Nafn skrár:MarEir-1890-08-18
Dagsetning:A-1890-08-18
Ritunarstaður (bær):Lækjamóti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Eiríksdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1854-03-12
Dánardagur:1919-09-14
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Kollafjörður
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kjalarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Kjós.
Texti bréfs

Lækjamóti 18 Agust 1890

Heiðraði vin!

ástkær heilsan

Jeg þakka yður einlæga lega alla trigð og mektarsemi við mig og mína, og í sama máta tvö nylega meðtekin brjef og alla meðferðina á bókinni minni, hún hefur haft mikin ábata á ferðalaginu, og kom til mín með bestu skilum með Júlí ferðinni, en vegna veikinda minna gat jeg aungvum skrifað þegar póstur gékk mest á eftir því jeg lá þá mikið nokkuð veik, og lagðist sóttin fremur þúngt á mig sem aðra hjer á bæ, en eingin dó þó og allir orðnir fyrir laungu ap kalla má vel friskir núna, og þykir nú vel úr spilast þegar ekki verður mannskaði neinn

enda þótt veikin kæmi á vesta tíma og gjörði mikið vinnutap. en það er alt liðið. mjer þykir vest að þjer hafið gjört yður áhiggjur útaf bókinni vegna þessarar deifðar minnar að láta yður vita að jeg hefði veitt henni móttöku, sem jeg bið yður fyrirgefningar á, Okkur liður núna vel, við höfum gott tún vel ræktað og aldrei hefur verið samt jafnmikið töðufall af því sem nú, þrju hundruð og áttatiju hesta, en úteingi er mikið ver sprottið, enda er litið komið inn af útheyum því óþurkur hefur verið nú um tíma en nú er að koma þurkur og kémur hann mörgum vel 21 águst Jeg bið yður að fyrirgefa mjer að jeg sendi ekki núna leikritið þó skömm sje frá að seigja var jeg ekki búin að láta klára að ríta það upp það er vest ef yður liggur eitthvað á því en það er mjer geimt mikið þykir mjer slæmt hvað stráðar eru samgaungur á milli mín og kunnínganna

í Reikjavík við erum hjer svo lángt frá Póstskipsstöðvum þó þær gángi nú reglulega til að við þó fegin vildum koma því á markað hjá ukkur því sem við höfum aflögu af búnu en þið þarfnist fyrir sem við eigum skuldir að gjalda uppá einhvurn máta, og vildum fegin gjöra þjenustu, þá verður þettað svo stirt altsaman, Jeg legg hjer innaní fimm krónu seðil sem þjer verðið að þiggja fyrir við gjörðina á bókinni, fyrirgefið jeg sjálfsagt hein til að skulda yður mikið fyrir alla yðar fyrirhöfn við handritið, en velvildina við forfeður mína að halda minningu þeirra á lofti, verður ekki með peningum launað. Jeg verð að hætta posturin biður Jeg á að bera kæra kveðju frá manni mínum, og verið ásamt öllum yðar best kvaddur af yðar

Margrjeti Eíríksdóttir

Myndir:12