Nafn skrár:KriKro-1870-04-13
Dagsetning:A-1870-04-13
Ritunarstaður (bær):Hvanná, Jökuldal
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2755 4to
Nafn viðtakanda:Halldór Jónsson
Titill viðtakanda:prestur
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Kristján J. Kröyer
Titill bréfritara:bóndi
Kyn:karl
Fæðingardagur:1928-00-00
Dánardagur:1910-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):Öngulsstaðahreppur
Fæðingarstaður (sýsla):Eyf.
Upprunaslóðir (bær):Melgerði
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Hvanná þ13da Apríl 1870

Háttvirti Elskíulegi vin!

Ástar þakklæti fyrir allt elskulegt æfinlega, Nú senði eg mann með jarpa Klárin, Ekki hef eg nú gjetað alið hann í vetur eins og þú sjerð á honum, enn það

sem hann hefur fengið af heyi hefur verið gott, Eg hefði látið hann vera feitari ef eg hefði ekki sjeð framm á heiskortinn, þó veturinn hafi nú verið eins blessaður

og góður sem hann hefur verið, þá eru hjer þó allir búnir að eiða talsverðu af heyi einkum

hanða Lömbum og Hestum og sumir fyrir löngu hreint heilausir sem hafa þurft hjálpar af öðrum- orsökin til þess að eg senði ekki Kára þegar sjera Þorvaldur

senði Hjeðin var sú, að eg var nílega búinn að frjetta að þú værir orðinn mjög hey lítill og því ljet eg hann ekki fara- Enn nú heirðist mjer á sjera Þorv; víst af

brjefi þínu til hans, að þjer hefði komið vil að fá kára unðir eins og hjeðinn fór, og þikir mjer fyrir því ef þú hefur haft einhvör ónot af þessum drætti - Ekki

var nú fallegt af mjer í vetur að taka Kára og járna han og ljet eg Konuna Ríða honum austur að Ormastöðumm annað hefur honum ekki verið Riðið, og

er gott að sja á þessu að eg eins og fleiri hef stólað uppá góðmensku þína, Nú er Sigríður okkar Eymundsdóttir Vístlaus eg gjet ekki haft hana, því hjer eru nú

innann sveitar vandræði nú með lónig mestu móti, og er það illa farið að hún gjetur ekki fengið góðann sama stað þar sem þörf væri fyrir

hennar mínðar skap og

dugnaði, Eg hef lagt til með henni hjer og Reint að fá henni stað enn ekki lukkast- að enðingu kveð eg þig með óskum alls góð mælir af hjartans Eynlægni

þin einlægur Elskanði Vin

K Kroyer

Myndir:12