Nafn skrár:LofJon-1880-01-25
Dagsetning:A-1880-01-25
Ritunarstaður (bær):Vesturheimi
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 4417 4to
Nafn viðtakanda:
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Loftur Jónasson
Titill bréfritara:trésmiður
Kyn:karl
Fæðingardagur:1840-00-00
Dánardagur:1896-04-22
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Syðri-Reistará
Upprunaslóðir (sveitarf.):Arnarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Eyf.
Texti bréfs

Minneota P.O. Lyon Co. Minnesota North Amrika Box 14

25 januar 1880

Heiðraði forni vin!

Jafnframt eg þakka þjer alt gamalt og gott, oska eg þjer og þínum gleðilegs nys birjað árs. - Nú er þó sannarlega lánt síðann við höfum skipst á brjefum, seinast fjekk eg brjef frá þjer í desimber m. 1876 en eg skrifaði þjer seinast að mig minnir í janúar 1877. Mjer þikir mjög leiðinnlegt að missa svona sjónar á mínum gömlu vinum, þar þeir eru mjer altaf jafn úngir í huganum. Að mörgu leiti hafa mínar kringumstæður breist mikið síðann eg reit þjer seinast en fljótt verd eg nú yfir sögu að fara, því eg er held eg sje fæddur með þeim ósköpum, að eiga altjent anríkt og hafa lítinn tíma, sumarið 1877 fór eg því betur frá Shawano Co. til Milwaukee dvaldi þar í 3 mánuði og kintist þar við Aðalbjörgu frænku þína sem nú er ordinn kona mín; frá Milw. fór eg í Augustm. vestur hingað, síðann hef eg haldið hjer hjerna fyrir, og gjöri að líkindum; veturinn 1879 tók eg land 80 Ekrur, sem eg hafdi mörg ómök fyrir því annar þóttist hafa rjett til þess, um vorið bigdi eg þar hús 12x18 fet að stærd og skúr framanaf dironum

8x12 fet þar hef eg hefilbekk húið er lítið en allsnoturt einkum innann í húsinu á eg nú öll nauðsinleg bús áhöld þó er það alt í smáum stíl, en fremur laglegt, suðu ofn keipti eg með þar til heirandi áhöldum fyrir 30 Dollars þar er laglegur og eigulegur hlutur; þar er hvortveggja eigur mínar eru ekki stórar en, enda átti eg bara eina 5 Doll. þegar eg biraði að bigga húsið sem nú er búið að kosta mig 150 Doll. svo á eg 3 kír 2 uxa kálfa eins og tvegga ára gamla, og 2 mána kalf: 18 ekrur hef eg nú brotnar af landi, eg hef borgað 3 Doll. fyrir að brjóta hverja Ekru, eg vona eg fái það vel borgað með tímanum, eg vona eg fái hjer góða framtíð þar eg hef nú stöðfast, og mjer líst hjer vel á mig, þá hafdi eg aldrei ætlað mjer að setast að í Minnisóta. - það kostaði mig rúma $ 60 að skilja við Hólmfríði en dölum þeim var vel varið; nú er eg giptur Aðalbjörgu, og á með henni 2 börn lagleg og vel efnileg, stúlka sem heitir Margret Ingibjörg 3a ára ef hún lifir til 25 Apríl og dreing sem heitir Sigurgeir Waldimar hann er nú rjetra 15 mánaða; mjer þikir mikið vænt um börnin og konuna, svo eg er nú svo ánægdur, að eg hef aldrei verið það eins. það gjördi mjer hnekkir að eg lá veikur í 8 vikur í fyrra vetur, það var mjer víst $ 50 tap, og tæpast er eg jafn góður af því þó það sje kanski mjer að kjenna að eg fór of fljótt að vinna, eg bigdi 8 Timburhús, og 10 hús gjördi eg hitt sumarið

Páll Sigurgeirsson kom híngað seint í senn hann hefur gjört það hjer mikið gott hvað vinu snerti í haust nú er hann að læra Ensku hann hefur aðsetur hjá mjer

flest eru þaug fyrir Ísl. og Norska, eg hef haft þessi 2 sumur, meiri vinnu en eg hef getað komið í verk. Jeg held mjer fari nú heldur að leiðast að vinna úti eg er búinn að gjöra það leingi, og þó eg hafi mart lært af því er það líandi, og leifdu kringumstæður mínar mjer það vildi eg nú helst meiga vera heima og vinna fyrir mig sjálfann, og að því vona eg líði,

M Mjer sínist jeg hafa gjört það fremur gott síðann eg kom hjer vestur til Minn. eins efnalaus og eg var þá, en fjekk þá strax famelíu að sjá fyrir, og þakka eg það mest að eg hætti þá ferdum sem ótrúlega draga út peninga, og fjekk mjer stöðugt heimili.

Eg hef sett í ábirdar fjelag (Bruna Assurans) atl sem eg á annað en landið, og er það víst til 2/3 hluta og var það eptir virdinguna 507 Doll. eg fæ nefnilega borgaða 2/3 ef brennur; hvert sem það eru gripir hei matur föt eða hús, árlega hef eg að borga 25 Cent af $100. - Allir sem hafa tekið land í þessari bigd sem jeg er, (eg meina landinu) líður vel eptir því sem maður getið búist við og eru ánægdir, það eg veit, en það er mein að leingur er ekki land að fá hjer nema járnbrautarl. sem kostar $4-6 Ekrann, það lítur út fyrir að Emigrantar stefni nú til hjer eptir til Pembina Dakota þar er nú síra Páll og öll hans fjölskilda úng og gömul; samt er hann ógiptur en

þángað eru komnir margir landar, nó er þar land bæði sljettlendi og dálítið af skóg víst má þar fá gott land, en sumt er það ljelegt, lítið er þar um vinnu sem von er því landið er að bira að biggast, og markaðir ekki góðir en, Páll getur altjent haldið við sínum filgifiskum með Synodu gjöfum! Vonandi er að landar heima sjeu nú ornir kunnugir ástandinu í Nyaíslandi svo þeir láti ekki teima sig þángað leingur í stórh. eð víst meiga þeir vera það sem Framfara (Bakfara) hafa lesið. - Björn frá Haugstöðum í Vopnafyrdi keipti í sumar land Eiríks Hjálmars; (Hjálmar þessi lifdi og dó á Húsavík) fyrir $900 með uppskerunni, en B. borgaði vinnulauninn á uppskerunni, brotnar eru á landinu 50 Ekrur. Jeg bigdi stórt og vandað íbúðar hús fyrir B. en mart er honum vist betur gefið en um hús að gánga eða hirda það. Næstliðið ár var hjer fremur gott þó var ekki hveiti uppskera í meðal lagi en á g 10-20 bisel ef Ekrum, prisinn ágætur 75 Cent til 109 búselið, tíðinn góð til 10 desimb. það eptir var mánaðarins sú hardast tíð sem eg hef þekt hjer, first næst 30 gr. á R. með níárinu skipti um, og var hver dagurinn öðrum betri síðann, og snjór allur upptekinn. Heilsaðu kærlega frá mjer Snorra bróður þínum og seigdu eg gradulere honum, mjer er sagt hann sje giptur eða við það. Firir gefdu mjer krafsið og láttu aungann sjá. Við biðjum hjer öll 4 að heilsa konu þinni og börnum föður þínum og börnum hans.

Skrifaðu mjer til lánt frjetta brjef.

Líði þjer ætíð sem best oskar þinn Elsk. vin L. Johnasson

Myndir:123