Nafn skrár:MalJen-1821-01-12
Dagsetning:A-1821-01-12
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

elskulegi son

guð gefi þier liði allar stundir sem best eg kann oska nu veit eg ei hvað eg á að skrifa þier þar eckert hefur til titla eða tiðinda borið siðan i haust eg skrifaði þier og sendi Joni Broður ockar hvað eg held nað hafi varmönum og verði þier i hönd komið fir en þu fær þettað. vetur hefur siðan hann kom verið sa æskilegasti so uti gangs peningur mana er i goðu standi en kir miög so onitar þar 000kta00ðan su i sumar gafst miög illa, eg veit lagsmen þinir gömlu skrifa þier öll almentiðindi hieðan þeir eru nu heima a Arnheiðarstöðum i vetur og hefur faðir þeira feingið norðlendskan Student Gudmund að nafni þan sama sem var á Holmum i firra, og sagt var að faðir þeirra muni vera með anan fotin þar itra, hann er nu buin að koma sier þar upp vatnsmilnu sem malar þo ei nema kvartil á dag þvi steinarnir eru onitir þvi þeir eru so litlir

en hann bestilti firr i haust aðra stærri, aungvu minni er nu sögð drift hans og framkvæmd en meðan hann hafði sionina, ecki fekk eg að sia Siggeir minn i sumar þvi eg vogaði mier aldrei so mikið so sem að bregða mier uppeptir að sia hann, en Madama 0000 Bergliot hefur vist ei feingið tækifæri til að koma til min hafði hun þo lofað mier þvi. - fiar hagur minn er við það sama og moður min skrifaði þier i haust eg gat þo komið firir 0000um 20 lömbum. - en uppa heilsu farið er það alt bagara þvi bolgan hefur nu i vetur mikið vagsið undir siðuni með sifeldum verkium þar, en höfuð og hiat veiki hefur verið skarra en i firra, verði guðs vili á mier Systur þinar baðar skrifa þier til og sier þu af þvi framfarir þeirra i þvi og er ei vona minna þar þær eru so að seiga til sagnar lausar og toku heldur aldrei á pena firen komið var undir Jol og Sigriður hafði þrisvar borið við að skrifa fliota skript þa hun skrifaði þeir. nu hefur þettað leigið sona i halfan manuð og hefur 00 nu so skipt um veður att að

eg held postur komist hvurgi firir ofærð og snio er hier nu sem stundum iarðlaust og allar skepnur a giöf, þu veist eg vonast altið eptir briefi fra þier lambið mitt þvi það er min mesta gleði meðan guð gefur mier gott af þier að frietta, nu get eg ei skrifað meira i þettað sinn. heilsa auðmiuklega fostur foreldrum þinum asamt sistkinunum og Jomfru Margretu, guð min goður anist þig og ebli til als goðs.

Eg er þin af hiarta eldkandi moðir

Malene Jensdottir

Hallfreðarstöðum

dag 12 Januaari 1821

Myndir:12