega bóta man, sem með aungvu yfirlæti gjörir veiginn greyðfæran, hastandi i burtu, þvi sem i veigin fallið hefur siðan i fyrra, og hindraðiferðir minar, eg ætlaði að heiman i haust, en varð seinn til ferða bunings og hjelt svo 28 Mars 1857

kirru fyrir, treistandi þá þeim óvissa komandi tima til framkvæmda miana; snúandi mjer svo til hins næstliðna tima, han hefur víst í ljós leiðt, með margskonar við burðum, sá liðni timans kabli, eður það næst útruna ár, - Já það hefur með bljðu, og striðu auðsýnt sig og eptir leyfar þess munu verða morgum i forsun mini, enn þó má játa fyrst, að vetur sá i fyrra, var á suðurlandi, einhvöre sá - hinn merkilega bliðlindasti, þess var lika þörf; en misjaft vildi þar eptir fara, sjáar abli hjer sunnan lands, svo kvað til stórrar þraungar i suður veiði stöðum flestum, utan Akranes, þvi var lögd til handa abla geingur sjerlega mikill, og mátti heita venju bregda að Seltjarnarnes skildi standa útundan að þvi sini þó varð valla um ként að veðrátta hindraði, Vorvertyðin bætti svo vel úr kjörum manns, hvað sjáarabla áhrærði, ásamt farsælum afdrifum fjenaðiur næta, og helja abla þar eptir eins hins best,- mætti nú almennlegur hjer á suðurlandi njóta þess, að braka þá heybjörg fyrir skepnur synar, enn sá ný uppkvikvaði, og banvæna kláðapest sem i Sumar og haust hefur yfir geysað af eytruðum anda, svo fljót umskipti eru orðin á fjáreign manna, hun mun þar frá bæa; og má fremur telja slikt meðsem tiðinda upp - (hverfult lukku hjólið er)- svo hefur hjer i haust, verið, vertið bæði arðlitil og ervið, og mun slikt fullbána undir búningur með bjargræði sumra sem með sjónum búa, og má þó hesta að litið hafi á skýað enn; svo er nú þetta ár útrunið, og hefur sinn dóm með sier, svo að óskandi væri af alhuga þess, að það i hönd farandi ár, færði manni græðandi hjálpar meðöl, við þeim meinsemðum sem hitt eptir skildi á meðal vor, þvi kviðvænlegar eru þær deiðandi tiðir, í anda, og likhama, ef þær skildu aptur

fyrir mönum liggja, svo litið sem það er þó farið i nimu falli að lagfærast, ef fram feingi að halda og blómgvast; svo géti nú lika nokkuð litið þess tima sem af vetri þessum liðiðer, þá hefur það verið hjer nokkuð með tvenu móti, nefnilega að i Borgarfjarðardölum flestum var komið Vetrar fars undilag i skiggilegt, ef ei hefdi afjett nú fyrir Jólin, en Skoradalur og suður sveitir allar, hafa mu aungvan misbrest liðið að högum, enn hulda hið má fremur snörp með köblum heita, þó snjóvæg optast nær, og má slikt eðlilegar Vetrarfarstyðir kalla, - - Svo eg sleppi nú þesus tiðfars tali og rugli, og leiti hins annars, til að fjölirða sem frekast mælgi mina, en það verður þvi ver rirara en var ráðgért i öndverðu brjefi þessu, vel man eg það, að þú óskar helst að frjetta úr æsku plássi okkar beggja, og liklegt mætti þikja, að eg mundi þaðan frjetta, fremur enþú, en vist má eg það segja, að mjög fer aptur kunnugleik minum þar, ár eptir ár, en ekki er þess að dilja að frjett hef eg þaðan frjettir i haust, þó ei margbrotnar sjeu, nefnilega: að Sigurður Eýúlfsson á Grjótapartungu fótbrotnaði undir skipi, og að skéðu þvi tilfelli tók kona hans sótt og andaðist, lika dó kona Teits á Heitarósi, nokkru seina, og var að henni skaði nokkur, sonur þeirra Guðmundur býr á Ásgarði og veit eg ei annað nú, utan haris högum liðið fremur vel, og hvað heilsu far snertir á sama máta, og væntir nú þess að sú heimskulega tilgáta manna þar, um han, hafi æði barnlega til verið gétið, flest megn mana munu til falla af öðrum tildrögum en hjátru einni, sem nokkurt abl eri, og mun meining sú að littum falla eins og hun er til valin, þar er lika orðinn ekkju maður Jón i Hamrakoti, og varð Kristin ekki gömul; nu er sjera. Jóhan, okkar, giptur, og bist eg við að þú sjert búinn að frjetta það, en slikt vóru tyðindi og mun mönnum misjaft hafa fallið það, og gét eg til að virðing konu hans sje i aðskiljanlegan máta, þvi ei mun vera það, að köttur sje i bóli Bjarnar?

enn hvað um það, hefdi hönum auðnast að giptast /konu nyrri/ eður hófsemi ölfángana, en þvi fer ver að slikt mun vanta, og má þikja furða hvörsu leingi að stark meni þessi hánga saman, og falla ein með öllu i valinn, enn sjer kvað býður sy?sbima; þaðan hef eg ei annað merkilegt frétt, sem eg hirði að skrifa, samt er það hollast að þú átt góðkunninga i plassi þvi, sem rita þjer má ské, smá frjettir smaar, sem mjer eru að öllu ókunnar, en eg skyldi það gjöra ef visis;- Nú mun eg vist sleppa þvi, að orðleingja brjef mitt með Þingvalla reiðar sögu minni i Sumar leið, þvi þángað fór eg ekki, því mjer þótti óliflega áhorfast, eins og fullkomlega sanaðist þegar þángað var komið; það var likast þvi sem eingin hefdi dagin munað, en það var ei svo vel, orsökin hefur heldur verið af eldra kinferði Islendinga, sem ekki hefur að öllu útdauð verið, og fljótt vildi þar ásjá, að auðt var skarðið fyrir skjöldin okkar Borgfyrðinga! en þó fer miður að nú er ekki að vænta, að sá skjöldur príði skarðið framar, enn hvört skal þá fara að fina sjer Verju? eigi veit eg það; - Já víst hefdi hjá oss mátt verða "Horbrestur" mikkill, í haust á Akranesi, i missir vors þjóð þarfasta og trúlinda elskara, og hans meiga eflaust margir þar sakna, -og vill það verða svo nú sem fyrri að heldur skjótlega verður að sjá á bák þeim sem merkilegir eru; og mundi harma kvæði Fósturjarðar vorrar æði lángt slikt upp að telja, þvi hun hefur mörgum sárum sleigin verið , frá þvi hun var i blóma synum, en slikt hafa hennar forlög verið, og þjenar ekki um að kvarta. Vist er komin timi timi til að gjöra þjer grein eður skyrslu fyrir Rimna kverunum, það má vist segja um það, að mjer gángi bæði seint og illa enn þó hefur ekki verið hægt að gjöra það fljótara, þrjú eru enn óseld af þeim 17a sem eg átti fyrir þig að selja, 14un eiga að heita að sjeu seld, og hef eg þó beðið eptir andviðri til skams tima, og hefur mér ei þótt taka þvi, að slita borgunina i sundur til þyn

-þau þrjú sem eptir eru hef eg eingva von að útgángi, i áformi hef eg i vetur að fá Jóni Arnasyni þinum, peninga þúá sem til eru fyrir það selda ef þú gjörir mjer ei aðra visbenðingu i milli tið, hjer af géturðu sjeð, hvað kvað auðgjört er að selja Bækur i Kringum mig; Samt vil eg segja þjer frá þvi að eg á, 9u deildir Arbókana, og vildi gjarnan að hinar þrjár væri komnar lika, enn Bókmentafjelaginu verð eg að sleppa meining mjor til handa velviljuð sem fyrri, og vist vóru brjef þin þess verð að eg mintist þeyrra, og ljeti þig vita að eg hef feingið þau tvö, siðan eg skrifaði þjer, og ekki hefdi mjer miður þótt fara þó það þriðja væri nú komið, þvi vel ertu nú orðinn vanur þvi þó baggamunurin sje æði mikill, þvi mjer finst æði tæpt standa að umsnarist með öllu þó vil eg hug á leggja að það verði ekki að svo stöddu, hvað er eg að segja? " að mjer fari fram að raupa", það gétur lika skeð að það felli mig sist úr gildi undir þá tið, sem maður fær að vera lausamaður hvar sem vill, samt vil eg sleppa þessari framfærslu mini, hún mun mjer að litlu gagna, Valla gét eg orðleingt blað þetta með frjettum af Sigurði broðr minum i REykjavik, þvi eg veit að það mun sist gleðja þig, þó hrakfalla saga bærist þjer til eyrna af okkar bræðrum, og þikir mér nú heldur ofilla að fara fyrir Sigurði, og hef eg fyrir laungu sjeð, ofmikið fram á undir buning áfara hans, i þær þrjár vertiðir sem eg hef hjá honum Verið, og við það mun eg fullreint láta vera, og við hann skylja það er ei heldur hægt að fast við það elingur han hefur syðan i Vor flækst úr öðru husi i annað, og þar á ofan skilið við konu syna að samvistum, og er slikt herfilegur eyðileggingarinar aðfarir, og fyrir girðingar reglulegs lifnaðar, og þarflegra framkvæmda, og dæmast syðan i fyrirlitningarinar af hýsi, mjer rýs hugur við að þeinkja til ástands hans, hvað þýðir slikt, han mun syna glötunar stiga gánga sem afmælt hefur verið, eg gét ei anað en óskað þess að han vaknað feingi og gætti sinna ófara, svo að endirin feingi afdreigið mirkur þeirrar liðnu tiðar, og andin skinið i fegurri mind, þvi

bágast er að lýða niður, undir birði freistingana, og géta ei Sigrað þær með þvi sanna hugrekki, og dýrmæta friðarmerki, og velsieþeim sem aldrei villast. það eru nú sjerlega merkilegir hlutir sem eg vil hjer minast, nefnilega sú nýa "Læknisfræði"! sem á þessu liðna ári hefur framkomið og hesltað helst að norðan; hún er farinn að blika hjer, sem óþektur geýsli fyrir alþýðu angna, ekki skil eg hennar leindar kosti, þvi ifrið mótfallin synist hún var að ferð allri go þekkingu verra Læknara, illa kvað, Jón Hjaltalin una þessari fyrirtekt þeirra, og nokkurs þikir um varða þar eð ritgjörðir gánga út á báðar höndur, með talsverðu filgi, ekki hef eg þeau rit enn þá sjeð, þau munu eflaust með ferðis hafa sönnun fyrir málefnum beggja; og físn er mjer að fræðast um merkileg heit og gagnsmuni þeirra hjer litt þektu meðala, þvi þau koma mjer breotilega fyrir sjónir, - til þess treisti eg þjer að senda mjer, jmindun þina um þetta, þvi eg þekki nær færniog njósnar anda i brjósti þinu þó um óbjarta hluti sje, að skignast, þvi nauðsynlegt er mani að þekkja það rétta, þó i smáu sje," - Litið gét eg mínst þeirra mentuðu framfara, það er skjótt af mjer að segja, að mjer meðar seint, og stend eg við rætur visku Viskufjalsins, þekkjandi litið þær þarflega brautir sem liggja upp eptir þvi, enda vill það þjenugast vera að fylga nokkuð seinni stöðu sem maður stendr i, samt gét eg játað það, að foriómur og skeitingarleisi hefur jafnan staðið mjer til annar hliðar, og hafa þeð verið óþarfir förunautar mjer, og nauðsinlegt er það að meina til, að slyta þá burtu með abli, áður enn þess rætur gjörast þroskaðar; það er nú fyrir mjer núna slikt og hönum þrandi heitnum Vefara/ þegar han kvaðst vera komin áflangð frá efninu;- þegar eg gat þeirra mentuði framfara þá átti betur við að snúa sjer til Reýkjavíkur, heur enn mín, víst er hjá þeim bæarbúum þar siðra, sú rétta og hreina, uppspretta visindana, reinslan mun lika eflaust sanna það? -nú eru helstu hofdingar landsins saman safnaðir þar eptir vilja sinum

þá mun vel gánga? mjer er nú að mestu óljós framkvæmdar semi prentsmiðjunar, utan hvað þjóðólfur umtelur starfsemi henar i blaði sinu, eg hef litla þekkingu til, að géta lofað bóka val það þjóðinni til uppbyggjar utan Predikanir Peturs; þvi ei mun sýður til valið hjá Bókmentafjelaginu itra, þó muntu við mig sigja, þvi skrifaðirðu ekki nafn þitt á Boðrit þeirra? þó svara eg, má ské það kunni að verða þegar eg er búinn að borga þjer Rimna verðin, svo lika mætti tilgéta, að hjer mætti leita að fjelagslim, sem hvörki skorti abl til þess, eður fjelagsfylgi, þó ógjörla vita hvört han er fljótt að finna, samt mun eg ei snúa huga minum eptir þvi; - Vel ætlar að rætast á blaði þessu, það sem eg spáði fyrir þvi að framan, að samtíningur mundi verða nægastur á prjónunum enn gjarnan vildi eg að það næti stefnu sinnimeð það að hinu leitinu, að þú þekkir það fyrir samjaft vinar brjef, sem að mælir af jafnstöðugum anda sem fir, þvi timans firning ætti ei að byrja svo óvörum fyrir augu min, eður i nokkru veikja samband okkar, þar til hinn Alvarlegi! tekur að ráðast til harðgerðra framkvæmda, og svipta fast með abli, og vist er hans merki afmálanharðneskunar þvi han hirðir tiðum, hvörki um söknuð nje skaða, þvi er eflaust þarflegt að erviða meðan dagar endist, sleppandi ei þeirri ljentu tið, svo, úr höndum sjer að hennar minning sje hvörgi að finna meðal vor, neý, heldur gætum hans með góðri árvekni, og þarflegri notkun sem unt gétur verið svo farsælast vær augna mið, til fullkomnunar vorrar köllunar, Jeg mun ei þurfa að spurja svo, hvört það muni liggja i þánka þinum að leita aptur á Suðurland?, utan svo sje, að það kunni að ljóma svo skært fyrir hugar sjónum þinum, þau uriskipti sem orðið hafa hjer siðra, sýðan þú forst norður, nefnielga þær framkvæmdir, sem stofnsettir eru til búnaðar um bóta, og nauðsynlegra framfara; það er ein undrunar vert, þó nitsemdirnar fjölgi hjer, og blómastaðr,

-lands vors standi ekki á baka til þeim smærri, sjá dæmi Isfyrðinga eg ætlaði að ségja Reykvikinga, það er vist að bjargræðis vegur manna gétur storum um bótum tekið, ef ekki skorti það sem leingi hefur vantar, eður i veigi staðið fyrir framförum vorum, Og fagur er til að vita, þeir sem glæða og framfylga þeim ómissandi fjelags anda; Svo eg iminda mjer nú aptur á hinn bogin til spurningarminar þá mun það verða svo; að þig fýsi ekki til kjötkatla okkar sunlendinga, það er þó ekki að dilja að fleyra er haftá boðum hjer en eintómt kjöt; þvi það fer til með köblum, að grugg borin Grautur finst á borðum; þó eru menn misjafnt fyrir han heigðir hneigðir, en ekki þíðir um að vanda þær ekki er um flúið og annað leitað; - I báðum þinum seinast senda brjefum, víkur þú svo að orðum hvörnin stöðu minni sje varið hjer, og eg ætti norður koma; þá vil eg svara þjer viðvykjandi þvi að þessu sinni, að eg er i vinnumans stöðu til næstkomandi Kossmessu, en til eptir komandi tyðar mun eg hvörgi ráða mig með svo kölluðum Vinnuhjúa skilmálum, heldur hef eg i ráði að vera sjálfs míns maður, þar helst sem best þikir til fallið, og mun mjer ekkert til órýmis eptir fylga utan talnert vert smiða dót mitt, og þar eg segji þjer svo horfandi á sigkomulag mitt, læt eg þig vita þvi með fylgjandi, að tækifærið býður sig, nú fram að leifa norður til þin, þó vegurin sje erviðúga lángur, samt gétur tilsjón þin og fylgi verið mjer að þeyrri hjapl sem dagar mjer að nokkru leiti, eg þarf ekki að segja þjer frá þvi, að þeir þekki aungvan utan þig, það gjörir að sönu litil til, þar eg má treista þjer, og sjáirðu nú góð tækifæri fyrir hendi á þina sýðu að undir búa þetta, með Verustað og Stöðu, mjer til handa, þá læt eg þjer meiningu mina i ljósi i þeirri veru ná um það, að eg gæti feingið í vetur svar frá þejr þessu viðvikjandi, meiningu og ásigkomulag; svo mun eg rita þjer aptur, ef Guð lofar, og læt eg svo úttalað um þetta,- einungis vil eg að enðingugeta þess, að ekki hef eg enn þá

feingið ræðurnar eptir Magnús Sál. Stefhensen, að sönu hef eg ekki leitað þeirra siðra og er það orsökin, svo að telja má uppá það, að snúa mégi nú við, og vita hvört þær eru nú ekki komnar norður, og má ské að þú sjert búin að lesa þær, svona er imindun min, hvört sem þeir gjöra svo vel og prenta ræður þær, sem haldnar vóru við jarðarför föður þess fyrr nefnda og víst hafa þær verið þess verðar þvi svo er mælt að Sjera Jóhann hafi framflutt fagra húsræðu sem ekki hafi staðið á baki hinna, og vel mundu þær meðteknar þó fyrir almenings augu kæmi; - Mjer fer nú að hvarfla til hugar að láta fara dragast undir enða þessa ómarkverða miða, OG i trausti til þess,- að þú munir vera samur að sinni, sem fyrri- að falla ekki þungri hendi á galla þá sem jafnan fylga brjefum minum, Ja i trausti til þess, sendi eg það af stað, og vil eg óska þess að það feingi góða og greyða ferð, svo að bæði talmanir þess sem annars dreifist burt á eyðimerkur fjærlægðarinar, go stæði aungvum fyrir framförum framar meir, enn þá vil eg óska þess að þetta uppruna ár! verði okkur Islendingum gleðilegt og farsælt; svo að aungvun myrkva aðþreiningarinnar dragi á sólu framkvæmdarinar, heldur smátt og smátt fiengi að glæðast geýslar dugnaðar og Visinda, uns sameiginleg birta eður almenn af gæti orðið; - Lika óska eg þess af alhuga! að sá mildi stjórnari þess sínilega sem ósínilega, han annist og blessi þinn hag, og leiði þig farsællega af einni lifsins tröppu! til annar, svo vel þeirra stigu sem farin eru, sem hinna er má ráð

kunna að geimast i skauti þess ókomna tima, eg iminda mér fastlega að slikt muni rætast og færir það mér endur næring til ánægunar,- að géta að líta Vini mina gánga farsællega fótspor sín, þó á undan mjer, þeir eru ekki mínir svo margir, margir sem treistandi sje, eptir filsta megni anda og kraptar; Eg held að mál sje að brjóta blaðiðs bindandi enda á málæði þetta, felandi þig hjer um tima, og síður eílíflega, með máské öllum þjer vandakomnum- þeirri óleituga handleiðslu náðarríkrar forsjónar, mælir af eldheitum anda, þinn einlægur Vin!

Klémens Björnsson

Fetstiklu dag 10d Janúari 1857

P.S.

Briefi vil eg meina að ráðlegast sje, að leiðbeina til Reykjavikur ur því komið er fram á Góa,- að Hliðarhúsum til Jóns Þorðarsonar, og mun eg þar eptir þvi spjurja eður hjá ábyrgðar manni Þjóðólfs, alla daga sæll, KB.

Til Jón sJónssonar Borgfyrðings

Myndir:12345