Nafn skrár:LarBja-1877-01-28
Dagsetning:A-1877-01-28
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth 28 Janúr 1877.

Gódi bróðir

Hafðu inilegt þakklæti firir þitt góða brjef sem mjer þótti mjög vænt um og þessa vænst þotti mjer um að heira að ukkur leið þá öllum vel

Hjeðan ernú ekki neitt að frjetta nema þettað sama alt þolanlegt tíðarfarið í meðallæi veturin það sem af honum er heldur kaldur hystið framað jólum gott so flestir híddu Corn sitt aður snjór fjell uppskjera í góðu meðallæi og prísar í besta máta Hveiti á dollar og korn á tuttugu og fim Cents og gjerast nú bændur hreignir hreiknir en attur á móti þikir nú frumbílingum sem mjer ekki mikið í þessa prísa varið sem þurfum að kypa útsæðið Já Já . Þá er nú so komið að jeg hef nú egnast tvo Hesta

og atla nú að fara að gjera mikið og irkja nú firir sjálfan mig í Sumar jeg spái að jeg hroklist nú á hreppin því líkast til jeta þær hoppóttu alt jafnóðum og það kjemur upp því hjer er alt fult af eggum sem þær urpu í hyst þegar þær vóru hjer! jæa látum þær jeta og jeta alt sem að kjafti kjemur jeg legg þá á stað á klárum mínum til Blakkhils og fer að grafa Gull ekki gjeta Já gaman væri nú að vera komin heim að Ólafsdal og sjá gjemlíngana og Folöldin sem þú settir á í hyst ef jeg græði nú sosem þúsund dollara að sumri þá atla jeg nú að heimsikja þig hvurt sem jeg þú (vilt eða ekki) já ef jeg eignast þusund Cents þá gjeri nú heiðarlega og betur en jeg bíst við og enda er það nú meira en jeg er verðugur firir.-

Nú ætla jeg að biðja þig að leggast á bæn og biðjast nú firir að jeg Fái nú góða uppskjeru í sumar Ja jeg drap hjer á að framan að heinsækja þig jeg gjet ekki gjert að því að mig langar oft og einlægt heim á mínar fornu stöðvar og til mina fornu og góðu kuningja en aftur sje jeg að það er ekki nema heimska því hræddur er jeg um að jeg mun aldrei una hag mínum betur nú hjer eftir heima á Fróni en í Amiríku já jeg atla nú að biðja þig að róa Island suðvestur so fljótt sem þú gjetur so jeg þurfi þess stittra að fara þegar jeg kjem að heimsækja þig því ekki mun farar eiririn verða jeg verða of biggin af dolloronum en ekki máttu fara með það so lángt að æðarfuglin skilji við það þegar þú gjetur sáð og uppskorið Hveiti þa skaltu kasta alkjerum

elsku Torfi min jeg held nú að þú haldir að jeg sje nú orðin hringa vitlys enda held jeg so sjalfur þegar jeg ifir lít hvað jeg hef verið að skrifa en meininin var að jeg hafði ekki neinar frjettirnar en bara ritaði þettað tilað láta þig sjá að jeg sje þó ekki klárlega dyður mig minnir að þú spirðir mig hvurinn Löndum sem hjerna eru líður þeim líður ollum bærilega Jón Haldorson bír hjer þrjar milur frá þar sem jeg er og bræður hans þrír eru nú vístaðir uppá ar ern þeirra er hja gamla kuninga T G Wittstruck og hefur eitt hundrað og fimtíu dollara í kyp anar vinur hjá gomlum oldung og hefur eitt hundrað sextíu dollars en sá íngst er nú heima og geingur á skóla. Af Londum í Manitoba hef jeg ekki heirt nílega en jeg er hræddur um að það sje half bágt líf sem þeir hafa en sem komið er. Jeg má nú til að hætta því blaðið er á enda þegar jeg sje hvað grashoppurnar gjera þa skrifa jeg þjer mera firirgjefðu þinum elskandi broður

Larus Bjarnason

Myndir:12