Nafn skrár:MarDan-1881-04-19
Dagsetning:A-1881-04-19
Ritunarstaður (bær):Höfn
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Margrét var dóttir Jakobínu
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3527 4to
Nafn viðtakanda:Jakobína Magnúsdóttir
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Höfn 19. apríl 1881.

Elskulega mamma mín!

Heldurðu að jeg sje orðin þreytt á að bíða eptir brjefum frá ykkur að heiman, og bág yfir að vita ekkert hvernig ykkur líður síðan í novemberm. nema hvað jeg get ímynd að mjer að þið hafið ekki haft það gott þessum óskapa kulda í vetur. Það er hryllilegt að hugsa um ísinn sem sagt er að hafi umkringt landið i vetur. Ó, jeg hef opt hugsað til ykkar heima í vetur, hvað þið hafið mátt þola af kulda, því hjer hefur verið svo kallt í vetur, að við höfum opt haft mildari vetur heima. Jeg hef opt verið hugsandi útaf ykkur pabba

búin að ná mjer síðan. Jeg bið því hjartanl: að heilsa pabba og systk. jeg meina þar með Þ. og M. jeg skrifaði henni langt brjef sem líka fór í sjóinn jeg kveð þig svo, elsku mamma mín og óska, að guð lofi mjer að sjá ykkur öll í vor, heilbrigð og ánægð oskar þín, elskand dóttir M.

allan þennan tíma sem jeg ekkert hef heyrt frá ykkur, því þessi kuldi hefur ekki verið hentugur ykkar heilsu, og svo aumingja systurnar ef þær hafa þurft að vera í eldhúsinu í vetur. Jeg hef opt verið þunglynd og í leiðinlegu skapi síðan fregnin kom um póstskips- strandið og ísinn heima að jeg held Halldóri hafi opt ógnað hvað jeg hef verið óþolinmóð eptir brjefum frá ykkur, því jeg hef mest látið þær kvartanir ganga útyfir hann, en nú er þá bráðum von á Orðu00si, jeg veit ekki hvort jeg á heldur að kvíða fyrir eða hlakka til. Ekkert veit jeg hvenær þið flytjið austur, en líklega kem jeg heim áður. Jeg er ólíkt frískari en jeg var þegar jeg kom í haust því eptir því sem Má000 hefur sagt mjer, síðan jeg fór að frískast,

systkinanna minna; jeg oflók mig svo með að skrifa með Phönix sællar mynningar, þar sem jeg skrifaði 14 brjef að jeg er ekki enn

hef jeg verið mikið hættulega veik en nú segir hann að jeg sje sloppin með því samt að fara varlega fram yfir þrítugsaldur minn. Læknirinn hefur aldrei sagt mjer neitt nákvæm lega um veikindi mín, en Mórir þekkir hann og hefur fengið lysing unna nákvæmar og þannig hef jeg feng ið að vita það. Jeg hef verið hjá Fínu stökusinnum hún hefur það eptir öllum vonum gott, þar sem hún er alein með tvo krakkana og von á þeim þriðja. Maðurinn henn ar er duglegur og hefur alltaf nóga atvinnu. Jeg hef verið svo mikið boðin ut núna um páskana að mjer er farið að dauðleiðast í dag er jeg boðin á 2 staði, en jeg fer hvorugt

get þegar jeg kem heim. Jeg er svo löt að skrifa í þetta sinn að jeg skrifa svosem eingum ekki einusinni pabba eða nein

jeg get afsakað mig með því, að veðr_ ið er mikið kallt og kvasst annað var til frú Tomassen en hitt til tengdafólks Mórissar, jeg vildi svo fegin mega vera laus við að fara svo mikið út því jeg hef svo mikið að gera áður enn jeg for heim. Jeg nefnil. freistaðist til að læra ofurlítið "kuns- broderi" saman með frú Hafstein af því mjer fannst það kosta svo lítið eða svo mikið minna en jeg hafði ímyndað mjer; það er nefnil. 2 kr. um mánuðinn þegar það er 1 tími í viku, en af því jeg sauma ekki nema 1 mánuð tek jeg 2 tíma í viku og það verða 4 kr. anna hefur lesið með mjer ensku í vetur hún bauð mjer það í haust þegar við lögðum á stað heiman að og eitthvað þarf jeg að borga henni fyrir það; jeg veit að það hefur nú kann ske verið óþarfi en mjer fannst jeg ekki geta neitað því, og jeg ekki geta

varið tímanum til annars betur þegar jeg sat hjer og hafði ekki neitt að gera. Mig langar að lesa með systrunum mínum það sem jeg

Myndir:12