Nafn skrár:MarDan-xxxx-09-15
Dagsetning:A-xxxx-09-15
Ritunarstaður (bær):
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):
Athugasemd:Margrét var dóttir Daníels
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:Lbs 3520 4to
Nafn viðtakanda:Daníel Halldórsson
Titill viðtakanda:
Mynd:frá Lbs.

Bréfritari:Margrét Daníelsdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1857-06-17
Dánardagur:1904-05-05
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Hólmum
Upprunaslóðir (sveitarf.):Reyðarfjarðarhreppur
Upprunaslóðir (sýsla):S-Múl.
Texti bréfs

Ummborð í Phönix 15. sept.

Elskulegi pabbi minn!

Jeg er glöð að geta párað þjer nokkrar línur. Jeg hef verið hálf_ vegis óró í skapi síðan jeg talaði við hana frú Jóhnsen systir ekkjunnar á Hólmum; hún nefnil. sagði mjer að síra Jónas hefði skrifað þjer nú með P00tursson, og verið að biðjast eptir að fá aðstoðarprests þjón- ustu hjá þjer í staðinn sjera Jóh: Mjer datt nú í hug að þið kynnuð að láta tilleiðast með þetta, og um J. sækti þá um brauð einhversstað_ ar; en jeg vona að þið látið það

ekki fá framgang; því mjer finnst að jeg ekki gæti hugsað til að vera annarsstaðar en hjá ykkur mömmu, alltjent fyrst um sinn. Jeg er á nálum útaf því að jeg verði of sein með þessar línur, J við vissum ekki fyr en rjett í þessu augnabliki að "Gamsons" er að fara. Anna Stephensen biður kærlega að heilsa ykkur og biður mömmu að koma boðum til Tryggva Gunnarssonar um að taka Hnitarinn sinn á Seyðisfirði og flytja hann til Hafnar um leið og hann kemur í haust hann er merktur henni og adresseraður til Akureyrar. Nú má jeg til að hætta. Jeg bið hjartanlega að heilsa

öllum. Mjer er ómögulegt að að skrifa meira Eggert biður eptir þessum línum. Guð veri með þjer og ykkur öllum, elsku pabbi minn!

Þín elskandi dóttir

Margrjet.

Myndir:12