Nafn skrár:MarBja-1894-08-12
Dagsetning:A-1894-08-12
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Bjarnadóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1824-06-12
Dánardagur:1905-05-06
Fæðingarstaður (bær):Reykjavík
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykjavík
Fæðingarstaður (sýsla):Gull.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reykjavík. 12. ágúst. 1894

Heiðraði kæri vin!

Lýði þjer að ósk minni sem best. Ástar þökk fyrir þitt, mjer svo kært komna brjef. Nú sest jeg niður til að klóra þjer nokkrar linur, eptir að jeg er búin að ferðast á brjefi þínu með þjerá alla áfangastaði, og loksins heim; og allt endaði vel, en best var þó af öllu að þú skildir verða settur mið skips hjá tómu kvenn fólki Jeg veit þú ætlast ekki til að brjef frá kunningum þínum spari þjer að lesa dagblöðin; og segji jeg þjer því ekki neitt í frjettum nema af okkar himili._ Solveigu dóttur minni gékk vel vestur ferðin og kom hún glöð og allvel fríks, heim aptur._ Svo reið Guðrún dóttir mín út, með Thorvaldsens fjelaginu og var það mjög fjölment af stórmennum borgarinnar, hún skémti sjer vel

enda þótt hún mætti ekki bjarga sjer neitt nema borða og drekka (;) Af öðrum sem dvelja i fjærlægð frá heimilinu, höfum við ekki frjett.- Að líku leiðini er von á til vonandi tengdasyni mínum Guðmundi lækni, og getur þú nærri að þeir sem eins og jeg bera heilsunar fjár sjóð i brothættu leirkeri, þrá slíka menn; því á meðan að skips hróið ekki slitnar upp þá lifgar það þó fyrir akkeri vonarinar, og þráir einhvurja bót, meina sinna Sjálfri mjer lýður við það sama og þegar við skildum,- Jeg er nú með sjálfri mjer að hugsa um þessa ferð mína, sem jeg veit að styttist að, þó húnsje máské ekki verði laung, þá verð jeg þó að fara yfir Svarta hafið.- Ef jeg verðá undan þjer þá kem jeg niður í vörina þegar þú lendir (því hvur þjóð hefur víst sína lendingu) Það var gamall og góður siður, að þegar menn lentu að konur gengu til skipa og drógu af mönnum sjó klæði og hjeldu í keip; og þam sið vil jeg

fá að halda, þó jeg fari eitt fótmál Það biðja allir á heimilinu að rita þjer kveðju sína. Sömu leiðis biður Sigurður. B. að heilsa þjer.- Hann hefur alltaf borið gáfurnar í járnkistu, svo hæfilegleika handruðinn er orðinn svo riðgaður að það er ekki hægt að komast í hann, annars mundi hann haf ritað þjer fáar línur sjer til gamans. Jeg treysti dreingskap þínum að bregðir blæju saklausrar vináttu yfor villur og galla í þessu á þessu blaði. Og óskajeg af alhug að þú sjert eins sæll og Salamon í sínum kvenna glaumi, Vertu svo best kvaddur og falin handleiðslu Guðs og góðra kvenna. Af alhug óskar

Margrjet. D. Bjarnardottir.

Brjef mig langar, bráðum fá, bara ef endist lífið. Og þig í anda optast sjá óskar gamla Vífið (Skrifarinn)

Skrifari Magdalena. Sigurðardóttir

Myndir:12