Nafn skrár:MarEir-1891-01-09
Dagsetning:A-1891-01-09
Ritunarstaður (bær):Lækjamóti
Ritunarstaður (Sveitarf.):
Ritunarstaður (Sýsla):V-Hún.
Athugasemd:
Safn:Handritadeild Landsbókasafns Íslands
Safnmark:ÍB 99 fol. b
Nafn viðtakanda:Jón Borgfirðings Jónsson
Titill viðtakanda:bókbindari
Mynd:irr á Lbs.

Bréfritari:Margrét Eiríksdóttir
Titill bréfritara:
Kyn:kona
Fæðingardagur:1854-03-12
Dánardagur:1919-09-14
Fæðingarstaður (bær):
Fæðingarstaður (sveitarf.):
Fæðingarstaður (sýsla):
Upprunaslóðir (bær):Kollafjörður
Upprunaslóðir (sveitarf.):Kjalarneshreppur
Upprunaslóðir (sýsla):Kjós.
Texti bréfs

Lækjarmóti, 9 Janúar 1891

Heiðraði vin!

Jeg óska yður góðs og gleðilegs nyárs, og vildi að miði þessi hitti yður glaðan og frískan. Jeg má sannarlega biðja yður fyrirgefnínga á drættinum að senda yður leikritið og loksins fylgir það nú linum þessum með besta þakklæti fyrir lánið, Jeg skrifðai yður í sumar og lagði með öðru brjefi til Björns Levískárra og vona það hafi komið til skila enda þó jeg hafi ekki feingið línu frá yður síðan Hjeðan er fátt að frjetta, góðan vetur það sem af er hvað veðurátt snertir, en víða hefur verið bág ehilsa einkum í börnum, þó hefur mest kveðið að barnadauða í Miðfirði og er það þó ekki að líkindum ekki búið enþá því víða stendur veikin núna uppá

það hærsta, en níju. 9. börn vóru dáin þar þegar síðast frjettíst hjer í dalnum hefur en ekki veikin orðið svona skæð en víða hafa veirð veikindi. dætur mínar hafa verið með köblum mikið veikar núna uppi fímm víkur. þó það sínist ljetta stundum vesnar það aftir þó maður viti af aungvin breitingu utan frá, en núna eru þær á góðum bata veigi. og vona jeg guð géfi framm hald af því, að öðru leiti líður okkur ágætlega. inni okkar húsi þó maður meigi heita utan við heimin í vissum skílníngí, en það ætti nú ekkert að gjöra þegar maður lifir í ró og friði, og hefur nóg fyrir sig og sína, Fyrirgefið mjer nú þessar flitirs linur og verið svo ásamt öllum yðar best kvaddur af yðar vinkonu

Margréti Eiriksdóttur

P.S.

Maðurin minn biður kærlega að heilsa M.E.

Myndir:12