Nafn skrár:KriTho-1959-12-08
Dagsetning:A-1959-12-08
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Borgarfjarðar, Borgarnesi
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Kristín Þorsteinsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1883-09-22
Dánardagur:1970-10-28
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Húsafell
Upprunaslóðir (sveitarf.):Hálsahreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Borg.
Texti bréfs

þú átt að kaupa eitthvað gott fyrir litlu bornin fyri þenna litla seðil

S

1959

Lundor PO

Desember 8

Elskulegi bróðir minn

Kondu sæll og blessaður jeg þakka þjer fyrir alt gamalt og gott og seinast fyrir fallegu minok

bækurnar sem jeg fjekk fyrir afmælið mitt það er Alt gott að frjetta af frændfólkjinu þínu hjerna veðráttan hefur verið

nokkuð ervið þetta haustið óvanalegt því oft er það skemtilegasti tímin hjer það er haustið en í þetta sinn fengum við

þann heiftugasta snjóbil sem jeg man eftir í birjun Oktober og hann var í 3 daga snjórin svo mikill allar brautir ófærar

og allir bændur óundir það búnir að fá svona veður margir sem áttu kornið sitt á þrest og

kartöflur í jörðinni gripir hingað og þangað um okrana eitt lítið dæmi Páll sonur minn átti tvær stórargiltur komnar að

gotum þær tíndust báðar hann leitaði að þeim einn dagin gekk hann ofanað vatninu hann sá þar stórt rottubú svo hann

gekkað því þar var þá annað svínið inní rottubúinu og var þar með 9 hvolpa allir vel lifandi en hitt fann hann dautt núna

í tvær vikur hefur verið inndælis veður en snjórin fór aldrei

Hvað á jeg nú að segja þjer það gengur bísna

vel búskaburin hjá frændum þínum þeir eru allir vel ebnum búnir Páll er að hugsa um að fara heim til Islands næsta

sumar hann langar til að sjá Island og frændfólkið en mest langar hann til að sjá þig en hann getur ekki staðið lengi við

tvær eða 3 vikur á Islandi en það er betra en ekkert Kunningar þíner hjer á Lundor eru altaf að biðja að heilsa þjer Agust

Eiólfson er mikið að missa sjónina en getur samt hjálpað sjer sjálfur með hvítan staf Vigfús Guttormson er ljettur á fæti

kátur og skemtilegur irkir stundum vísur hann er orðin 87 ára Skúli Sigfússon er orðin lasburða hann er alveg inní

Winnipeg þennan vetur hann hefur það rólegra þar Arthur þú manst eftir honum sornur Skúla

hann kemur hjer stundum Konan hans er núna á steipirnum með áttunda barnið heldur þú að það sje húshald hjá henni

Guðrún kona Skúla eins opt í rúminu en hann mentar þó börnin tvo þaug elstu ganga á háskóla hjer á Lundor 3 á

barnaskóla á Mersihill öllum verður hann að koma fyrir annar staðar Óli Halsson kvartar mikið útaf því að þú skulir ekki

skrifa honum

hann heldur sjer vel jeg sá hann nýlega það var þjóðrænin fundur hjer hjá okkur og hann hjelt

ræður eins og vanter en það var ágætt hjá honum og engin sofnaði Haraldur Daníelsson er nú mikið frískari vinnur alla

daga. Hergeir Daníelsson er allar mesti Aumingi það verður að passa hann eins og barn Dani Sindal er að verða gamalmenni

og er þó ekki nema 75 ára en þaug hjón hafa mætt svo miklu mótlæti að það er ekki furða þó þaug sjeu farin að bogna. jeg

held jeg sje nú búin að minnast á flesta sem þú kintist hjer Rannveig á Borg frændkona okkar hún bír með drengunum sínum

altaf glöð og skemtileg jeg er altaf að reinaað koma henni til að fara heim til Islands en það vinnur ekki Páll tengda bróðir

minn og lína jeg sá þaug í sumar jeg fór á Islendinga dagin það var ósköb skemtilegt, þá kom jeg til þeirra Páll er að verða

bísna ellilegur en þaug hafa það ósköb rólegt og gott það er nú komið vatnsverk í hvert hús á Gimli og þaug hita upp með

Olíu Jeg ætla að reina að skreppa þangað fyrer jólin ef jeg get

Jeg hafði ósköb skemtilegan afmælisdag þegar

jeg var 80 ára krakkarnir sem lifa búa hjer í nágrenninu komu öll það voru þísk hjón hjerna sem bjuggu hjer á eigninni

minni þaug voru hjer í 10 mánuði þaug eignuðust barn á þeim tíma og litla barnið var skírt hjerna hjá mjer á afmælinu mínu

svo höfðu hjónin skírnarveislu og svo fóru allir út og steiktu sjer kvöldmatin úti en jeg yfirgaf alla og fór í kirkju og Rúna

kona Steina kom með mjer svo þegar við komum úr kirkjunni þá voru allir komir inn og afmæliskakan á borðinu með

alt 80 kertun þá settist jeg niður eins og drotning og gerði ekki neitt svo

voru allur hópurinn fram eftir kvöldinu var sundið og spilað Krakkarnir gáfu mjer stóran og góðan Olíuofn svo það er osköb

notalegt hjá mjer, mjer líður vel jeg er heilsugóð eftir aldri það er altaf töluverður gestagangur hjá mjer og jeg hef svo mikla

skemtun a því jeg sækji vatnið mitt sjálf go ber inn eldiviðin í eldastóna stundum koma litlu strákarnir hennar Haldoru minnar

skólafrítímanum á dagin og bera inn fyrir mig eldiviðin Jeg er nú búin að skrafa heilmikið við þig þú ert nú hættur að búa og

ættir að hafa það rólegt en jeg veit að þú ert altaf sívinnandi. Ef Páll lætur nú verða af því að heimsækja þig í sumar þá ættir

þú nú að koma með konuna og vera svo ekki neitt að flíta þjer vertu svo

blessaður og sæl. þín fjarlæga systir Stína

Myndir: