Nafn skrár:LarBja-1874-01-18
Dagsetning:A-1874-01-18
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth 18 Janúar 1874

Elskandi goði Torfi minn!

Jeg hef nú lesið 6 0000 brjef frá þjer síðann þú fórst og sogðu þá sumir að það mundi vera kominn tími til að senda þjer fá einar línur

Mjer líður vel hjá kalli og kjellingu og bjátar ekki á firir mjer með neitt 0000 hann hefur sakt mjer til í enskunn með mestu snild og það er vand feinginn annar eins kjennari hann hefur látið mig lesa á kvurju kvöldi eirn og tvo tíma og síðann hefur hann tekið stafrofs kver og látið mig stafa og 00 kveða að 00ta nu tekur stundum heilann kl.tm. so jeg var nú kominn so vel niður í Enskuni þegar jeg fjekk bokina frá þjer að það vóru ekki mörg orð sem jeg skildi ekki enn mikið þótti mjer þó vænt um að fá hana.

Já ja þá er að minnast ogn á Gvend hann er nú kominn 10 mílur út frá Racine til bonda og vinnur firir mat jeg hef feingið frá honum tvö brjef í allann vetur og er annað skrifað núna firir 3 dögum og seiir hann í því að hann iðrist ekki eptir neitt nema það að hann fór ekki til Nebraska með okkur hann seiir að það sje so mikið af fólkinu þar sem hann er að það ráði hvur 00000

þverann eins og helvítis ánamaðkar eða míflugur á skita klessu og hann læri aldrei eitt orð af ensku og að endingu seir hann og þettað eru nú mín af drif í Amirikku í Amíriku enn hressir sig þó upp og seir að það sjeu ekki líkindi til að maður taki upp mikil höpp á firsta ári og vonast eptir að hafa það betra eptir leiðis.

Jónas skrifaði mjer firir Jólinn eirn bölv. opna miðann og það er alt jeg skrifaði honum aptur

Jeg með tók hjer mig minnir seint í október fim brjef sem vóru til þín frá Guðl Indr Eggert og Jóni Póst og Lamberson

og var þar mart að frjetta sumt var gamann sumt var þart sumt vjer ekki um tölu

Mikið hefur gamli brandur starfað firir þína hönd og mjer er rjett sem jeg sjái framandi þrælinn þegar þú komst heim mikið Helvíti hefur hann orðið feiminn jeg er nú dá lítið rólegri þar þú ert kominn heim jeg vona þú gjetir unnið upp á honum eitt hvurt til tækið og það er líka sem jeg vildi við höfum aldrei vinir verið jeg vona það minki dálítið b.v. hrafna gángurinn þegar þú ert kominn heim og þó hann hafi verið búinn að gjera þjer mikið tjón þá hefði það þó ekki orðið minna hefðir þú aldrei farið heim

þá þarf jeg að seia þjer dálítið af vetrar farinu hjerna þó jeg sje hjerum bil fullviss um að þú komir aldrei hjer meir þó það sje ekki firir það að mart gjeti breist First eptir að þú fórst kom kulda kast sem varði í fjóra daga so í Nófember kom attur sama blíðann og gátum við altaf plakt og framí Desember þá kom snjór og liggur hann enn ekki er þó gras fillir af snjó og alstaðar er nytpeningur úti hjer er altaf hrein viðri og frost enn skjaldann fjúk og það sje jeg að það er hægra að ala upp kjír hjer enn heima það nefni liga kostar ekkert nema hirðan það

þá er eitt eptir að seia þjer að jeg er farinn að mjólka rjett eins og hvur annar fullorðin og meiga hinir vara sig að jeg reki þá ekki í hrúss horn enn stundum hugsa jeg heim ef einhvur sæi þegar við löbbum á stað 3 með sína fötuna hvur og þeir með stora reikar pípu og þurfa þeir að kveika í áður enn þeir fara að mjólka jeg var kominn uppá besta lag með að reika enn hvað viltu hafa það betur mjer varð einu ilt so jeg var það við mitt gráhærða höfuð að jeg skildi ekki reika framar og það mun jeg enda

Jeg held jeg verði að seia þjer hvað mr Chal0 Wilstr00 bróðir Franks hefur boðið mjer

hann hefur boðið mjer að bigga mjer jörðina sem hann bír á núna og lana mjer peninga firir Tím og kú og þrjú svín enn jeg læt nú þettað útum annað yrað og inn hitt jeg var þar viku í hyst Frank ljeði honum mig og hestana til að 000 opt er talað hjer um Islendinga sem þú munir flitja og þeii jeg þá optast

Leingi var hjer lítil prís á hveitinu enn nú er það komið a 85 og g 90 ceant cent um það lítur út firir að það verði grófur prís á Korn það er á 40 núna straks

Altaf kann jeg betur við mig síðann jeg fór að gjeta lesið mjer til gamans einsog þú spaðir forðum

Jeg hef hert mig sem jeg hef gjetað í vetur að læra og alt sem jeg hef sjeð jeg hefði mátt vera nokkur ár heima til að læra það og þó jeg fari úr amíriku og hafi ekkert úr krafsinu nema það sem jeg hef lært þá skal jeg aldrei iðrast eptir eins og Guð lengur nú að ári get jeg lært þísku firir ekki neitt ef jeg vil því Frank hefur boðið mjer það og það væri nú nógu gaman ekki tekur til nema þurfi jeg er nú farinn að sklija mikið af því sem talað er á þ0k000 jeg hef ekkert lakt mig út firir það í vetur

Jeg pára þjer nú ekki meira í þettað sinn þú firir gjefur mjer það þó það sje fátækt Guð stirki þig og 000000 og hjalpi þjer til að komas á fram og það er sem við meigum treista að Guð er goður og hann hjalpar öllum þeim sem á hann tresta og breitingar og umsvif lífsins leiða mann til full komnunar Jeg bið að heilsa guðl og öllum börnonum og öllum ifir höf L Bjarnason

Myndir:1234