Nafn skrár:MarEir-1889-11-13
Dagsetning:A-1889-11-13
Ritunarstaður (bær):Lækjamóti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Eiríksdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1854-03-12
Dánardagur:1919-09-14
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Kollafjörður
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kjalarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Kjós.
Texti bréfs

Lækjamóti 13 Novembr. 1889.

Heiðraði vin!

Kera þökk fyrir yðuargóða brjef með siðasta pósti einsog alt gamalt og gott, mikið sárnaði mjer við sjálfa mig gáleiði mitt og gleimska. Jeg mundi oft eftir umtali okkar með bókina, en hætti við að senda hana með Septembr ferðinni af því Ólafur stjúpsonur minn ætlaði frá okkur niður til Reikjavikur með Oktobr. ferðinni, Enn í einhvurjum umsvífum og ragi datt þettað alveg úr minni minu þegar Ólafur bjó um dót sitt og fór á stað, og vaknaði svo við Slæman draum þegar jeg braut upp brjefið yðar, fyrirgefið mjer að þetta drógst svona nú sendi jeg hana, þjer hafið hana sjálfsagt til næsta vors máske Ílafru komi þá með hana, mjer þykir vænt um skræðurnar

þó jeg ágírntsist þær mest vegna æfisögu sjera Snorra afa míns, þá er fleira merkilegt á bókinni. til dæmis skilnaðar ærðan, og fleira þá eru mergjuð erfiljóðin eftir Hall gamla Horni, Hnysið þjer nú fyrir mig hvurt yður síníst til tækilegt að prenta nokkuð af þvi sem á henni er, þekkið þjer áður skilnaðarræðuna? Jeg fel yður þettað til hins besta, og hef áður reint vinsemd yðar til min og minna! Okkur líður priðilega, höfum nú feingið ágætt haust eftir góða sumarið en ekki mun nú fjölga mikið sauðfjenaði hjá almenningi, fyrir þessa dæma lausu eftirsókn eftir lifandi fjendaði til að flytja útúr landinu, það er eina likans með viðreværið í sveitinni að í þettað sinn er hægt að géfa kúnum vel svo von er um gagn af þeim, en mjög hafa margir farið ágætilega að ráði sínu, að farga namir nálega hvurri veturgamalli kind, og mjer ofbyður að hugsa til vandmeðanna

með skóleðrið menn vóru að ríða útumm sláttinn í sumar að fala skóleður og gékk ílla. og þó verður aldrei annara enn nú, Maðurin minn seldi nokkuð af suðum tveggja og þriggja ára. því nógar eru skuldir eftir arín undanfarandi, en verðið í þetta sinn freistar manns þegar þírfin er til útgjalda, en ekki leggjun við nú nú upp nema hafa talsverðan kjötmat fyrir heimilið, þó það verði nú með minna enviti,, enda vona jeg eftir góðu kúabúi, jeg hef finna kyrveg þjar af þeim burrar, Jeg fer nú að hætta og vil ekki þreita þolinmæði yðar leingur með þessu masi Jeg á að bera yður kæra kveðju frá Manninum mínum,

Og lifið svo æfinlega sannfarsæll og einsog best þær óskað yður einlæg vinkona

Margrjet Eiríksdóttir

Myndir:12