Nafn skrár:MarDan-1881-04-24
Dagsetning:A-1881-04-24
Ritunarstaður (bær):Höfn
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):N-Múl. ?
Athugasemd:Margrét var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Höfn 24 apríl 1881.

Elskulegi pabbi minn!

Jeg má til að skrifa þjer nokkrar línur, þá jeg hafi ekkert að skrifa alltjent til að þakka þjer bæði brjefin þín. Jeg verð svo illa gripin af fyrra brjefinu þínu, að mjer fannst jeg næstum fá kala og tortryggni til allra manna, og óyndi yfir mig, að hugsa til að koma í nánd við þessar mann= eskjur, sem svona hoppast eptir að gera þjer lífið rírt, já jeg skældi yfir 000ku monnonum,

því alltaf fær maður hana ljósar að þekkja, því lengur sem mað= ur lifir í þessum heimi, eða svo finnst mjer. _ _ Hjer hefur verið óttalega harður vetur, svo menn hjer þykjast ekki muna annan, eins og í dag er ekki nema 3° hiti í skugga þó komið sje sumar. Hjer verður víst ekki kominn sumarklær á neitt þegar jeg fer heim í vor, þó jeg ekki fari fyrr enn þann 25. maí, p sem jeg að líkindum geri ef jeg get fengið peninga hjá Tryggva sem jeg þarf, en mjer finnst hann taka mjer heldur stuttlega, hann þykist vera í

svo miklum peningakröggum. Mig hryllir við að fara með fyrstu ferð upp til norðurlandsins meðan maður heyrir þessi ósköp um ísinn. Það munar víst heldur ekki svo miklu með kostnaðinn, því ef jeg færi með fyrri ferðinni færi jeg alla leið heim til ykkar svo bættist við ferðin mín aust- ur aptur því þangað vildi jeg ekki koma á undan ykkur. Jeg þarf víst einar 200 krónur í viðbót. Mjer ógnar kostnaðurinn með mig hjer í vetur, en jeg hef ekki getað sparað meira en jeg hef gert. Það er víst satt um þennan síra Pál að hann sækir um Hrg. því jeg var um dægin með Önnu upp hjá Oddgeiri Stheinsen, og þá bar það í tal hverjir sækja um það, en eptir því sem mjer þá skild ist varð jeg hrædd um að sera J. mundi verða næstur því, það þykir mjer aumt ef þú þarft að afhenda honum brauðið. Jeg má nú ekki vera að rispa þetta lengur því brjefin þurfa að vera til kl. 7 Jeg hef orðið að rissa nokkur brjef í dag; jeg fjekk svoddan fjölda af brjefum, að mjer þótti nóg um. Jeg kveð þig því og bið guð að gefa þjer gleðilegra sumar en veturinn hefur verið óskar þín elskandi dóttir Margrjet.

Anna og frurnar Jóhnesen biðja kærlega að heilsa ykkur.

Myndir:12