Nafn skrár:ArnJoh-1905-10-15
Dagsetning:A-1905-10-15
Ritunarstaður (bær):Dalvík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:
Safn:Héraðsskjalasafn Svarfdæla, Dalvík
Safnmark:
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:ljósrit

Bréfritari:Árni Jóhannsson
Titill bréfritara:Skipstjóri
Kyn:karl
Fæðingardagur:1887-07-30
Dánardagur:1960-10-21
Fæðingarstaður (bær):Brekkukoti
Fæðingarstaður (sveitarf.):Svarfaðardalshreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Dalvík 15. Oktbr. 1905

Kæri Nonni minn!

Rjett til málamynda skrifa jeg þjer þessar linur; þó mig minni að jeg eigi þjer hjá brjef ósvarað Það er aðalefni miðans að láta þig vita að nú með Skálholt

sendi jeg þjer 2fj. af hák. sem jeg merkti þjer. Jeg var að hgusa um að merkja það til pabba þíns, en þá sá jeg að það var sama

haerjum ykkar jeg merkti það, þar sem þú ert að mínu áliti að hálfu (eða meira) bóndi á Stað. Jæja vinur minn, þessi hákarl er nú ekki eins góður eins og

jeg hefði viljað láta hann vera, þó hann sje vetrarhákarl

uskaður á Siglunesi (hjá Fríðu) Jeg gjörði þetta að gamni mínu af því jeg hugsaði að foreldrum

þínum mundi þykja gaman af að eignast ofurlítið af þeirri tegund. Þú getur ímyndað þjer að jeg muni ekki ætlast til borgunar fyrir jafnlítið óhræsi og þetta, á eptir því

sem á undan er gengið, mjer til handa. Opt hefur það komið fyrir það sem af er þessum mán. að mig hefur langað til Hóla í stráka hópinn, og mig hefur jafnvel dreymt

þangað, að jeg væri að stynga niður stongum og stynga út línur, stundum að boxa með hornrjæigil, eða færa malbók o.þ.l. og alltaf hafa mjer þótt

einhverjir gömlu kunningjarnir vera með.

Jeg hefi svo ósköp lítið að skrifa núna er bæði latur og hálflasin þó jeg annars hafi alltaf verið með góðri heilsu.

Nú er Snorri vinur rjett í þann veginn að sigla, til Noregs... eins og þú veist, og fara þeir 23. úr Songfjel. Hekla þú hefur sjálfsagt heyrt um fyrirætlan Kr. Hanssonar frá

Hóli, að hann hugsar sjer til Háskólans. Hvernig bora þykir þjer? Nú er Páll Jónsson kominn á Háskólann, og get jeg illa borið þá saman í huganum þegar jeg hugsa til

þess að þeir dvelji báðir við sama skóla. Það eru þó ólíkir menn. Gaman þætti mjer að sjá þig í vetur, en þó verður það að öllum líkindum ekki, ef sú áætlun sem jeg

var búinn að gjöra mjer fert fyrir, nl. að vera s.t.

4-6 vikna tíma hjá Jóni á Reykjum að fá til sögn í söng þar ættir þú að vera með!! ef þetta ferst fyrir kem

jeg líkl. ekki, þó jeg fari vestur, því þá fer jeg ekki nema til Hóla að finna Sig. skóla.

Kæri vin, taktu viljan fyrir verkið og fyrirgefðu hvað þetta er allt omerkilegt. Líði þjer hetur en beðið þær. Þinn einlægur meðan heitir

Árni Jóhannsson

P.S. Jeg bið kærl að heilsa pabba, mömmu og Bjarna gamla

sami Á Jóhannsson

Myndir: