Nafn skrár:LarBja-1875-01-29
Dagsetning:A-1875-01-29
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth 29 Janúar, 1875.

Góði bróðir!

Jeg er nú orðin hræddur um að jeg hafi nú dreiið of leingi að senda brjefin mín so þaug hvurki nái nje Póstskjipinu. jæa það verður það að hafa; enn jeg lifi við góða von að það sje ekkji miklar frjettir heldur en vanter, nema að seia þjer frá tíðini í Vetur. Desember var góður og þíð jörð alt fram að jólum en janúar attur afbrags vondur með biljum og hörkum so hundi hefur ekkji verið útsigandi þar til þessa viku nú er all bæri legt veður so við höfum gjetað unið í Timbri og flutt heim Br00i til eldiviðar þessa viku og það er nu orsökjin til þess að jeg hef ekkji sent brjefin min firri því jeg hef ekki verið heima

þessa vifu viku jeg hef verið að höggva við hjer niður með 0000 og kom nú heim í dag. Þegar jeg kom heim þá lá hjer brjef til mín frá Joni Halldórsini sem hefur nú verið austur í Nebraska City síðann um lok Nófember og br. hans með honum, þeir vildu ekkji vera hjer í vetur því bændur vildu ekkji gjefa þeim nema matin sin þrjá, vetrar mánuðina og soddan kjör gat ekkji Kristján þolað þeir eru nú búnir að senda eftir 25. dollörum sem eftir stóð af sumar kaupi Jóns til að borga með fæði í Neb: City og han seiir mjer að vinan sje stopul í staðnum enda undrar mig það ekki neitt því ef jeg vildi hafa vinu að vetrinum þá mundi jeg leita hennar einhvurstaðar anarstaðar en í Bænum en jeg er nú ekki so mikið á fram um

vetrar vinuna enda held jeg að hún sje nú stopul allvíðast hjer í Nebraska.

Jón Ólafsson er nú að biðja Bandaríkjastjórn0 um frítt far handa Löndum norður til Niflheims og búin að fá góð loforð. Sigfús Magnusson skrifar mjer og sendir mjer Norðanfara honum gjekk vel heim það er laglega samin grein í Norðanf. á hrærandi Amiríku ferðum, það er firirsögnin. "So er mart selt og kjeft að sitt líst hvurjum„ þikir þjer ekki sú grein vera skjinsamlega samin? og þar eru líka nokkrar visur eftir Skagfirðing, jeg vildi bara að jeg væri skáld þá skjildi jeg reina að þæast gre000 en jeg spái og vona að það verði einhvur til þess þó þær sjeu valla svara verðar.

Jeg sá líka í Norðanfara að Isafoldin er komin á gáng og það vildi jeg elsku bróðir að þú vildir nú gjöra mjer so vel og senda mjer eitthvað dagblöðum ukkar. það kostar sjálsagt Penínga en við gjerum upp alla reikningana þegar við finumst en ef jeg velt útaf áður en jeg sje þig þá muntu þó ekki iðrast eftir þó þú hafir spent upp á mig nokkrum þjóðólfs blöðum eða Isafoldar.

Mart hefurðu nú að firir gjefa mjer en fátt fremur en þenann ó mindar seðil því nú hef jeg hreint ekkji neitt að skrifa. Ó ! gaman væri að gjeta skroppið til þín snöggvast og sjá hvurnin Vjelini líður og spjalla þá dá lítið um leið.

Frank biður að heilsa þjer. að endingu bið jeg Guð að ljá þjer stirk og hjálp í ollum þínum góðu firir tækjum, jeg er þin elskandi b. bróðir LBjarnason

Myndir:12