Nafn skrár:KleBjo-1854-11-12
Dagsetning:A-1854-11-12
Ritunarstaður (bær):Litla-Botni
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Borg.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. a
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Klemens Björnsson
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1833-11-26
Dánardagur:1892-08-23
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Eyri
Upprunaslóðir (sveitarf.):Andakílshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Góði kunningi, óskir bestu,

Vist er komin timi til, að tina ljtin lit á þvi, að skrifa þér eina linu, það verður heldur valla stórum meyra, þar sem jeg á hlutina að, þó að jeg á stundum, hafi borið það við, hafa hraptarnir verið þar til í vanmáttugasta lagi, og svo mun það enn þá verða,, Þegar við seinast skildum, og hveorfum verulegum sjónum hvör frá öðrum, i þeim tilgángi, að fjærlægjast hvör anann vist um ákvarðaðan tima,, þá bundum við þau heit, sem innbyrðis eiga að geimast hjá báðum. meðan lif og hraptar halda sinum lánaðu öblum, og þvi mun heldur valla þurfa að kviða, að nær verðum þess ei minnugir,, Þegar jeg skildi við þig hielt jeg heim til bæar, sem þánka fudur um ásig komulag mitt, þá varð jeg að litlum tima liðnum illa haldin af eitruðu fingur meini, sem að svipti mig ró um nokkra daga, þá var fyrir höndum lika Þingvallafundurinn sem hugurin gyrntist að heyra og sjá, enn þángað fór jeg samt með veika burði Þar var æði þunnskipað af alþyðuni, það er likast þvi sem hun ætli að deina að mæta óþvilika deifd, og sundurlindi.

og sjerlegt kæruleisi með verðferð sina, stirkjandi litið að þvi að laga áður letta af sér ánauðar böndum, nöldrandi heldur heima, i þeim gamla sundur lindis búningi Í hvilikt einislagvilja valla stirkja að sinu eigin gagni,, Jeg þarf valla að skrifa þér, hvöja stefnu að forgaungu ???innir höfdu á þeim fundi utan það að mér sindist han horfa að betra skipulagi i morgu, ef það væri nokkuð athugað sem bæri þegar af fundi er riðið, jeg veit að Þjóðólfur, er búin að skyra þér ljóslega frá öllu því helsta sem fram fór á fundinum, ásamt hvað margir vóru þur hvörju hjeraði, og vóru Borgfyrðingar eina helst viljugir, en Gullbringu og kjósar syslu i latara lagi, það var rétt kölluð ómind! þeir vilia ekki gjöra þer skaða með svoddan reiðum, heldur en meið fjárutlatar fyrir dagblöðin, þeir muna lika lifa betra en hinir. Svo jeg skrifi þér litið eitt af viðfallinu i Sumar, þá veit jeg að sú frieð er norki norður komin nefnilega að kaupstaðar vara hefur hér Reykjavik verið æði dýr matfaung sem kramvara, og lanðvara i vesta máta tekin, við það sem anarstaðar úr kaupstðum friettist, og þó voru þeir að þrotum komnir með alla nauðsinja vöru ??? áður en Póstskipið sem og þau 2 skip sem Preserin gamli sendi, bæði með mat og þarfa vöru, það er likast þvi sem það standi á sama hvört þángað flist mikið eðm litið, sem i eirn fortærandi eld kastað væri, Erlendis frá hef jeg fáar sannar friettir feingið, og rist þær sem jeg vega að skrifa, utan það muni vera nægð af korni

og i allgóðu verði itra, og hér kvað það vera farið að Riga niður þess væri og öll þörf, þvi matbyrðir eru i min lagi hjá fólki, og fremur horfðist til að þraung irði Skaparin leggur ætið hjálp á meðan han ætlar þessum halda hólma innbúum að lifa, þvi besta fyski?ý hefur i haust verið, en sem fyrri stirður gæfrir, en fiskarin hefur verið sierlega vænn, og hlutar hæð orðin i góðu lagi, Jeg vil einungis géta þess, áður en jeg skilst við þetta marklausa rugl, að fremur vill örla, á nýbreiting, og þeirri gömlu Agirni i kennivalds stiettini, nefnilega að um bæta kjör sin, nú kveða þeir uppur með fullri alvöru géfni, eður þeirra æðsti yfir maður, og eru þeir farnir að undir búa það með presta fundi i hvörri sýslu, með 2a leikmönum, og er búið að halda hér þan fund að Itra hólmi, og urðu þeir þar fljótt á eitt sáttir að breita til i Borgarfjarðar syslu, nefnilega að 3 prestar skulu vera i allri sysluni, ein fyrir utan Skarsheiði, og skal hans aðsetur verða á Stóra Fellrörl, taka svo af Mela kyrkju en hinum 3 skal han þjóna, Görðum, Leyrá, Saurbæ, en fyrir norðan heiði, skal sameina með likum hætti, Hvaneýrar og bæar kyrkja skulu af takast og ein kyrkja setjast á hesti, lika skulu aftakast lunda og ?itja kyrkja, og setja aptur ein a að Hóli i lundareikjadal, og skal svo ein prestur þjóna þessum báðum brönðum, en Reikholts brauðið á að standa óraskað, mikil er þessi tilbreiting ef þeir fá að ráða Sliku, en þessu halda þær að ætlan mini fram af alefli, og vist mun verða ræðt um sliks i Sumar i Alþingi,, -

en um tilbreitingu á þessum kjörum viðar hef jeg ekki glögglega heyrt, anað en það mun vera á prjónunum, atlitur fyrir að gott skipulag verði i handinu, þegar þetta er með öllu komið á laggirnar, ásamt þvi markverða innfalli Biskupsins, nefnilega að rimka um vinuna i landinu, og létta þar með á úngum sem gömlum að læra og halda það 10a laga boðorð guðs, sem venja hefur verið hingað til að læra, en nú heyri jeg sagt, að han vilja útstrika hið þriðja boðorðið, og gjörist han þá meyri, en kristur sem ekki kvaðst vera komin til að uppleisa lögmálið, og þikir mér þá færast skórin uppi bekkin, ef að Herra Helgi ætlar að verða meýri, en mér sinist það ekki fjærri veigi þó að slika væri á lopt haldið, hvörsu merkilegar Biskup han ætlar að vera ef margt fer að koma þessu likt frá hönum, Jeg er nú að rissa þessar linur út i loptið, ekki veit jeg hvört mér auðnast að géta komið þeim á veigin fyrir postin, þvi jeg bist við að han fari bráðum að halda Norður, og jeg verði fremur seinn jeg hef verið að vona á hvörjum deigi eptir briefi frá þér, siðan Posturin fór suður, en það er þó en ekki komið, það gétur einhvörsstaðar leigið, en hvað um það verra þikir mér ef þessi miði heldur ei áfram til eigandans, ekki hef jeg minst neitt á, að seiga þér af sjálfum mér, það gétur lika ekki orðið mikið, utan það mér liður bærilega, hjá Sigurði broðir minum ætla jeg að róa i Vetur ef guð lofar, enn hvar alstjórnin og forlöginn ætla mér að verða framveigis er mér að visu hulið, þvi fremur er það ætlan min, að mér muni óróast hér i dalnum imoru

ónefndra hluta vegna, þó siðar kuni sitthvað að vera, og manni muni forvelt veita að sneiða hjá hinu mótsetta, og þvi fyrir ætlaða, Ekki hef jeg minst en þá neitt á veðráttu far i Sumar og svo framv; grasvögstur varð i góðulagi, og niting fremur i erfiðara lagi, og heya vegstir undir miðal lag, en sú þunga um hleipinga og rigning tið á þessu hansti, munu hafa gjört stórar skemdir i heybjörg mana, ef á móti Vetri þirfti að taka, en sú hér, nú infærða regla með heyásetningu á þessu hausti, er ætlað til að ráðí bót á óforsjalli ásetningi, en misjafn rómur er þá géfin að þessari aðsión hjá bændum, og þar eptir mun verða eptir breitingum, þessir nýu hreppstjorar, halda þessum reglum fartlega fram, að hvörju. sem það kan að verða siðar meyr, Hér vóru rindir þrir hreppsstjórar i vor i sysluni, Arni Jonsson á Hliðarfæti hér, Rögnvaldur i Hvami i Skoradal, en Jón Bjarnason á skálpastöðum i Lundareikjadal, en litið er en þá farið að kveða að driftum þeirra, en það svo men géti talið, Nafnkendir men hafa hér fáir dáið, utan Hallvarður gamli læknir á Leýra eptir fleirum man jeg ekki,, Nú held jeg að þessi miði fari að stittast, bið jeg þig að virða han á hægra, þvi han er i aungvan máta i þvi fagi, sem eg óskað hefdi, og skildugt er, en þó er hitt ver að ef han kémst aldrei, þó han sje svona illa úr garði gjörður, þvi

valla lýsist eg á þvi að skrifa þér á hvörjum deigi jeg þarf valla að minast á það hvað linur þessar kosta, heldur kveð þig að endingu, og fel þig á hedur þeirri algóðu og almáttug stjornun um tima og eilifd,

þakkandi þér fyrir dygd og trigd mér auðsýnda; það mælir af einlægni þinn gamli vin meðan heiti

Klemens Björnsson

Litla BOtni dag 12a Nóvembr 1854

Til JónsJónssonar að Kaupangi

Norður

boss

Myndir:123