Nafn skrár:MarEir-1890-01-12
Dagsetning:A-1890-01-12
Ritunarstaður (bær):Lækjamóti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Eiríksdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1854-03-12
Dánardagur:1919-09-14
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Kollafjörður
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kjalarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Kjós.
Texti bréfs

Lækjamóti 12 januar 1890

Góði vin!

Jeg þakka yður mikið vel yður góða brjef með siðasta pósti. Hvað bókarskruddunni viðvikur þá hef jeg eignar ráð hennar en gét ekki fargað henni, og vil það siður, en þjer getið notað yður hana með minu leifi að því leiti að skrifa uppúr henni eða pa láta prenta ur henni ef þjer viljið, eitthvað sem yður sinist helst muni géta borgað sig. nema æfisögn Sjera Snorra afa mins vildi jeg taka undan, en biðja yður aftur á móti ráða og liðsinnis með hana þvi jeg vildi heldur að hún kæmist á prent, nema endilega vildi jeg að úr væri dreigið þettað grófasta til dæmis um mýraspurdin ??, Þettað er nú mikil bón að biðja yður að taka að yður þettað málefni,

og bið jeg yður að láta mig vita uppá hvurn máta þjer vilduð g þetta? eða hvurnin þjer hjelduð það mundi borga sig best fyrir það væri máske rjettast að fá það prentað i Huld? mig lángar til að biðja yður að hugsa um þettað min vegna því þjer hafið svo góða þetting i þessu falli, en jeg hjer útúr heiminum að leita mjer ráða nema til yðar úr því jeg er komin svona i sam band við yður þessu viðvíkandi. Okkur hjer liður vel, og kallar maður góðan vetur það sem af er, þo stundum hafi hvesst nokkuð, fyrirgefið þessar ómerkilegu linur sem endast með ínnílegri fagnaðarósk á þessu nybyrjaða ári. ásamt kveðju kærri frá manninum mínum, verið svo ætið best kvaddur af yður

einlægri vinkonu

Margrjeti Eiríksdótti

Myndir:12