Nafn skrár:KriTho-1908-01-05
Dagsetning:A-1908-01-05
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Kristín Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1883-09-22
Dánardagur:1970-10-28
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Húsafell
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hálsahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

Lundor PO ;an 5 janur

1905

Gleðilegt níár

Elskulega kæra frænka mín Innilega þakka jeg þjer fyrir brjefið þitt góða og greindarlega Kæra Imba mín jeg veit

nú valla hvernin jeg á að fara að stíla brjef til þín mig minnir að jeg sje að skrifa svolitlum breiðleitum stepluhnokka

en í þess stað er það fullorðin stúlka sem að líkindum er nærri því búin að gleima mjer Jeg verð nú samt að segja þjer

eitthvað og það er þá fyrst að okkur líður öllum vel krakkarnir mínir eru

?epnileg og heldur lagleg litla dóra er orðin feit og falleg en

en er nokkuð óþekk.

Tíðin hefur verið ljómandi góð í allan vetur sífelldar stillur og frostleisur og mjög lítill snjór rjett svo að hægt er að

ferðast um á sleðum allt annað má heita að sje upp á móti manni hjer, og er þá skárra útum landið en í borginni Ekki

man jeg eptir neinum frjettum sem þið kannist við Jeg hef skemt mjer mikið um jólin vakað og spilað á þrjár nætur

hjá nágrönnunum og er ekki búin að ná mjer eptir það enn þá jeg hefði samt heldur kosið

"overstrike">að af jeg hefði mátt ráða að vera komin heim að Húsafelli

Jagja kæra Imba mín þú

segir í brjefinu þínu að þú vildir að þú bærir hanfin til mín, jeg vildi það líka og þegar þú ferð

frá mömmu eða ef þú ferð frá henni, þá vildi jeg að hún og pabbi þinn vildu lafa þjer að koma til mín, jeg á hægt með

að lofa þjer að mentast mikið mjer mjög kostnaðar lítið því alþíðuskóli er hjer rjett hjá mjer ómóta langt á hann og heim

??? að og út að ????????????svo kæmir þú heim með okkur eptir dálítinn tíma

svo sem 2-3 ár hvernin líst þjer á þetta? Jeg nenni nú ekki að skrifa þjer meira Imba mín berðu pabba þínum illilega

kveðju

Frá okkur báðum og segðu honum að Hjört langi mikið til að sjá línu frá honum Svo bið jeg mjög

vel að heilsa öllum á bænum Vertu blessuð og sæl líði þjer ævinlega sem best þín einleg frænka

Kó Þorstendottir

Segðu Sigga litla að mig langi til að fá brjef frá honum

stína

Myndir: