Nafn skrár:MarDan-1878-04-07
Dagsetning:A-1878-04-07
Ritunarstaður (bær):Akureyri
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):Eyf.
Athugasemd:Margrét var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Akureyri, 7. apríl 1878.

Elskulega mamma mín!

Mjer finnst heilsan mín vera hjer_ umbil við það sama og þegar jeg skildi við ykkur; þó jeg hafi verið í rúminu að mestu leyti síðan þá er það ekki fyrir það, að jeg hafi verið lakari, heldur af því að jeg hef getað verið á fótum, jeg klæddi mig nú samt í dag og læknirinn sagði jeg skyldi líka klæða mig á morgun, hann sagðist ætla að vita hvernig jeg yrði við það, en jeg mætti ekki neitt koma út, og yrði að halda mjer svo heitri sem mögulegt væri. Jeg held að hann álíti það von að mjer gengur einhverskonar fram- hald af hinni veikinni mjer hefur skilist það á honum, hann skipti

líka stras um meðul, við mig, og lætur mig brúka bagstrana við síðuna þar sem jeg hafði þrautina mestu í vetur, jeg er heldur ekki laus við hana enn einkum á næturnar. Jeg hugsa nú kannske að þetta sje betra heldur enn, það væri veru_ leg brjóstveiki. Mjer hálfpartinn leiðist Comediu_ lætin hjerna rjett við hliðina á mjer, jeg hefði heldur viljað hafa það lengra frá mjer núna, samt gerir mjer það ekkert til, mjer þykir þó annað leiðinlegra, og það er að vera hjer á afmælisdaginn hennar Töntu og hafa ekkert til að gefa henni í afmælisgjöf, en veit að allir í húsinu gefa henni eitthvað; jeg not veit, elsku mamma; að þú getur ekki hjálpað neitt 0þá mig með þetta, það er heldur ekki um neitt að gera en sem þú gætir haft nema

ef það væri vaðmál, en mjer ætti nú ekki að vera ókunnugt um hvað þjer líuðr með það, jeg skrifa þetta heldur ekki af því að jeg hugsi að þú getir það, heldur bara útúr einhverju ergelsi; hefði jeg nú haft ögn af skildingum þá hefði jeg keypt í treyju handa henni af teiji sem hún var að óska sjer um daginn að hún ætti og þá hefði jeg beðið þig að senda mjer vaðmálið sem þú gafst mjer í vetur, en það er svo lítið einsamalt. jeg er svo leið yfir að fá ekki þetta sem jeg á hjá honum Jósephi. Tanta er mjer sfvo makalaust góð og vill allt fyrir mig gera, og aumingja Páletta hefur mikið masað fyrir mig og er mjer svo makalaust góð og ná_ kvæm. Jeg ætla að biðja þig að senda mjer f nærföt það allra fyrsta er þú getur, mjer kom svo

illa að fá þau ekki fyrir helgina af því læknirinn hefur komið svo opt og nærfötin mín hafa orðið svo ljót af bögstrunum líka ætla jeg að biðja þig að senda mjer stígvjelin mín. Jeg ætla að biðja þig að brenna þetta ljóta brjef sem jeg er að krassa í lá0f_ mirkri svo ekki margir sjái það. Ykkur öllum er beðið makalaust vel að heilsa hjeðan, líka bið jeg makalaust vel að heilsa pabba og systkinunum, vertu svo sjálf blessuð og sæl, elsku mamma mín; það mælir þín elskandi dóttir

Margrjet.

Myndir:12