Nafn skrár:LarBja-1874-08-29
Dagsetning:A-1874-08-29
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Ekki varð neitt af Alaska ferðinin firir Jóni Olafssini

Hjartkjæri Bróðir!

Hafðu inilegt ástar hjartans þakklæti firir þitt góða tilskrif frá Regika Reikjavík sem gladdi mig að heira að þú sást þó eldgömlu Isafold aptur og þína gömlu góðkuninga, Jæa þá er að seia þjer so lítið af mínu lífshlypi en það er nú það mesta sem það þ hefur hlypið að það hopaði til baka dá lítið, nefnilega til Frags aptur eins og þú getur sjeð já og eru nú bú0ir allvel á nægðir eins og 00000 af var aður, þegar jeg hafði verið íbu í burtu 2 mánuði kom jeg eitt sin að vitja um brjef og sagði han mjer þá frá ryrum sínum nefni lega að það hefði hvur bölvaður kallin svikið sig á fætur öðrum so han væri enn þá ekki buin að fá

neirn man og spurði mig rjett í hjartans ein lægni ef það væri nú nokkur kostur að jeg færi til sín aptur og þotti mjer þá sköm að að vera so lángrækin með því jeg hef aldrei lángrækin verið þá rjeði jeg mig til hans uppá þrjá mánuði en sextíu Dollara varð han að gefa mjer,

þú skrifar mjer að Kóngurin hafi farið að heimsaka ukkur í Sumar og atla jeg þá að seía þjer í staðin frá gestum sem heim sóttu Nebraska í sumar það var hvurki Danmerkur kógur Norvígs kóngur Dana Kóngur eða Kóngurin hjerna einsog Sigfus heitin sagði heldur vóru það Sokallaðar Gras hoppur sem átu klár lega alt Korn í heila Nebraska og firir vestan þarna sem að ötluðum einu sini að verða bændur hafa þær

jetið alt klár lega upp til agna Hveiti Hafra Bigg og Mais so nú eru fluttníngs vagnarnir að koma á hvurjum deii vestanað því þeir hafa nefni lega ekkert við að lifa og selja hesta sína og vagna firir hálf virði því þeir hafa ekkert fóður firir því þurkarnir hafa verið so miklir að Grasið er alt uppskrælnað á Sljettonum so men gjeta valla heiað nog firir 2 Hesta og Eina Kú, það vildi til allrar lukkunar að það var búið að slá og stakka Hveiti hjerum pláss þegar Gras00 Gras hoppurnar kómu so þær gátu ekki gert annað tjón en jetið alt Kornið, Eirn dag var so mikið af þeim að það var líkast Skjaða drífu og sá valla Sólina í heðskjiru veðri

og var þá eins firir Nebraska búum og Axlar Birni.

Uppskjeran á Hveitinu er talsvert lakari en í fira jafnast frá 8 til 15 Bússels af ekrum og prisin 55 Sent en Korn er á Dollar og 45 Sent Hafrar er 30 Sent. Jon og Sigfús eru hjer og eru vinu men þeir ljetu bjóta sínar 10. Ekr hvur og held jeg atli að fara að búa í vor að kjemur hjer kom eirn Landi frá Milwaukee firir viku og jeg kom honum firir eins og sveita ómaga jeg held han fái 10 Dllr um mánuðin han er 000arn um Gvend vet jeg ekki neitt Páll þorlágsson hefur tekið land í Usskonsín einhvurstaðar útá mírum firir Föður sin og nokkra hans filgi fiska og þar prjetíkar han ifir þeim og með það sama hætti jeg LB

Þú lístir firir mjer níu ljáonum þínum og Einkaleifinu líka og skjildi jeg altsaman vel og líst mjer vel á altsaman, jeg þori að seia að þú hefur fundið þar uppá því Ljáa læi sem leingi verður vel þokkaðir og þjer til eptir mini legrar frægðar.

Þú sendir mjer til ráðstöfunar bjref til Gvendar eða Henry frá gamla Guðmundi í Tjaldanesi og vil jeg feiin leið beina því ef jeg gje t en mjer líst illa á það því jeg gjet ekki feingið neina fregn af honum og jeg held fillilega að han sje tíndur jeg atla nú að reina að

Mjer þætti ekki ó líklegt að Jóni Ólafssini kjini að detta í hug vísa ekki öllu nettar en sú sem han orti í Milwaukee eptir að han hafði verið þar nokra daga ef han verður í alaska í vetur. hún er sona, Fjanda lífið finst í mjer fari það sjeð bullandi að geingu nú um í getur hjer g0000 lys og drullandi!!!

skrifa Jónasi Jónssini í Milwaukee Milwaukee og vita hvurt han veit nokkuð um han og fái jeg yngva vissu um han þá þá verð jeg að trúa því að hann sje dyður.

Marg skrifar þú mjer um brask Jóns Ólafsonar og ifir höfuð landa hjer og það er mart af því sem jeg hef aldrei heirt neitt um, jeg sagði þjer alt sem jeg vissi um þettað alt þegar jeg skrifaði þjer seinast.

Jeg heirði ur brjefum Sigfusar í sumar að Jóni Olafsini hefði verið skrifað af firra bragði frá New york og boðið að fá frítt far og tvæ0000 frítt far ásamt tveimur öðrum og eptir það fór Jón til New york og afgjerði kaupin og kom síðan til

til baka sigri hrósandi og var þá haldin fundur í Wiskonsin Milwaukee af nokrum Íslendingum og kosnir þessir þrímeníngar sem þú gjetur um í brjefi þínu kosnir að fara norður til Alaska og útvelja þar handa Islendingum lands plás líklega það sem þeir gjætu orðið á nægðir með, - en það held jeg sje nú þó ekki gott eða þæi lekt verk því eptir því sem mjer sínist að þeir berist af eins og þeir ó guðlegu að þeir leti hvíldar en fir ekki. - Nú ef þessum sendi mönnum litist vel á sig og þætti nógu kalt!!! þá hef jeg heirt að þeir öttluðu að skjipta sjer í Smala menskuni og skjildi Jón fara heim til Íslands og sæka alt sem

regstrar fært er og ríka til Alaska en Ólafur skjildi koma til baka og smala saman þessum þessum irrum sem þar eru í Banda ríkjonum og Canada jeg er hálf hræddur um að jeg skjótist hjá honum í Lægðonum í Nebraska og komi ekki firir í fistu leit en Páll átti að bíða í Alaska á meðan bæði til að sjá um að aungvir kjæmu til að stela Alaska og so til að sjá um hjálpa Ólafi og Jóni að reki in safnið þegar þeir komu úr gyngonum!!!

Það hef jeg aldrei heirt að þeir hafi skrifað Grant en það gjetur þó vl vel verið

Myndir:1234