Nafn skrár:LarBja-1898-01-10
Dagsetning:A-1898-01-10
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Aðföng 11.12.2000
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:mynd vantar (frá Lbs.)

Bréfritari:Lárus Bjarnason
Titill bréfritara:
Kyn:karl
Fæðingardagur:1853-12-27
Dánardagur:1915-00-00
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Bessatungu
Upprunaslóðir (sveitarf.):Saubæjarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Dal.
Texti bréfs

Firth, 10. Janúar, 1898

Elskuleigi góði bróðir alla tíma sæll! það er nú orðið svo lángt síðan að við höfum skrifast á að jeg man nú ekki hvur okkar skrifaði seinast. en hvað sem því líður þá þakka jeg þjer hjartanlega firir öll þín gömlu og góðu brjef sem mjer var vant að þikja vænt um en missir þeirra er víst mjer sjálfum að kjena og vil jeg feigin biðja þig að firirgjefa mjer alla trassa menskuna. Jeg attla nú að hressa uppá mjer með þessu níbirja ári og skrifa þjer nú lángan og snjallan frjetta seðil sem seigi þjer alt af mjer og kuníngonum.

Þá er nú þar til mals að taka að jeg kjeifti mjer í firra vetur tvo hesta Plóg og herfi og búninga mig vantaði fimtíu dollara uppá að gjeta borgað firir dótið og fjekk jeg liðun á því þar til í hyst jeg fjekk ruslið meg með góðu verði það kostaði mig tvö hundruð og tuttugu dollara síðan fór jeg og plægði járnbrytar land sem hafði verið ifirgjefið so jeg þurti ekki að gjefa neina legu og þar með fór jeg og tók til láns fimtíu dollara virði af útsæði hvar af jeg uppskar eitt hundrað og níu bushels af hveiti sem jeg seldi firir áttatíu cente bushels bushel og att eitt hundrað og þrettán bushels af Flax sem jeg seldi firir eirn dollar

hvurt bushel so uppskar jeg af mæis hálft sjötta hundrað han er nú í lágum prís nefnilega á tuttugu cente bushelið jeg hef nú ekki selt neitt af mæis enþá jeg á liðug átta hundruð af mæís jeg hef nú ekki sagt þjer neitt af kypbraski mínu enþá jeg er nú hræddur um að þjer leiðist nú þettað rugl en samt skal jeg nú láta þig hafa það alt saman ílt og gott!

I firra vor eftir að jeg hafði kjeft hestana fór jeg á kost til mansins sem jeg hafði verið hjá nefnil T R Burlings og borgaði firir fæðið tvo dollara inn vikuna og hjelt jeg þessu á fram þar til eftir uppskjeuna

þá for jeg og brallaði öðrum hestinum firir helming í fimtíu ekrum af mæis og helming af fjórtán ekrur af höfrum þeir vóru allir í bindum þegar jeg brallaði og tuttugu og og helming af tuttugu og fim ekrum af hveiti það var ósleiið jeg varð að standa allan kosnað af uppskjeruni og þreskinguni og híða allan mæisin en jeg fjekk frían kost so leingi sem jeg var að vina að þessu dóti og firir þá sem jeg hafði til að hjálpa mjer jeg var rjett nú búin að slá mitt eigin hveiti og flax þegar jeg kjeifti þettað so jeg komst ljett út af uppskjeruni jeg og anar maður bundum þessar tuttugu og

fim ekrur á þremur dögum jeg galt honum hálfan anan dollar á dag og dreingnum sem jeg fjekk að kjera sjötíu og fim cente á dag síðan legði jeg man til að stakka firir mig það van jeg nú alt af mjer síðan þegar kom til að þreskja þá fjekk jeg í min hluta hundrað og fimtán bushels af hveiti og tvö hundruð bushels af höfrum jeg seldi hveitið firir sama prís og hitt en hafrana á jeg en nema það sem jeg hef gjefið klarum mínum hafrar eru ekki nema á tuttugu cente jeg vildi að helmingurin væri hvorfin til þín firir gamla Jónas ef han er tórandi og Lubba jeg seldi átta ekrur af þessu Corni á fim dollara

akruna og fjekk hin helmingin híddan það er að seia átta ekrur, það skjildi mjer eftir um fjörtíu akrur sem jeg híddi sjálfur og í min hluta fjekk jeg um tvö hundruð og fimtíu bushels, já nú er ekki nóg með þettað eftir að hafa brallað þeim brúna átti jeg nú ekki nema eirn hest so við firsta tæki færi brallaði jeg honum firir horngriti stóran uxa og og kálf og fimtán dollara jeg seldi kalfin sama dagin firir tíu dollara greindi kusa um hríð og tróð han í baða enda með korni seldi han síðan slátrara firir fimtíu og fim dollara þótti þjer ekki kusi klára sig?

Nú for mjer að leiðast

þettað hest leisi so jeg fór og kjeifti mjer tvo gjæðinga jeg gaf eitt hundrað og sjötíu dollara firir þá jeg skal seia þjer að þjer mundi þikja gaman að sjá þá núna samt hef jeg nú braskað oðrum þeirra firir moldóttan stóran sem jötin jeg kjefti mjer og í haust nían vagn á áttatíu dollar jeg hef nú ekki borgað nema lítið eitt í honum jeg hugsaði að jeg skji skjildi sja first hvað nía arið færði með sjer jeg er er nú í sama stað jeg hef nú altaf verið að híða mæisin min til þessa dags og er nú ekki enþá alveg klár oft í hyst hef jeg oskað að þú værir anað hvurt komin hjer eða jeg

til þín hvurt heldur þú nú væri best? eða heldurðu að það sje best eins og það er að hafa attlandshafið á milli okkar? dettur þjer nokkurn tíma í hug að koma til Amiríku? Jeg gjet sakt þjer að mjer dettur oft í hug að skreppa ifrum til þín en jeg gjet aldrei komið eins og mjer líkar veiri jeg heima þa stæði mjer á sama þó jeg kjæmi als lys til amiríku en það er alt anað að koma til Islands róusakaður þú mátt nú ekki taka þettað so að jeg sje að vantreista Fróni eða inbiggum þess og ekki máttu heldur taka það so að jeg sje að gilla firir þjer Amiriku eða væi henar

Þig mun lánga til að heira eitthvað frá Manitoba en það er nú vest að jeg er nú fáfróður þaðan samt skal jeg nú rugla einhvurju utúr mjer þaðan það er nú first að seia að þeir eru búnir að fá sjer Prentsmiðju og gjefa þeir ut dagblað á íslensku sem þeir kalla Framfara það kjemur út tvisvar í mánuði að mig minir jeg held það sjeu komin út eitthvað átta blöð jeg held að jeg hafi sjeð þyg öll og ini hald þeira er nú mest æfisaga þeirra landa síðan þeir fóru að flji flitja til Canada og er þjer nú víst kunugt um það

þyg seia líka frá komu Canada stjórans til þeira í fira sumar jeg skal reina að senda þjer blöðin ef jeg gjet fundið þyg þyg seia líka fra lans lægi þar hjá þein og nokkuð af veður áttu lægi síðan þeir komu þángað ifir höfuð að tala þeir láta vel ifir sjer þeir eru bunir að útvega sjer tvo Presta sjera Páll Þorláksson og sjera Jón Bjarnason. eftir því sem framfari seigir þá hafa þeir ekki ræktað mikið enþá það er víst örðugt að undir þar akra og heldur vil jeg vera sljettu búi en skógar maður, eftir sögnum Framfara er nílenda þeirra öll þikkur skógur þeir seia að

alt sem þeir plöntuðu í vor að var þreifst vel þeir hafa töluvert af kúm samt skilst mjer að allur nötpeningur sem þeir hafa sje lánslak frá stjórnini ekki eru nema þrír Plógar í heilu nílenduni og víst eingin hestur jeg er stundum að hugsa um að fara þangað með klára mína og fara að plææa firir þá en mjer þikir vest að þeir hefðu ekki við mjer að högfa niður lurkana og brena það en hvað sem því þ líður þá er jeg hræddur um að það borgaði sig ekki að fara hjeðan og þangað með hesta það irði víst kostbært og æti upp öll sin gjæði

þú hefur víst heirt frá Baldvini sem var í Sporði það dálitil grein í framfara eftir han sem seiir fra ásigkomulægi þeira þeim gjeingur nú seigt að reina skogjin þeir eru minir mig sex í þeiri nílendu og hefur hvur þeira sosem sex ekrur ruddar. þeir hafa þar töluvert af nytgripum þeir hafa ekki ræktað neitt hveiti að mjer skjilst þeir seia að það borgi sig ekki og eftir sögnum vildi jeg heldur vera í Manitóba. Máski þú fljitir þángað með tíðini og þá fer jeg þángað líka Aldrei gjet jeg heirt fra gvendi sem var í Tjaldanesi? heiruð heirir þu nokkurn tima af honum?

Mörg eru nú í mjer viðinn eins og vant er og marga loft kastala biggi jeg sem allir hringja óðara stundum er mjer að detta í hug að selja nú alt heila draslið og skreppa heim og og heimsækja þig og aðra gamla kunínga attur hugsa jeg að eftir að jeg er nú orðin so hagvanur hjer þá sje mjer nú best að vera þjer og anað hvurt fara nú vestur og þ0 taka mjer homestead eða þá að kypa mjer Jarnbrytar Land sem nóg fæst nú hjer firir 3-4 dollara ekruna. jeg sje það hjer verður gott að vera þegar fam fara stundir jeg held að það sanist a mjer gamla orðtækið að sá á hvöl sem velur

Jón Halldorsson og hans bræður eru hjer og líður vel þeir eru vel látnir og þikja duglejgir og fá gott kyp jón er gjiftur og rentar land og á gott tim han oskar oft að þú hefðir staðnæmst hjer við heim sækum Jón á hvurjum sunu deigi bræður hans og jeg og ber okkur þá mart á góma eins og þú gjetur næri

Jeg hef nú ekki skrifað neitt í tvo daga og birja því uppá nítt jeg verð að seia þjer að jeg seldi Hestana mína í gær jeg tók uppí þá kú og tvo nyt kálfa og tók pant á hestonum þartil borgað er það sem ettir stendur jeg fæ firir þá tvö hundruð dolars með rentum og öllusaman nú er hæðst í mjer að

fara og vina uppá manuð næsta ár og sá dálítið af Flaxi sosem tíu ekrur jeg gjet feingið það unið birliga

Þjer er nú víst farið að leiðast þettað rugl og skal jeg nú fara að hætta þú verður nú að láta Bjart á Bruná og Bjart bróður okkar sjá þettað og friðmælaælast við þá firir mig við þá að jeg skrifa þeim ekki en jeg hef ekkert meira til so þettað verður að duga ukkur öllum so vildi jeg að þú ljetir aðra mína gamla og góðu kuninga vita hvurnin mjer líður því jeg skrifa yngvum í þettað sin nema þjer. hvurnin líður á Kollafjarðar nesi? og so framveiis?

að endingu óska jeg þjer og ukkur öllum gleðilegs og farsæls árs Og næsta sumar skosta kjör kvað sem við mig dullar, og tóttu kvurja af töðu og stör þú troðir allar fullar

jeg þarf ekki að biðja þig að skrifa mjer jeg veit þú gjerir það kvurtsem er og seiir mjer alt af kuningonum hvað er talað um amiríku ferðir?

Firir gjefðu þettað rugl. og líði þjer og ukkur öllum æfinlega betur en þin einlægur broðir gjetur biðlað L Bjarnason

Myndir:12345678910