Nafn skrár:MalJen-1822-01-15
Dagsetning:A-1822-01-15
Ritunarstaður (bær):Hallfreðarstöðum
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs. 2412 a 4to
Nafn viðtakanda:Páll Pálsson
Titill viðtakanda:stúdent, sonur malene
Mynd:hk á Lbs.

Bréfritari:Malene Jensdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1786-00-00
Dánardagur:1828-04-21
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Elskurikasti Pall min

guð min goður gefi þier liði sem best eg kann oska, eg þakka þier lambið mitt goða firir þin miög kiær komnu eg man ei hvað mörg til skrif i sumar sem leið. - ecki veit eg hvað eg er nu að para að gamni minu þvi eg veit að bæði ama þin og aðrir skrifa þier friettirnar og nu um ifir standandi harðindi so eg slepi þvi. - nema segia þier eitthvað fra hag minum. - hvað heilsuna snertir fæ eg ei goðum guði fullþackað hvað mikil umbot þar er a þvi siðan seint firra vetur að eg komst a fætur ur kröm minni hef eg aungvan dag rumfast legið, iafnvel þo eg sie 00000ð og orðsakar það ei minna til fallið það um haustið en moður min skrifaði þier þvi eg fin að það hefur mikið 000kt höfuð mitt og alla likamanskrapta. - Systur þinar lifa nu það sama heilbrigðar en framfarirnar litlar þo taka þær eptir aldri framförum til vinnu bæði uti og ini en um Stephan min er mier nu þingst i skapi þvi hier tekur hann aungvum framförum eptir þenan vetur

en kanskie guð gefi ved med tima, - eckert veit eg hvað eg a að skrifa þier um gripa höld min, eg atti i haust 40 ær 17 sauði og um 20 lömb sem eg keipti niður hingað og þangað 1 ku þvi hina misti eg i vor sem leið, gölu Rauðblésu og 5 vetra gamlan fola undan heni, skiona sem þu forst með suður var nu slegin af i haust. - en hvað af þessu lifir af i vetur má hamingan raða þvi haldist þessi harðindi horfir til stæðst vandræða, en eg bar mig að kviða ei fir en a dettur og veit að guð er matturugurfor sorga mig og mina. - mikið held eg frændi þinn a Dvergasteini eigi nu er vidt þvi first misti hann i vor sem leið, og i hiörðum i sumar eingin ut hei hirt so þaðan eru nu sögð mestu dauðans harðindi, ei hefur hann enn þa grædtt firir ungviðið Sigríður sistir hans 00 sem hielt hus firir hann er aptur heim komin til foreldra sinna en kona hans hefur tekið við öllum busumraðum, hia honum er til kienslu Oddur frændi þinn og sagði prestur mier seinast þegar fundustum að hann væri ei vonar laus að hann með timanum

mundi taka fram hönum en gafulitill finst hönum hann vera. - eckert get eg sagt þier ur fliotsdal þvi þadan hefeg eckert friett i allan vetur Sigurdur Brodir þinn ottast eg eigi heldur er vidt med buskapar sakirnar þo veit eg eckert af þvi firir vist þvi eg hef eg sied hann i halft anaðár Þorun litla þin dottur hans er komin ad Krossavik, hann bir þar þiett vid siduna á syslumönunum þeir bua badir a kietilstöd og hafa bigt sier hus til i budar sem maka laust er i Mulasislu, og verda nu vel setnar Völlurnar ef profasturin a Holmum fær Vallanesid eg nefndi vid frænda þinn beisliskialka þina i Sumar og sagdi hann ad þu skildir fa þa ef þu kiæmir sialfur og sæktir þá til þin, ætlar þu ad gjöra það, en eg má ecki freista þin þo bædi mig ömmu þina og systur langadi til ad sia þig, eg a og skal lata mier linda þegar eg veit þeir lidur vel. - þad bidur alt fra kirkiubæ ad heilsa þier heilsadu þinum elskulegu fosturforeldrum sem fra ockur modur minni þvi eg veit ei hvurt eg hafi tima til ad skrifa

æ lifdu sialfur so vel sem eg kann ad oska

þin til daudans elskandi modir

Malene Jensdottir

Hallfredarstödum 15 Januar 1822

Myndir:12