Nafn skrár:MarBja-1896-03-19
Dagsetning:A-1896-03-19
Ritunarstaður (bær):Reykjavík
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Gull.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Bjarnadóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1824-06-12
Dánardagur:1905-05-06
Fæðingarstaður (bær):Reykjavík
Fæðingarstaður (sveitarf.):Reykjavík
Fæðingarstaður (sýsla):Gull.
Upprunaslóðir (bær):
Upprunaslóðir (sveitarf.):
Upprunaslóðir (sýsla):
Texti bréfs

Reykjavík 19 marz 1896

Heill og sæll!

Nú held jeg að sje mál komið að pára þjer nokkrar línur, þó ekki verði nema til að þakka þitt góða brjef, sem gladdi mig einsog öll þin brjef. Jeg held það verði fátt um frjettir hjá mjer, sem ekki er nú að búast við frá minni hálfu, þar sem jeg ligg alltaf í rúminu, en svo er brjefskrif menn líka mjög fáfróður. Nú er "daura" nykomin, en fáir komameð, í sáluhjálpar

hers stúlkur og gengur mikið að með þær og svo komu veitingar fyrir Landritaraembættinn og hlaut það Jón Magnússon syslum. og, málaflutningsemb. J ? Gísli Ísleifsson þú verður nú auðvita búinn að heyra allt þetta, en jeg huxa, sem svo að sjaldan er góð vísa of oft kveðin Ekki kemur veitingin fyrir hjeraðslæknisemb. fyr en í Apríl og vona jeg að Guðm. fái það, jeg hef heyrt að að Guðm. Hannesson sækti um Akureyrina og telja hann allir vísann þangað? Jeg óska þjer líka til lukku með nyju tengdadóttirina, það kvað vera væn stúlka og þykir mjer sannarl. væntum. Það færa nú að fækka hjerna kunningarnir, því nú fer Gísta líklega í vor, Jeg er að sækja um Eyfindahólana og svo fer nú Margrjet líka og fer hún

í Stýkkishólm í vor því hún er trúlofuð manni þar, sem Magnús heytir á hálf bróðir Ólafs Rósenkranz og er hann nú hjá frú Rhorarensen, jeg ímynda mjer að þú kannist við þetta allt. Nú er Malla dóttir mín búin að eignast dóttir og hlaut hún nafnið Þorbjörg eptir telpu, sem þau mistu, það verður nokkur aldursmunur á systrunum, J jeg hef heyrt að Gína færi til sonar þins og vildi jeg fegin bíðja þig að áminna hana, því hún er unglingur. Ekki má jeg víst láta mjer detta í huga að jeg fái að þig framar, en ekki tala jeg um hvað vænt mjer þætti um það, því þá gæti jeg ma?að við þig margt, sem jeg ekki g get skrifað. Jeg held jeg verði nú

að slá botninn í þennan ómerkilega miða og bið jeg þig að fyrirgefa hvernig hann, er af hendi leystur og þó jeg sannarlega verðskuldi ekki að fá brjef frá þjer, þá þætti mjer samt væntum að fá línur.

Lifðu svo ætið, sem best

Margrjet Bjarnardóttir

Myndir:12